Fréttablaðið - 24.03.2012, Side 35

Fréttablaðið - 24.03.2012, Side 35
BRÚÐKAUP LAUGARDAGUR 24. MARS 2012 Kynningarblað Morgungjafir Brúðarskart Dekur Matur og gisting Ólíkir giftingasiðir Fróðleikur Við dekrum vel við brúð-hjón hér hjá Laugum Spa og bjóðum upp á sérstakt Brúðhjónadekur,“ segir Aðalheið- ur Ýr Ólafsdóttir snyrti fræðingur hjá Laugum Spa. Brúðhjóna dekrið er hálfur dagur sem tilvonandi brúðhjón geta eytt saman fyrir stóra daginn eða farið í eftir að veisluhöldum er lokið. „Dagurinn byrjar með tyrk- nesku baði. Eftir það tekur við para nudd. Svo fá þau létta mál- tíð inni í Baðstofunni og léttvíns- glas með og borða bara saman á sloppunum, mjög afslappað og kósý,“ segir Aðalheiður. „Eftir matinn fara þau saman í andlits- bað og fótsnyrtingu og geta látið fara vel um sig í lazyboy-stólum á meðan. Þau geta líka fengið hand- snyrtingu meðan þau liggja í stól- unum.“ Aðalheiður segir Brúðhjóna- dekur mjög vinsælt í brúðargjaf- ir. Þá koma brúðhjónin saman á hveitibrauðsdögunum og slaka á, sem er vel þegin gjöf eftir langan og strangan brúðkaupsundirbún- ing. Mörg brúðhjón kaupi sér líka Brúðkaupsdekurdag sjálf og skelli sér saman til að fríska sig upp fyrir athöfnina. „Það er líka hægt að koma saman í einstakar nudd meðferðir í paraherbergið. Við erum til dæmis með súkkulaðinudd sem er mjög vinsælt í kringum brúðkaup og fyrir Valentínusardaginn. Þau eru þá nudduð upp úr ekta súkkul- aði sem blandað er ilmolíum. Við höfum boðið upp á þessa meðferð í nokkur ár og hún er mjög vinsæl hjá okkur,“ segir Aðalheiður. Aðspurð hvort brúðgumarnir séu viljugir að mæta í dekur segir Aðalheiður þá oft halda að dekur sé bara fyrir konur til að byrja með en svo snúist þeim hugur. „Þeir verða mjög hrifnir þegar þeir mæta og koma svo aftur og aftur og leyfa sér jafnvel meira dekur en konurnar. Þeir fara mikið í fótsnyrtingu og handsnyrtingu eða andlitsbað og nudd fyrir brúð- kaupsdaginn, en konurnar koma í gelneglur, andlitsbað eða litun og plokkun fyrir stóra daginn. Það er líka vinsælt að koma í airbrush daginn fyrir brúðkaupið.“ Í Baðstofunni í Laugum Spa eru sex misheitar blautgufur og þurrgufur með mismunandi ilmi, nuddpottur með jarðsjó, heit og köld sjóböð og sérstakar fótalaug- ar. Þar er sex metra breiður foss sem hægt er að baða sig undir, matsölustaður og slökunarher- bergi með arineldi. Þá er einnig aðgangur að sundlauginni í Laug- ardal. Allir sem koma í Baðstofuna fá slopp og handklæði og segir Að- alheiður vinsælt að mæta með vini og ættingja fyrir brúðkaup. „Hópurinn getur þá borðað þar saman og farið í laugarnar. Gæsa- og steggjahópar nýta sér einnig Baðstofuna mikið. Þá eru verðandi brúðir sendar í nudd meðan vin- konurnar eru í pottunum. Strák- arnir eru meira í því að senda stegginn í vax og stríða honum svolítið en svo taka bara við nota- legheit í Baðstofunni á eftir,“ segir hún. Dekrað við turtildúfur í Laugum Spa Tyrkneskt bað, súkkulaðinudd og heitir pottar er bara brot af því sem brúðhjónum býðst í Baðstofunni í Laugum Spa. Starfsfólkið leggur sig fram svo að hin verðandi hjón eigi sem notalegasta stund saman. Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir snyrtifræðingur og samstarfsfólk hennar hjá Laugum Spa taka vel á móti brúðhjónum í dekur. MYND/GVA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.