Fréttablaðið - 24.02.2012, Side 6

Fréttablaðið - 24.02.2012, Side 6
24. febrúar 2012 FÖSTUDAGUR6 KJÖRKASSINN Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Glæný Bláskel frá Stykkishólmi OPIÐ LAUGARDAGA 10-15.00 HUMAR 2.000 kr.kg FERSKUR TÚNFISKUR 690 kr. pr. 100 gr. 3.990 kr.kg HUMAR Stærð 18-24 VERSLUN Í vikunni var hafist handa við uppsetningu innréttinga í stór- hýsi byggingavöruverslunarinnar Bauhaus við Vesturlandsveg. Miðað við gang framkvæmda má ætla að verslunin, sem er um 21 þúsund fermetri að stærð, verði opnuð áður en vorverk hefjast fyrir alvöru. Ekki hefur þó enn verið gefin upp dagsetning opnunarinnar. Þegar ljósmyndari Fréttablaðs- ins sótti húsið heim í gær sagði hann upplifunina helst minna á atriðið þar sem Stuðmenn sækja heim lítið félagsheimili úti á landi í bíómyndinni Með allt á hreinu. Húsið væri miklu stærra að innan en utan. „Það segja þetta margir,“ segir Halldór Óskar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Bauhaus á Íslandi. „Kassar eru oft þannig. Þegar maður er kominn inn þá sér maður hvað þetta er mikill geimur.“ Í svo stórt hús þarf líka töluvert magn af vörum. Halldór segir magnið raunar slíkt að samn- ingurinn um flutning þess sé stærsti einstaki slíkur samning- ur sem Eimskip hefur hefur gert. „Í heildina erum við að tala um 500 fjörutíu feta gáma sem eru að koma hér með vörur í verslunina,“ segir Halldór, en vörurnar koma mestan part frá aðallager fyrir- tækisins í Danmörku. Annars segir Halldór góðan gang í undirbúningi opnunar. Búið er að skrifa undir ráðningarsamn- inga við rétt rúmlega 50 manns. „En í heildina ráðum við svona 80 til 90 manns. Svo styttist bara í opnun með rísandi sól.“ - óká Hafin er uppsetning innréttinga í nýrri verslun Bauhaus við Vesturlandsveg: Flytja inn 500 gáma af vörum SETJA UPP HILLUR Byggingarvöruverslun Bauhaus verður sú stærsta á landinu, 21 þúsund fermetrar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SÝRLAND, AP Franska fréttakonan Edith Bou- vier, sem særðist í sprengjuárás í borginni Homs á miðvikudag, óskar eftir því að frönsk stjórnvöld aðstoði sig við að komast úr landi. Hún er tvífótbrotin, hefur fengið einhverja læknismeðferð en þarf á aðgerð að halda sem vart er í boði í Sýrlandi. Fulltrúar frá Bandaríkjunum, fleiri Vestur- löndum og frá arabalöndum voru í gær í Lond- on að undirbúa kröfur um að Bashar al-Assad Sýrlandsforseti fallist á vopnahlé svo hægt verði að koma fólki til hjálpar á þeim stöðum sem verst hafa orðið úti. Um þrjátíu manns létu lífið í árásum stjórnar hersins á Homs á miðvikudag, þar á meðal tveir vestrænir blaðamenn. Linnulaus- ar árásir á íbúa borgarinnar hafa staðið yfir í um þrjár vikur. Hundruð manna hafa látið lífið og hefur árásunum verið líkt við suma verstu stríðsglæpi sögunnar. Aðgerðir hersins gegn mótmælendum og uppreisnarmönnum hafa kostað þúsundir manna lífið undanfarið ár. Sameinuðu þjóðirnar hafa tekið saman lista yfir háttsetta sýrlenska ráðamenn sem gætu átt yfir höfði sér málaferli vegna glæpa gegn mannkyni. Evrópusambandið hefur þegar samþykkt refsiaðgerðir gegn 70 sýrlenskum ráðamönnum og í undirbúningi er að setja fleiri á þann lista. - gb Helstu ráðamenn í Sýrlandi á lista Sameinuðu þjóðanna yfir líklega sakamenn: Krafa um að Sýrlandsforseti fallist á vopnahlé ELDAR LOGA Í HOMS Linnulausar árásir á íbúa borgar- innar hafa staðið vikum saman. NORDICPHOTOS/AFP FRÉTTASKÝRING Eiga fleiri dómsmál á hendur fyrr- verandi stjórnendum Kaupþings eftir að líta dagsins ljós? Þrátt fyrir að sérstakur saksókn- ari hafi gefið út ákæru í máli sem kennt er við katarska sjeikinn Al Thani þýðir það ekki að fyrrver- andi stjórnendur í Kaupþingi séu komnir fyrir vind í öðrum málum sem hafa verið til rannsóknar hjá embættinu. Rannsókn allnokkurra mála sem tengjast Kaupþingi er enn í fullum gangi hjá embættinu, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sér- staks saksóknara, og gæti leitt til útgáfu ákæra. Ákæran í Al Thani-málinu er sú fyrsta sem tengist Kaupþingi. Þar eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrver- andi stjórnarformaður, Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri bankans í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, stærsti eigandi bank- ans, ákærðir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun vegna 26 millj- arða króna lánveitinga í september 2008. Keyptu þriðjung allra eigin bréfa En það er bara eitt mál af mörgum. Af hinum ber fyrst að nefna grun um umfangsmikil kaup deildar eigin viðskipta Kaupþings í bank- anum sjálfum, sem saksóknari rannsakar sem mark- aðsmisnotkun. Yfirstjórnendur bankans eru taldir hafa skipu- lagt kaupin til að halda uppi gengi bréfa í bankanum. Árin 2005 til 2008 keypti bankinn sjálfur 29 prósent af öllu útgefnu hlutafé í sjálfum sér. Taldir hafa bjargað eigin skinni Saksóknari hefur einnig lagt tals- verða áherslu á rannsókn máls sem kennt hefur verið við eignar- haldsfélagið Lindsor Holdings Cor- poration á Tortóla. Það félag fékk 27,4 milljarða króna lán frá Kaup- þingi 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett, sem var notað til að kaupa skuldabréf sem voru að hrapa í verði af Kaupþingi í Lúxemborg, starfsmönnum bank- ans og félagi í eigu Skúla Þorvalds- sonar, eins stærsta skuldara Kaup- þingssamstæðunnar. Inn í það mál fléttast þrettán milljarða króna millifærsla inn á reikning félagsins Marple Hold- ings S.A., sem var í eigu Skúla. Skjöl vegna þessara viðskipta eru talin hafa verið fölsuð eftir banka- hrun. Lánuðu vildarkúnnum tugmilljarða Kaupþing lánaði jafnframt félögum í eigu áðurnefnds Skúla, Egils Ágústssonar, sem kenndur er við félagið Íslensk- ameríska, og breska kaup- sýslumannsins Kevins Stanford, háar fjárhæðir til að kaupa bréf í bankanum. Þetta er talið varða við lagaákvæði um bæði umboðssvik og markaðsmisnotkun. Að síðustu eru til rannsóknar risavaxin lán, samtals að and- virði tæplega 82 milljarðar króna, til félaga að mestu í eigu þess- ara sömu þriggja manna, Skúla, Egils og Stanfords, til að kaupa skuldatryggingar á Kaupþing til að lækka skuldatryggingarálagið og mæta veðköllum frá Deutsche Bank. Þessu til viðbótar lágu enn fleiri mál í stærri kantinum tengd Kaup- þingi til grundvallar húsleitum hjá Kaupþingi í Lúxemborg fyrir tæpu ári. Upplýsingar um þau hafa ekki enn orðið opinberar. stigur@frettabladid.is Fleiri mál vofa yfir Kaupþingsmönnum Ákæra í Al Thani-málinu þýðir ekki að fyrrverandi stjórnendur Kaupþings verði ekki sóttir til saka fyrir aðrar viðskiptafléttur. Ýmis önnur mál til rannsóknar. FERÐAIÐNAÐUR WOW air hefur gengið frá ráðningum á flugfreyj- um og flugþjónum, en umsóknar- frestur vegna starfa flugstjóra og flugmanna rennur út um næstu mánaðamót. Fyrirtækið undirbýr nú áætl- unarflug sumarsins og hefur til afnota tvær Airbus A320 far- þegaþotur. Önnur er merkt WOW Force One með fjólubláum stöfum. „Við erum nýtt og ferskt fyrirtæki og leggjum áherslu á að farþegum okkar finnist gaman að fljúga með okkur. Sem leið að því markmiði verða merkingar á vélum okkar skemmtilegar og athyglisverðar,“ er haft eftir Guðmundi Arnari Guðmundssyni, markaðsstjóra félagsins, í tilkynningu þess. - óká WOW Force One í loftið: Flugmennirnir ráðnir næst NÝJAR MERKINGAR WOW air leggur áherslu á óhefðbundnar og skemmti- legar merkingar véla sinna. MYND/WOW AIR Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir allnokkur mál sem tengjast Kaupþingi – og reyndar föllnu bönkunum öllum – enn vera til rannsóknar hjá embættinu. „Þau eru á misjöfnu stigi enda komu þau ekki öll til okkar í einu lagi. Í sumum þeirra er farið að síga á seinni hluta rannsóknarinnar,“ segir hann. Spurður hvort ekki sé venja við rannsókn sakamála að ákæra sakborninga í einu lagi fyrir öll þau brot sem þeim eru gefin að sök, segir Ólafur að það gæti reynst erfitt í þessum málum og hugsanlega íþyngjandi fyrir suma sakborninga. Það séu ekki alltaf nákvæmlega sömu mennirnir sem eiga aðild að öllum málunum og hugsanlegt sé að einhver verði ákærður fyrir lít- inn þátt í einu máli en eigi engan þátt í öðrum. Óheppilegt væri fyrir þann mann að þurfa að bíða þess að rannsókn á heilum banka lyki áður en hann yrði ákærður í full- rannsökuðu máli. Ólafur segir lögin eiga að girða fyrir það að menn geti orðið fyrir réttarspjöllum af þessum völdum. „Ákvæði laga um hegningarauka eiga að gera aðstöðu þeirra sem fá þetta á sig í tvennu eða þrennu lagi nákvæmlega þá sömu og ef viðkomandi hefði verið dæmdur í einu lagi,“ segir Ólafur. „En það verður örugglega tekist á um þetta atriði fyrir dómi með einum eða öðrum hætti.“ Ekki verra að slíta málin í sundur MEIRA VÆNTANLEGT Þeir Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Sigurður Einarsson eru enn undir smásjá Ólafs Þórs Haukssonar vegna ýmissa mála. FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT MYND Finnst þér fyrirhuguð hækkun bílastæðagjalds í Reykjavík rétt- lætanleg? Já 24% Nei 76% SPURNING DAGSINS: Munt þú frekar kaupa D-víta- mínbætta mjólk en hefðbundna? Segðu skoðun þína á Visir.is.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.