Fréttablaðið - 24.03.2012, Side 76
24. mars 2012 LAUGARDAGUR40
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000.
timamot@frettabladid.is
HARRY HOUDINI TÖFRAMAÐUR (1874-1926) FÆDDIST Á ÞESSUM DEGI.
„Ég þéna mest í Rússlandi og í París, líklega vegna þess að íbúar þessara landa
eru svo viljugir til að láta skemmta sér, að sjá eitthvað nýtt og óvenjulegt.“
Á þessum degi árið 1973 voru Kjarvalsstaðir
teknir í notkun. Safnið var reist í minningu eins
mesta listamanns sem Ísland hefur alið, Jóhann-
esar S. Kjarvals. Því var valinn staður á Miklatúni
í hjarta Reykjavíkur en smíði safnsins hófst árið
1966 við það að Jóhannes S. Kjarval tók sjálfur
fyrstu skóflustunguna. Kjarval var því miður ekki
enn á lífi þegar byggingu safnsins lauk en hann
lést 13. apríl 1972.
Kjarvalsstaðir eru teiknaðir af Hannesi Davíðs-
syni arkitekt og skiptast í tvær meginálmur með
tengibyggingu á milli. Í safninu er nú varðveitt
listaverkaeign Reykjavíkurborgar sem telur
meðal annars stórt safn verka listamannsins ást-
sæla sem safnið er nefnt eftir. Áhersla safnsins
er á samtímalist með sýningum á verkum eftir
íslenska sem erlenda listamenn. Þó eru málverk
Kjarvals ávallt til sýnis í austursal safnsins.
ÞETTA GERÐIST: 24. MARS 1973
Kjarvalsstaðir opnaðir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍN JÚLÍANA GUÐLAUGSDÓTTIR
Hrútsstöðum, Dalasýslu,
lést á Heilbrigiðsstofnun Vesturlands,
Akranesi þann 21. mars.
Böðvar Bjarki Magnússon
Bergþóra Jónsdóttir
Guðlaugur Ellertsson Kristbjörg Einarsdóttir
Guðrún Ellertsdóttir Ragnar M. Hauksson
Barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
MAGNEA ÓSK ÓSKARSDÓTTIR
Hátúni 10, Reykjavík,
Lést á heimili sínu þriðjudaginn 13. mars.
Útförin fer fram frá Safnaðarheimilinu í
Sandgerði þriðjudaginn 27. mars kl. 13.00.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, hlýju og vinarþel við andlát og
útför elskulegrar móður, tengdamóður
og ömmu,
INGIBJARGAR MAGNÚSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Dvalarheimilis aldraðra Borgarnesi
sem annaðist hana af einstakri alúð og kærleika síðustu misserin.
Rebekka Björk Þiðriksdóttir Viðar Pétursson
Hjalti Viðarsson Flora Josephine Liste
Kári Viðarsson
Ingbjörg Viðarsdóttir Óli Ívarsson
Þiðrik Örn Viðarsson Valgerður Hlín Kristmannsdóttir
og langömmubörn.
90 ára afmæli
Jón R. Hjálmarsson,
fyrrv. fræðslustjóri, verður
níræður 28. mars nk. Af því til-
efni býður hann ætting jum og
vinum til mannfagnaðar í safn-
aðarheimili Neskirkju í Reykja-
vík sama dag kl. 17-19.
Hann frábiður sér blóm og g jafir,
en gestum gefst kostur á að
kaupa litla bók; Nota bene - Latína á Íslandi, sem Jón
gefur út í tilefni dagsins.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
EINARS GUÐMUNDSSONAR
kennara.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og
nemendum Kársnesskóla.
Sigrún Magnúsdóttir
Lúðvík Sveinn Einarsson
Guðmundur Ragnar Einarsson Sólrún E. Sæmundsen
Guðrún Hallgrímsdóttir
Sigurliði Guðmundsson Ríkey Guðmundsdóttir
Katrín Guðmundsdóttir
Anna Þórdís Guðmundsdóttir Jón Steinar Guðjónsson
og barnabörn.
Þökkum af alhug vináttu og hlýhug við
andlát og útför elskulegs eiginmanns míns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
GUNNARS AUÐUNSSONAR
skipstjóra,
Vallarbraut 8, Seltjarnarnesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á
Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
fyrir góða umönnun.
Gróa Eyjólfsdóttir
og fjölskylda.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við
andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
FRIÐGERÐAR LAUFEYJAR
ODDMUNDSDÓTTUR
Bárugötu 9, Dalvík.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á
Hornbrekku, heimili aldraðra í Ólafsfirði, fyrir einstaka umönnun
og hlýhug.
Sigurlaug G. Sverrisdóttir Gunnþór Árnason
Sveinbjörn Sverrisson Sigrún Sumarliðadóttir
Guðný Rut Sverrisdóttir Ólafur Viðar Hauksson
barnabörn og barnabarnabarn.
Lífstöltið fer fram í annað skiptið í
Reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ í dag.
Töltmótið, sem er einungis fyrir konur,
er haldið til styrktar Lífi, styrktar-
félagi Kvennadeildar LSH. „Tólf
flottar hestakonur hjá Herði tóku sig
saman í fyrra og héldu þetta mót. Það
gekk svo vel að það var ákveðið að gera
þetta að árlegum viðburði,“ segir Sig-
ríður Sigmarsdóttir, nýráðinn fram-
kvæmdastjóri Lífs.
Líf var stofnað árið 2009 og hefur
þann tilgang að styrkja Kvennadeild
Landspítalans, meðal annars með því
að bæta aðbúnað og þjónustu við konur
og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í
fæðingu og sængurlegu. Þó Lífstöltið
sé einungis ætlað konum, leggur Líf
áherslu á að það sé félag sem einnig
er ætlað körlum. Börn margra þeirra
fæðast á Kvennadeildinni og margir
dvelja þar á meðan á fæðingu og sæng-
urlegu stendur.
„Í fyrra voru um 100 þátttakend-
ur og safnaðist 1,1 milljón króna. Það
stefnir í metþátttöku í ár,“ segir Sig-
ríður. Á mótinu verður keppt í fjór-
um flokkum, byrjendur, minna vanar,
meira vanar og í opnum flokki og Sig-
ríður segir mótið vera frábæran stökk-
pall fyrir byrjendur.
Fyrsta verkefni Lífs var að ljúka við
framkvæmdir á húsnæði meðgöngu- og
sængurkvennadeildar 22A, en nánast
engar endurbætur höfðu verið gerðar
frá byggingu þess árið 1973. Um helm-
ingur deildarinnar hafði verið endur-
nýjaður en ekki tókst að ljúka fram-
kvæmdum vegna fjárskorts. Fyrir
rúmu ári var haldin landssöfnun til
styrktar Lífi á Stöð 2. Þá söfnuðust um
65 milljónir fyrir félagið og í kjölfar-
ið tókst að ljúka við framkvæmdir á
deildinni. Sigríður segir að næst á dag-
skrá sé að snúa sér að öðrum deildum
innan Kvennadeildarinnar.
Mótið hefst klukkan 10 en formleg
setningarathöfn verður klukkan 14. Að
setningarathöfninni lokinni hefst hin
svokallaða Brjóstamjólkurreið. Þá er
keppt í boðtölti undir stjórn fjögurra
liðsstjóra, sem í ár verða þau Bryndís
Ásmundsdóttir, Helgi Björnsson, Hilm-
ir Snær Guðnason og Magni Ásgeirs-
son. Þetta verður þó ekkert venjulegt
boðtölt því keppendur þurfa ekki ein-
ungis að hugsa um að vera á mettíma,
heldur þurfa þeir einnig að ríða með
fulla könnu af brjóstamjólk og reyna
að hella sem minnstu út fyrir. Sigríður
segir brjóstamjólkurreiðina hafa vakið
mikla lukku í fyrra og að mikið hafi
verið hlegið, og hvetur í leiðinni alla
til að kíkja í Reiðhöllina í dag.
TÖLT VERÐUR TIL STYRKTAR LÍFI Í DAG Í REIÐHÖLL HARÐAR Í MOSFELLSBÆ
RIÐIÐ MEÐ BRJÓSTAMJÓLK
LÍF Sigríður Sigmarsdóttir er framkvæmdastjóri Lífs. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA