Fréttablaðið - 24.03.2012, Side 93
LAUGARDAGUR 24. mars 2012 57
Söngkonan Rihanna segist njóta
þess að borða góðan mat en popp-
korn er í mestu uppáhaldi hjá
henni um þessar mundir.
„Uppáhaldsmaturinn minn
þessa stundina er örbylgjupopp
með smjöri. Þegar ég er í Lond-
on er ég umkringd ekta mat frá
Jamaíka og borða þess háttar
mat á hverjum einasta degi,“
sagði söngkonan vinsæla í viðtali
við tímaritið Women’s Fitness.
Í öðrum fréttum af söng-
konunni þá heldur vefmiðillinn
TMZ.com því fram að Rihanna
eigi vingott með hinum nýfrá-
skilda Ashton Kutcher. Talsmenn
beggja neita þó sögusögnunum.
Elskar popp
ELSKAR POPP Uppáhaldsréttur Rihönnu
um þessar mundir er örbylgjupopp.
NORDICPHOTOS/GETTY
San Marínó hefur nú lagt til nýjan texta
við framlag sitt til Eurovision söngva-
keppninnar í Baku í maí.
Um helgina var tilkynnt að textinn við
lag þeirra Facebook Uh, Oh, Oh bryti í
bága við reglur keppninnar þar sem boð-
skapur hans þótti auglýsa samskipta-
síðuna of mikið. Fengu aðstandendur
lagsins frest til föstudags til að skila
inn nýjum texta, ellegar vera dæmd úr
keppni.
Texta lagsins hefur nú verið breytt og
hvergi er minnst á Facebook í honum,
en minnst var á heiti síðunnar ellefu
sinnum í gamla textanum. Myndband-
inu hefur einnig verið breytt lítillega
og nafn Facebook sést nú hvergi í því.
Allir sem þekkja til síðunnar kannast
þó eflaust vel við umhverfi myndbands-
ins, þar sem það gerist að miklu leyti á
Facebook-síðu söngkonunnar Valentinu
Monetta.
Lagið heitir nú Social Network Song
(OH OH - Uh - OH OH) og þó boðskapur-
inn sé sá sami og í fyrri textanum virð-
ist það þó sleppa framhjá reglunum að
þessu sinni.
San Marínó keppir í sömu undanúr-
slitakeppni og við Íslendingar, þann 22.
maí, og verður ellefta atriði á svið. Það
eru því miklar líkur á að Jónsi og Greta
Salóme eigi eftir að rekast á Valentinu í
Baku. Spurning hvort þau komi til með
að verða Facebook vinir í kjölfarið. - trs
Breyttur texti frá San Marínó
SMÁVÆGILEGAR BREYTINGAR Texti lagsins Social Network Song (OH
OH - Uh - OH OH) fjallar enn um samskiptasíðuna Facebook, en nefnir
hana ekki á nafn og sleppur því framhjá reglum keppninnar að þessu
sinni.
Grensásvegur 8
Sími: 517 2040
Opið
mánud-föstud. 11-18
laugard. 11-16
facebook.com/xenaskoverslun
St. 40-46 Verð 7.295.-
St. 41-46 Verð 12.995.-
St. 41-46 Verð 7.595.-
Teg. 1611
Teg. 421
Teg. 9882
ÍS
LE
N
SK
A
SI
A.
IS
I
C
E
5
90
51
0
3/
12