Fréttablaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 51
MIÐVIKUDAGUR 8. febrúar 2012 31 Nicotinell er samstarfsaðili Krabbameinsfélagsins Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Nicotinell lyfjatyggigúmmí inniheldur 2 mg eða 4 mg nikótín (nikótínpólacrillín). Nicotinell lyfjatyggigúmmí er notað til að draga úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum nikótíns hjá einstaklingum sem eru háðir nikótíni. Þannig getur það auðveldað reykingafólki sem vill hætta að reykja að hætta eða að draga úr reykingum. Ekki má nota fleiri en 25 stk. 2 mg lyfjatyggigúmmí eða meira en 15 stk. 4 mg lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Ef þú ert með ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju öðrum innihaldsefnum eða reykir ekki má ekki nota Nicotinell lyfjatyggigúmmí. Ráðfærðu þig við lækninn eða lyfjafræðing ef þú hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp - ert með hjartasjúkdóma, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil, ofvirkar nýrnahettur, alvarlega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða magasár. Ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti máttu einungis nota lyfið í samráði við lækni. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára nema í samráði við lækni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhraun 12a, 210 Garðabæ. HANDBOLTI Þýska liðið Rhein Neck- ar-Löwen tilkynnti í gær um enn frekari breytingar sem verða á liðinu í sumar. Pólverjarnir Karol Bielecki og Krzysztof Lijewski hverfa á braut til félags Þóris Ólafssonar í Póllandi, Kielce, en sænska skyttan Kim Ekdahl Du Rietz kemur til Löwen frá franska félaginu Nantes. „Ég sé fram á að geta tekið enn meiri framförum sem leikmaður hjá Löwen og get ekki beðið eftir að spila með félaginu,“ sagði Du Rietz en hann er 22 ára gamall og eitt almesta efnið í handbolta- heiminum í dag. Hann sló í gegn með sænska landsliðinu á HM í fyrra og einnig á EM í Serbíu í síðasta mánuði. Mikill styrkur fyrir Löwen sem Guðmundur Guð- mundsson þjálfar samhliða þjálfun íslenska landsliðsins.. Du Rietz er þriðji leikmaðurinn sem Guðmundur nælir í en Alex- ander Petersson og danski mark- vörðurinn Niklas Landin koma einnig til Löwen í sumar. Bielecki hefur spilað með Löwen undanfarin ár en Lijewski nær aðeins einu tímabili með félaginu en hann hefur ekki þótt standa undir væntingum síðan hann kom frá Hamburg. Báðir leikmenn munu styrkja lið Kielce mikið og hefur pólska liðið verið duglegt að taka á móti leikmönnum frá Löwen. en mark- vörðurinn Slawomir Szmal kom til félagsins frá Löwen síðasta sumar. Svo var einnig greint frá því í gær að danski skartgripajöfur- inn Jesper Nielsen væri við það að hætta sem stjórnarformaður Löwen en hann mun fara að ein- beita sér alfarið að danska liðinu AG sem fjórir Íslendingar leika með. - hbg Miklar breytingar hjá liði Guðmundar Guðmundssonar, Rhein-Neckar Löwen: Svíinn Du Rietz á leið til Löwen FRÁBÆR LEIKMAÐUR Svínn Du Rietz mun styrkja lið Löwen mikið enda eitt mesta efnið í handboltaheiminum í dag. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Dietmar Hopp, eigandi þýska úrvalsdeildarfélagsins Hoffenheim, segist ekki skilja af hverju Gylfi Þór Sigurðsson var lánaður til enska úrvalsdeildar- félagsins Swansea. Gylfi fékk lítið að spila í Þýska- landi í haust eftir að hafa misst af fyrstu vikunum vegna meiðsla. Holger Stanislawski, þjálfari liðsins, vildi greinilega lítið nota hann og á endanum ákvað Gylfi að grípa tækifærið og halda til Englands þegar honum stóð það til boða. Stanislawski hefur gagnrýnt Gylfa og segir hann ekki hafa viljað eða haft áhuga á að spila fyrir Hoffenheim. Hann setti einnig Chinedu Obasi í sama flokk en hann var lánaður til Schalke í síðasta mánuði. Þá var Vedad Ibisevic seldur til Stutt- gart um svipað leyti. Hopp segir að það hafi ekki komið honum á óvart að Obasi og Ibisevic fóru annað. „Það lá í loftinu strax í sumar og var brugðist við því,“ sagði Hopp en skildi ekki hvað Gylfi væri að gera í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann væri meðal bestu leik- manna síns liðs. - esá Eigandi Hoffenheim: Skilur ekki fjarveru Gylfa GYLFI ÞÓR Er að finna sig vel hjá Swansea. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Juan Mata, Spánverj- inn öflugi í liði Chelsea, segir að knattspyrnustjórinn Andre Villas-Boas hafi verið bálreiður eftir að hans menn misstu niður 3-0 forystu gegn Man. United. „Ég hefði frekar viljað vinna leikinn en skora þetta mark,“ sagði hann við enska fjölmiðla. „Þjálfarinn var brjálaður eftir leikinn. En það voru leikmenn líka því við áttum aldrei von á því að við myndum missa niður þriggja marka forystu á heima- velli.“ „Það gerist ekki oft að Chelsea fær tækifæri til að vinna United með því að komast 3-0 yfir. Ég hélt að þetta gæti aldrei gerst. Þetta eru slæmar fréttir fyrir okkur og staðfestir að kapphlaup- ið um fjórða sætið verður ekki auðvelt.“ - esá Spánverjinn Juan Mata: Villas-Boas var brjálaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.