Fréttablaðið - 24.03.2012, Side 4

Fréttablaðið - 24.03.2012, Side 4
24. mars 2012 LAUGARDAGUR4 SKIPULAGSMÁL Hópur fjárfesta sem bauð hæst í Perluna í útboði Orku- veitunnar hefur óskað eftir afstöðu skipulagsráðs til tillögu sem felur í sér tvær viðbyggingar við húsið sem bera muni nafnið Náttúruperlan. Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði nýbygging norðan megin við núverandi byggingu sem verði að hluta til neðanjarðar og muni hýsa Náttúrugripasafn Íslands og aðra tengda safnastarfsemi sem teng- ist íslenskri náttúru. Einnig gerir tillagan ráð fyrir að byggð verði nýbygging undir heilsulind vest- an megin við núverandi byggingu í tengslum við útilaugar sem myndu umlykja núverandi byggingar,“ segir í erindi Freys Frostasonar arkitekts fyrir hönd Garðars K. Vilhjálmssonar, sem fer fyrir hæst- bjóðendunum. Fram kemur að nýbyggingin undir Náttúrugripasafnið eigi að vera 3.500 fermetrar norðan megin við Perluna og viðbyggingin fyrir heilsulindina 1.500 fermetrar við Perluna vestanverða. Byggingarn- ar eiga að vera lágreistar og falla sem best að landslaginu. Þá verði möguleiki að bæta 1.500 fermetrum við gólfflöt Perlunnar sjálfrar með þremur milliloftum. „Samkvæmt tillögunni mun núverandi hús Perlunnar nýtast sem aðkoma að heilsulind og nátt- úrugripasafni. Veitingaaðstaða mun einnig vera áfram á efri hæðum núverandi húss ásamt aðstöðu fyrir þjónustu og verslun fyrir ferða- menn 1. hæð,“ segir í erindinu. Eins og kunnugt er voru Garðar og félagar hæstbjóðendur í söluút- boði Orkuveitunnar með 1.688,8 milljóna króna tilboð. Orkuveit- an gaf þeim frest til 31. mars til að gera hagkvæmniathugun sem meðal annars felur í sér aukið bygg- ingarmagn og breytta lóðarnýtingu við Perluna. Aðeins vika er þar til fresturinn rennur út. Skipulags- ráð borgarinnar fundar í næstu viku og tekur þá væntanlega fyrir- spurn Garðars fyrir. Alls óvíst er að hún fái jákvæðar undirtekir strax í fyrstu umferð. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsinga- fulltrúi OR, segir að engin beiðni hafi borist frá hæstbjóðanda um að fresturinn verði framlengdur. „Ég held að það sé ekkert útilokað en stjórn Orkuveitunnar mun væntan- lega taka ákvörðun um framhald- ið þegar fresturinn er úti. Þangað til er boltinn hjá hæstbjóðanda,“ svarar Eiríkur aðspurður hvort til greina komi að lengja frestinn. gar@frettabladid.is Perlan verði Náttúruperlan Hæstbjóðendur vilja reisa 3.500 fermetra viðbyggingu við Perluna fyrir Náttúrugripasafnið. Gert er ráð fyrir 1.500 fermetra viðbyggingu undir heilsulind. Kaupréttur rennur út eftir viku og óvíst með framhald. „NÁTTÚRUPERLAN“ Hæstbjóðendur í útboði Orkuveitunnar segjast vilja styrkja stöðu Perlunnar sem viðkomustað ferðamanna. Auka á möguleikana í útivist í Öskjuhlíð. ÚR LOFTI Meðal breytinga sem óskað er eftir er bygging heilsulindar með laugum og stór viðbygging undir Náttúrugripasafn Íslands. MYNDIR/FREYR FROSTASON - THG ARKITEKTAR NÁTTÚRUGRIPASAFN Starfsemi tengd íslenskri náttúru á að eiga vettvang í Nátt- úruperlunni. GENGIÐ 23.03.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 228,2156 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,78 126,38 199,50 200,46 166,57 167,51 22,399 22,531 21,811 21,939 18,649 18,759 1,5206 1,5294 193,94 195,10 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is SVEITARSTJÓRNIR Stjórn Eftirlauna- sjóðs starfsmanna Hafnarfjarðar ætlar að láta gera úttekt á orsök- um þeirrar stöðu sem sjóðurinn er í. Það er gert í ljósi umræðu um ábyrgð stjórnarmanna á líf- eyrisskuldbindingum vegna ESH. Tryggingastærðfræðingur á að meta hver sé tilurð skuldbind- ingarinnar, skipt eftir tímabilum frá stofnun sjóðsins og hve stóran hluta hennar megi rekja til þeirr- ar staðreyndar að iðgjöld standi ekki undir réttindum og hve stór- an hluta má rekja til ákvarðana sjóðsstjórnar á hverjum tíma. Þó ekki geti orðið um nákvæma útreikninga að ræða er mikil- vægt að dregin verði upp heildar- mynd af skuldbindingunum. Full- trúar allra flokka í bæjarráði segjast fagna úttektinni. - gar Iðgjöldin duga ekki: Úttekt gerð á eftirlaunasjóði Í blaðinu í gær var farið rangt með upphæð láns sem Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi 6. október 2008. Hið rétta er að lánið nam 500 milljónum evra. LEIÐRÉTTING ÍÞRÓTTIR Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins og Akureyrar munu etja kappi í slöngusvigi í Hlíðar- fjalli í dag. Slökkviliðsmennirnir munu renna sér niður brekkurn- ar í slökkviliðsbúningi og halda á brunaslöngu á milli sín. Þá hefur færibandalyfta fyrir börn verið lengd úr 42 metrum í 63 metra. Á fimmtudag vígðu nemendur í Síðuskóla þessa lengri lyftu, en það var hópurinn Vinir Hlíðarfjalls sem styrkti lengingu lyftunnar. - þeb Sérstök keppni í Hlíðarfjalli: Slökkvilið etja kappi á skíðum SVEITASTJÓRNARMÁL Aukið hlutverk landshlutasamtaka sveitarfélaga í tengslum við yfirtöku verk- efna frá ríkinu stefnir í að upp byggist þriðja stjórnsýslustigið á Íslandi, sagði Halldór Hall- dórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, á lands- þingi sambandsins á föstudag. Halldór benti á að við yfir- færslu á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga hafi verið miðað við að hvert þjónustu- svæði væri með að lágmarki 8.000 íbúa. Aðeins sjö af 75 sveit- arfélögum upp- fylli það skil- yrði. Því hafi sveitarfélögin þurft að taka upp samstarf í þessum mála- flokki. „Ef það sama mu n ver ð a reyndin þegar þjónusta við aldrað fólk, og hugsanlega heilsu- gæsla einnig, verður tekin yfir af sveitarfélögunum má segja að einhvers konar þriðja stjórn- sýslustig geti verið að mynd- ast hér á landi,“ sagði Halldór í erindi sínu. Hann sagði mikil- vægt að vanda til flutnings verk- efna og ætla rúman tíma til þess. „Við verðum að ræða þann lýð- ræðishalla sem mun eiga sér stað ef aukin verkefni og ábyrgð flytj- ast til byggðasamlaga eða lands- hlutasamtaka sem ekki bera beina ábyrgð gagnvart íbúunum þar sem þeir koma ekki að beinni kosningu í stjórnir slíkra sam- starfsverkefna.“ - bj Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga vill fara varlega í yfirfærslu verkefna: Stefnir í þriðja stjórnsýslustigið HALLDÓR HALLDÓRSSON LÖGREGLUMÁL Einar Marteinsson segist vera hættur í vélhjólasam- tökunum Hells Angels. Hann hefur verið leiðtogi samtakanna síðan þau voru formlega stofnuð hér á landi í fyrra. DV greindi frá því í gær að Einar hafi hringt úr gæsluvarð- haldi á ritstjórn blaðsins og sagt: „Ég er hættur í Hells Angels. Ég ætla ekkert að ræða það frekar, en ég er hættur og þetta er staðfest.“ Hann hefur verið í haldi undanfar- ið vegna gruns um aðild að grófri líkamsárás í Hafnarfirði. Einar „Boom“ hringdi í DV: Segist hættur í Hells Angels VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 19° 18° 14° 18° 17° 11° 11° 21° 18° 18° 15° 29° 14° 20° 12° 13°Á MORGUN 8-13 m/s V-til annars hægari MÁNUDAGUR Vaxandi S-átt V-til. 5 4 3 6 2 2 7 16 9 8 5 9 9 10 11 6 10 9 8 6 8 10 10 11 7 10 9 89 8 12 12 YLUR Jú það er mars! Bjartviðri á N-og A-verðu land- inu í dag og hiti að 15 stigum. Strekk- ingur SV-til í dag en nokkuð hlýtt. Hlýtt áfram næstu daga en dregur fyrir og má búast við úrkomu a.m.k. S- og V-til. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.