Fréttablaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 8. febrúar 2012 13 HEILSA Sýking í munni sem orsak- að getur krabbamein í hálsi, á kyn- færum, í ristli og í höfði er tölu- vert algengari í körlum en konum samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var á vegum Læknafélagsins í Bandaríkjunum. Rannsóknin leiddi í ljós að um það bil sjö prósent þátttakenda voru með svokallaða HPV-sýkingu í munni. Um tíundi hver karlmaður var með sýkinguna en um 3,6 pró- sent kvenna. Dr. Maura Gillison, sem stýrði rannsókninni, segir niðurstöðuna mikilvæga í þróun krabbameins- lyfja. Auk þess geti hún skipt sköp- um þegar kemur að því að fyrir- byggja krabbamein í höfði og háls. Oft má rekja meinin til reykinga og áfengisneyslu, en talið er að árið 2020 verði hægt að rekja þau flest til HPV-veirunnar. Rannsóknarteymi við krabba- meinsdeild Háskólans í Ohio hefur fundið út að HPV-sýking í munni auki hættu á krabbameini um 50 prósent. Líkur á að veiran nái ból- festu í fólki aukast með aldri og auknum fjölda kynlífsfélaga, hvort heldur sem um munnmök eða kyn- mök sé að ræða. - trs FERÐAMENN Ferðamálastofa telur brott- farir frá flugstöðinni í hverjum mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SAMGÖNGUMÁL Erlendir gestir til Íslands hafa aldrei verið fleiri í janúar en í ár, samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu. Um 26 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu í janúar, en það er tæplega fjórum þúsundum fleiri en í fyrra. Gestum fjölgaði því um 17,5 prósent milli ára. Bretar voru fjölmennastir í hópi ferðamanna, rúmlega 26 prósent. Fimmtán prósent ferða- mannanna komu frá Bandaríkj- unum. Danir voru rúm sex pró- sent af fjöldanum og Norðmenn sömuleiðis. - þeb Talningar Ferðamálastofu: Metfjöldi ferða- manna í janúar KRABBAMEINSFRUMA Nú hefur verið fundið út að HPV-sýking í munni eykur hættu á krabbameini. Um sjö prósent eru með HPV-veiruna í munni sem getur orsakað krabbamein: Sýking algengari hjá körlum en konum KÓPAVOGSVÖLLUR Nýir salir í stúkunni verða auglýstir til leigu samkvæmt ákvörðun bæjarráðs. SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð Kópa- vogs hefur samþykkt að tveir salir, fundarherbergi og eldhús í nýrri stúku Kópavogsvallar, verði auglýstir til leigu. Er þetta gert til reynslu fram á næsta haust. Í nýju stúkunni er meðal ann- ars fullbúið eldhús og salur sem nota má sem kaffihús. Íþrótta- félögin og tómstundafélög í bænum hafa notað salina án þess að greiða fyrir. „Húsnæðið hefur hins vegar ekki nýst sem skyldi fram að þessu,“ segir í minnis- blaði sem lagt var fyrir bæjarráð. „Yfir sumarmánuðina fer fram ýmiss konar starfsemi á Kópa- vogsvelli og svæðinu þar í kring, sem ætla mætti að gæti skapað tekjur með réttri nýtingu hús- næðisins.“ - gar Bætt nýting á Kópavogsvelli: Stúkan leigð til að afla peninga Ný reiðhöll rís Verið er að leggja lokahönd á bygg- ingu 1.100 fermetra reiðhallar í landi Saltvíkur rétt sunnan við Húsavík. Hestamannafélögin Grani og Þjálfi fengu styrk frá ríkinu til að byggja höllina. Byggingin mun bæta aðstöðu hestamanna á svæðinu mikið. HÚSAVÍK VIÐSKIPTI Sala á nýjum einkabíl- um í V-Evrópu minnkaði um 8,7 prósent í janúar miðað við sama mánuð í fyrra. Alls seldust 933.333 einkabílar á svæðinu í janúar sam- kvæmt upplýsingum frá LMC Automotive. Sala á nýjum bílum minnkaði um 0,4 prósent í Þýskalandi þar sem markaðurinn fyrir einkabíla er stærstur. Í Frakklandi minnkaði salan um 20,7 prósent en í Bret- landi var salan óbreytt. Salan í janúar þykir staðfesta spár um erfiðleika á þessu ári. - ibs Erfiðleikar í V-Evrópu: Sala á nýjum bílum minnkar KÍKTU Á KYNNINGARFUNDINN Í KVÖLD KL. 20:00 Í VERSLUN 66°NORÐUR, FAXAFENI 12. 66°NORÐUR og Íslenskir Fjallaleiðsögumenn þjálfa þig til að komast á toppinn á Hvannadalshnúki í byrjun maí. Boðið verður upp á æfingadagskrá þar sem hópurinn hittist einu sinni í viku til æfinga og undirbúnings. Nokkrar helgar fer hópurinn saman á hærri fjöll s.s. Skarðsheiði og Eyjafjallajökul. Nánari upplýsingar á 66north.is og fjallaleidsogumenn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.