Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.02.2012, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 08.02.2012, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 8. febrúar 2012 13 HEILSA Sýking í munni sem orsak- að getur krabbamein í hálsi, á kyn- færum, í ristli og í höfði er tölu- vert algengari í körlum en konum samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var á vegum Læknafélagsins í Bandaríkjunum. Rannsóknin leiddi í ljós að um það bil sjö prósent þátttakenda voru með svokallaða HPV-sýkingu í munni. Um tíundi hver karlmaður var með sýkinguna en um 3,6 pró- sent kvenna. Dr. Maura Gillison, sem stýrði rannsókninni, segir niðurstöðuna mikilvæga í þróun krabbameins- lyfja. Auk þess geti hún skipt sköp- um þegar kemur að því að fyrir- byggja krabbamein í höfði og háls. Oft má rekja meinin til reykinga og áfengisneyslu, en talið er að árið 2020 verði hægt að rekja þau flest til HPV-veirunnar. Rannsóknarteymi við krabba- meinsdeild Háskólans í Ohio hefur fundið út að HPV-sýking í munni auki hættu á krabbameini um 50 prósent. Líkur á að veiran nái ból- festu í fólki aukast með aldri og auknum fjölda kynlífsfélaga, hvort heldur sem um munnmök eða kyn- mök sé að ræða. - trs FERÐAMENN Ferðamálastofa telur brott- farir frá flugstöðinni í hverjum mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SAMGÖNGUMÁL Erlendir gestir til Íslands hafa aldrei verið fleiri í janúar en í ár, samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu. Um 26 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu í janúar, en það er tæplega fjórum þúsundum fleiri en í fyrra. Gestum fjölgaði því um 17,5 prósent milli ára. Bretar voru fjölmennastir í hópi ferðamanna, rúmlega 26 prósent. Fimmtán prósent ferða- mannanna komu frá Bandaríkj- unum. Danir voru rúm sex pró- sent af fjöldanum og Norðmenn sömuleiðis. - þeb Talningar Ferðamálastofu: Metfjöldi ferða- manna í janúar KRABBAMEINSFRUMA Nú hefur verið fundið út að HPV-sýking í munni eykur hættu á krabbameini. Um sjö prósent eru með HPV-veiruna í munni sem getur orsakað krabbamein: Sýking algengari hjá körlum en konum KÓPAVOGSVÖLLUR Nýir salir í stúkunni verða auglýstir til leigu samkvæmt ákvörðun bæjarráðs. SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð Kópa- vogs hefur samþykkt að tveir salir, fundarherbergi og eldhús í nýrri stúku Kópavogsvallar, verði auglýstir til leigu. Er þetta gert til reynslu fram á næsta haust. Í nýju stúkunni er meðal ann- ars fullbúið eldhús og salur sem nota má sem kaffihús. Íþrótta- félögin og tómstundafélög í bænum hafa notað salina án þess að greiða fyrir. „Húsnæðið hefur hins vegar ekki nýst sem skyldi fram að þessu,“ segir í minnis- blaði sem lagt var fyrir bæjarráð. „Yfir sumarmánuðina fer fram ýmiss konar starfsemi á Kópa- vogsvelli og svæðinu þar í kring, sem ætla mætti að gæti skapað tekjur með réttri nýtingu hús- næðisins.“ - gar Bætt nýting á Kópavogsvelli: Stúkan leigð til að afla peninga Ný reiðhöll rís Verið er að leggja lokahönd á bygg- ingu 1.100 fermetra reiðhallar í landi Saltvíkur rétt sunnan við Húsavík. Hestamannafélögin Grani og Þjálfi fengu styrk frá ríkinu til að byggja höllina. Byggingin mun bæta aðstöðu hestamanna á svæðinu mikið. HÚSAVÍK VIÐSKIPTI Sala á nýjum einkabíl- um í V-Evrópu minnkaði um 8,7 prósent í janúar miðað við sama mánuð í fyrra. Alls seldust 933.333 einkabílar á svæðinu í janúar sam- kvæmt upplýsingum frá LMC Automotive. Sala á nýjum bílum minnkaði um 0,4 prósent í Þýskalandi þar sem markaðurinn fyrir einkabíla er stærstur. Í Frakklandi minnkaði salan um 20,7 prósent en í Bret- landi var salan óbreytt. Salan í janúar þykir staðfesta spár um erfiðleika á þessu ári. - ibs Erfiðleikar í V-Evrópu: Sala á nýjum bílum minnkar KÍKTU Á KYNNINGARFUNDINN Í KVÖLD KL. 20:00 Í VERSLUN 66°NORÐUR, FAXAFENI 12. 66°NORÐUR og Íslenskir Fjallaleiðsögumenn þjálfa þig til að komast á toppinn á Hvannadalshnúki í byrjun maí. Boðið verður upp á æfingadagskrá þar sem hópurinn hittist einu sinni í viku til æfinga og undirbúnings. Nokkrar helgar fer hópurinn saman á hærri fjöll s.s. Skarðsheiði og Eyjafjallajökul. Nánari upplýsingar á 66north.is og fjallaleidsogumenn.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.