Fréttablaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 22
8. FEBRÚAR 2012 MIÐVIKUDAGUR4 FRÉTTASKÝRING Magnús Þorlákur Lúðvíksson magnusl@frettabladid.is B jórmenning á Íslandi hefur tekið stakka- skiptum á síðustu árum. Fjöldi og fjölbreytileiki íslensks bjórs hefur auk- ist mikið og þá hafa árstíðabundn- ar bjórtegundir orðið æ vinsælli. Um þessar mundir eru um 50 teg- undir af íslenskum bjór í boði í Vínbúðum en voru ekki nema helmingur þess fyrir fáum árum. Þróunina má ekki síst rekja til til- komu minni brugghúsa sem hafið hafa störf. Ölgerðin og Vífilfell eru þó enn langstærst á markaðnum Fyrsta litla brugghúsið á Íslandi var Bruggsmiðjan á Ársskógs- sandi. Hugmyndin vaknaði hjá hjónunum Agnesi Sigurðardótt- ur og Ólafi Þresti Ólafssyni eftir að hafa séð frétt um lítið brugg- hús í Danmörku. Fyrirtæki þeirra var stofnað í lok árs 2005 og fram- leiðsla hófst ári síðar. Gerðu þau upphaflega ráð fyrir framleiðslu upp á 170 þúsund lítra á ári en hafa tvívegis aukið framleiðslugetuna sem er nú 550 þúsund lítrar. „Við vorum algjörlega að renna blint í sjóinn. Okkar einu markmið voru að skapa störf og nýta frá- bæra vatnið okkar,“ segir Agnes og heldur áfram: „Þetta hefur gengið vonum framar og aldrei átti ég von á því að hjón á Ársskógssandi gætu breytt bjórmenningunni á Íslandi.” Nefnir Agnes sem dæmi að árið 2007, þegar þau hófu að brugga dökkan bjór, var enginn íslenskur dökkur bjór í framleiðslu. Nú séu þeir hins vegar orðnir algengir. Sjö starfa hjá Bruggsmiðjunni, þar af fimm í fullu starfi, sem selur nú fimm bjórtegundir allan ársins hring undir nafninu Kaldi. Þá hefur fyrirtækið bruggað árs- tíðabundna bjóra auk nokkurra bjóra fyrir aðra aðila. Til að mynda hefur það nýhafið bruggun á gos- bjórnum Volcanic Energy sem er fyrsti íslenski gosbjórinn. MISJAFNT GENGI Árið 2007 hófu þrír aðilar til við- bótar að selja íslenskan bjór í litlu upplagi. Fyrstan ber að nefna Eyþór Þórisson, veitingamann á Seyðisfirði, sem hóf að selja bjór- inn El Grillo. Í dag eru tvær út- gáfur af honum í sölu en Ölgerðin bruggar bjórinn fyrir Eyþór. Þá voru tvö brugghús stofnsett árið 2007: Ölvisholt í Flóahreppi og Mjöður í Stykkishólmi. Ölvisholt kom sér upp framleiðslugetu upp á 300 þúsund lítra á ári og hefur framleitt bjórana Freyju, Móra, Lava Stout og Skjálfta auk árstíða- bundinna bjóra. Mjöður í Stykkis- hólmi framleiddi tvo bjóra: Jökul og Skriðjökul en hætti starfsemi á síðasta ári. Nýjasta brugghúsið er svo Gæðingur öl í Útvík í Skaga- firði sem hóf starfsemi í fyrra. Gæðingur framleiðir fjóra bjóra undir eigin nafni og hefur einnig framleitt árstíðabundna bjóra. „Við áætlum að framleiða 45 þúsund lítra fyrsta starfsárið en eigum að geta framleitt 100 þús- und lítra,“ segir Jóhann Axel Guð- mundsson, bruggari hjá Gæðingi. Þá segir Jóhann viðtökurnar hafa verið framar vonum. Þrátt fyrir góðar viðtökur virð- ist rekstur litlu brugghúsanna hafa verið erfiður. Eins og áður sagði hætti Mjöður starfsemi í fyrra og þá varð fyrirtækið utan um fram- leiðsluna í Ölvisholti gjaldþrota árið 2010. Í kjölfarið var rekstur- inn keyptur af félagi í eigu starfs- manna, innflutningsfyrirtækisins Karls K. Karlssonar og Eignar- haldsfélags Suðurlands. Nýja fé- lagið hefur enn ekki skilað árs- reikningi en ætla má að skuldir reynist rekstrinum ekki jafn þung- ar og þær gerðu eftir bankahrunið. Bruggsmiðjan skilaði einnig tapi fyrstu rekstrarár sín, sýnu mest árið 2008. Árið 2010 skilaði fyr- irtækið hins vegar 6,5 milljóna hagnaði og virðist því hafa komið undir sig fótunum rekstrarlega. VÍFILFELL OG ÖLGERÐIN STÆRST Eins og áður sagði eru það þó Vífil fell og Ölgerðin sem ráða lögum og lofum á bjórmarkaðn- um. Vífilfell framleiðir rúmlega 9 milljónir lítra á ári og Ölgerðin 7 milljónir lítra. Samanlögð mark- aðshlutdeild þeirra er því senni- lega í kringum 90 prósent. Bæði fyrirtækin hafa aukið vöruúrval sitt á síðustu misserum og opnaði Ölgerðin eigið smábrugghús árið 2010, Borg. „Markmiðið með þessu var að búa til bjór sem er öðruvísi og kannski að mörgu leyti sérstakari en þessir klassísku bjórar okkar. Við viljum þjónusta þennan hóp sem er að leita að fjölbreyttari teg- undum af bjór,“ segir Guðmund- ur Mar Magnússon, bruggmeistari Ölgerðarinnar. Þá segir hann við- brögðin við Borg hafa verið gríðar- lega góð og hafi þeir vart undan að anna eftirspurn. Átta ólíkar bjór- tegundir hafa verið framleiddar hjá Borg en fimm þeirra eru í sölu hjá Vínbúðunum núna. Vífilfell er stærsti bjórfram- leiðandi landsins með um helm- ingsmarkaðshlutdeild. Þekktustu vörur Vífilfells eru Víking og Carlsberg en síðustu misseri hefur Vífilfell kynnt til sögunnar svo- kallaða úrvalslínu sem inniheldur meðal annars árstíðabundna bjóra. „Við byrjuðum með sérbjóra stuttu áður en litlu brugghúsin fóru að spretta upp. Við fluttum þá inn bjóra frá Jacobsen, í eigu Carlsberg. Þá hins vegar virtist markaðurinn ekki tilbúinn fyrir þessa bragðmeiri og sérstakari bjóra. Á þeim árum sem eru liðin hefur menningin hins vegar þróast hratt sem hefur kannski ekki síst endurspeglast í vinsældum tíðar- bjóranna,“ segir Hreiðar Þór Jóns- son, markaðs- og sölustjóri áfeng- is hjá Vífilfelli. BRUGGHÚS Á ÍSLANDI Reykjavík Ölgerðin Gæðingur öl Útvík í Skagafirði Ölvisholt brugghús Flóahreppi í Ölfusi Bruggsmiðjan Árskógssandi við Eyjafjörð Akureyri Vífilfell Mikil gróska í bjór- framleiðslu á Íslandi Bjórmenning á Íslandi hefur breyst á síðustu árum ekki síst með tilkomu minni brugghúsa. Vöruúrval hefur aukist og framleiðendur leggja nú áherslu á fjölbreytni. ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Íslenskum bjórtegundum sem seldar eru í Vínbúðunum hefur fjölgað um helming á síðustu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Formlegar söluviðræður við einn af bjóðendum í 77% hlut þrotabúa Landsbankans og Glitnis í Iceland Foods gætu hafist eftir viku til tíu daga, samkvæmt heimildum Markaðarins. Frestur til að skila inn bindandi tilboðum í hlutinn rann út um síðustu mánaðamót. Reuters-fréttastofan hefur fullyrt að tveir fjárfestingasjóðir, Bain Capital og BC Partners, hafi skil- að inn tilboðum. Heimildir Markaðarins herma að nú standi yfir óformlegar við- ræður við báða aðilana. Þær snú- ast meðal annars um að fara yfir hvort fjármögnun bjóðendanna sé örugg og hvers konar verðmiði þyrfti að vera undirstaðan í form- legum viðræðum. Enn er ekki úti- lokað að hætt verði við söluna, Iceland Foods matvörukeðjan er langstærsta seljanlega eign Landsbankans, sem á 67% hlut í henni. Hún er með um 2,1% markaðshlutdeild í Bretlandi og selur vörur árlega fyrir á fimmta hundrað milljarða króna. Talið er að þrotabú Landsbankans og Glitnis vilji fá rúmlega 220 millj- arða króna fyrir hluti sína. Ekk- ert hefur verið gefið upp opinber- lega um hversu mörg né hversu há tilboðin voru. - þsj Söluferli Iceland Foods: Óformlegar viðræður um fjármögnun og verð STOFNANDINN Malcolm Walker stýrir Iceland Foods og á minnihluta í félaginu. Ekki er talið að hann hafi gert tilboð í hlut skilanefndanna. Lífeyrissjóðirnir munu fara fram á að dómskvaddir matsmenn verði fengnir til að leggja mat á það hvort gögn sem lögð voru fram í umdeildu skuldabréfaútboði Glitnis í mars 2008 hafi endur- speglað raunverulega stöðu bank- ans. Sjóðirnir vilja meina að þeir hafi verið blekktir til að kaupa víkjandi skuldabréf í útboðinu fyrir samtals 10,7 milljarða króna og hafa stefnt slitastjórn Glitnis vegna þessa. Undirbúningur að málarekstrinum hefur staðið yfir mánuðum saman. Ef fallist verður á málatilbún- að lífeyrissjóðanna gæti ávinn- ingur þeirra orðið umtalsverður. Verði skuldabréfin flokkuð sem almenn krafa, líkt og þau eru nú, munu sjóðirnir líkast til ekki fá nema um fjórðung greiddan fyrir þau miðað við væntar endurheimt- ur í þrotabúi Glitnis. Takist að fá skuldabréfin viðurkennd til skuldajöfnunar nýtist hins vegar mun meira af virði þeirra. Það væri þá hægt að nota bréf- in til skuldajöfnunar gegn tapi á gjaldmiðlavarnarsamning- um. Tap íslenskra lífeyrissjóða vegna þeirra gæti orðið rúmlega 70 milljarðar króna eftir skulda- jöfnun eins og staðan er í dag ef ýtrustu kröfur þrotabúa föllnu bankanna verða samþykktar. Tap sjóðanna vegna samninganna er bókfært á 36,4 milljarða króna í skýrslu úttektarnefndar sem birt var síðastliðinn föstudag. Þar er miðað við uppgjör á gengisvísitöl- unni 175. Hvorki skilanefnd Kaup- þings né Glitnis hafa fallist á upp- gjör á þeim forsendum. - þsj Lífeyrissjóðir stefna Glitni vegna skuldabréfaútboðs: Gæti falið í sér milljarða ávinning fyrir sjóðina NEFNDIN Skýrsla um starfsemi lífeyrissjóða í aðdraganda bankahrunsins var kynnt síðastliðinn föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.