Fréttablaðið - 24.03.2012, Side 32

Fréttablaðið - 24.03.2012, Side 32
24. mars 2012 LAUGARDAGUR32 Ég er sjóðandi ill nú þegar búið er að þrífa og mála skólavegginn fjórum sinnum til að losna við veggjakrot. Sköpunargleði er aðdáunar- verð en fólk ætti að finna leiðir til að tjá sig sem íþyngja ekki þjóð- félaginu með aukakostnaði. Til hvers að skemma orðstír unga fólksins með því að krota á veggi þar sem það er bannað? Atvinnulistamenn hengja ekki málverkin sín upp úti á götu, eða hvað? Þess í stað leita þeir fjármögnunar og verða frægir með því að sýna á löglegan hátt. Að mínu mati eru hús, grindverk og garðbekkir listmunir í sjálfu sér. Það er ömurlegt að skemma þessa byggingarlist með veggjakroti og það sem meira er; aðferðin eyðir ósónlaginu. Ég skil ekki af hverju þessir brotlegu listamenn eru að hafa fyrir þessu þar sem „listaverk” þeirra eru bara fjarlægð aftur og aftur. Helga ■ ALMAR M. HALLDÓRSSON ■ VEGGJAKROT Lestu bréfin og svaraðu svo spurningunum. Taktu litla PISA-prófið Þekkir þú námsefnið úr grunnskóla nægilega vel til að það nýtist þér í daglegu lífi? Taktu þetta litla próf og kannaðu málið. Hafðu samt í huga að hið raunverulega PISA-próf samanstendur af 100 spurn- ingum og það tekur 2 klukkustundir að svara því. ■ HVERNIG GEKK ÞÉR? EINBEITT Í PRÓFI Þessir nemendur spreyttu sig á Pisa-prófinu í Hólabrekkuskóla á fimmtudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG V ið höfum mýmörg dæmi um að niðurstöðurnar úr PISA-könnuninni hafi nýst beint í skóla- starfinu, bæði við stefnumótun og til upplýsinga,“ segir Almar M. Halldórsson, verkefnastjóri hjá Námsmatsstofnun, sem hefur meðal annars PISA- könnunina á sinni könnu. Hann segir könnunina hafa mikið gildi fyrir íslenskt samfélag. Hann nefnir sem dæmi umræðuna um að fjórðungur íslenskra drengja geti ekki lesið sér til gagns. Þær niðurstöður hafi einmitt verið fengnar úr PISA- könnun ársins 2009. „Eftir að þessar niðurstöður birtust spratt hópur rithöfunda fram á völlinn og bjó til hópinn „Alvara málsins“ til að vekja athygli á ástandinu. Það er gott dæmi um hvernig upplýs- ingar úr PISA-prófinu hafa verið nýttar.“ Hann segir að nú starfi um 12 faggreinakenn- arar úr grunnskólum í Reykjavík með Menntavís- indasviði Háskóla Íslands að því að gera breyt- ingar á kennslu sinni, í anda kenningaramma OECD um lesskilning og læsi, sem prófað er út frá í Pisa-prófinu. Þetta segir hann ekki gert til að samræma kennsluaðferðir á milli landa, heldur að skapa kennsluaðferðir sem nýtist nem- endum best í undirbúningi fyrir lífið. „Markmið PISA er alls ekki að vera stýrandi, heldur að taka stöðuna á lesskilningi og læsi eftir grunnskóla til að meta hvort nemendur geti nýtt sér það sem þau hafa lært til að leysa verkefni daglegs lífs sem hugsandi og virkur borgari þarf að takast á við.“ PISA-prófið er nú lagt fyrir íslensk ungmenni í fimmta sinn. Niðurstöðurnar hafa hingað til verið misjafnlega góðar, eftir því í hverju er prófað. Lesskilningur íslenskra barna er þannig yfir með- altali OECD og einungis 10 lönd skora hærra en Ísland þar. Ungmenni í fimmtán löndum eru hins vegar betur læs á stærðfræði og í 23 löndum eru þau betur læs á náttúrufræði, samkvæmt niður- stöðum ársins 2009. „Í náttúrufræðikennslunni höfum við að hluta eða algjörlega hunsað þessa færni, að geta skilið út á hvað námið gengur. Utanbókarlærdómur fyrir próf er ekki nóg, held- ur þurfa nemendur að átta sig á því hvað hugtök í náttúrufræði þýða í raun og veru,“ segir Almar. Slakar niðurstöður hafa ekkert með það að gera að hér hafi nemendur ekki tekið könnuninni alvarlega, eins og stundum hefur verið nefnt, segir Almar. „Ég get staðfest að svo er ekki, ekki frekar en í öðrum löndum. Jú, við myndum hækka ef fleiri tækju prófið alvarlega en árið 2009 sýndu kannanir að 3 af hverjum fjórum nemendum sögð- ust sjálfir hafa lagt sig álíka vel fram og í öðrum prófum í skólanum. Það er hærra hlutfall en á heimsvísu.“ Niðurstöðurnar nýtast beint í skólastarfi þjóðir leggja Pisa- prófið fyrir 15 ára nemendur í ár. Þar af eru öll lönd í Evrópu og Norður-Ameríku, flest lönd í Suður-Ameríku, mörg lönd í Asíu, Ástralía og Nýja-Sjáland. er prófað í PISA – lesskiln- ingur, læsi á stærðfræði og læsi á náttúrufræði. íslenskir nem- endur taka PISA-prófið í ár. sinnum hefur Pisa-könn- unin verið gerð að þessu ári meðtöldu, en hún var lögð fyrir árið 2000, 2003, 2006 og 2009. þjóðir sem tóku þátt í PISA árið 2009 voru með betri árangur í heild í prófinu en Ísland. Þetta voru Ástralía, Belgía, Finn- land, Hong Kong, Japan, Kanada, Kórea, Nýja-Sjáland, Singapúr og Sjanghæ. lönd mældust með marktækt betri árangur í lesskilningi en Ísland árið 2009. Hér er les- skilningur íslenskra barna betri en meðaltal OECD-landanna. lönd voru marktækt hærri en Ísland í stærð- fræðilæsi árið 2009. lönd voru marktækt hærri en Ísland í nátt- úrufræðilæsi árið 2009. Í öllum þátttöku- löndum er les- skilningur stúlkna betri en drengja. Um þessar mundir þreyta grunnskólanemar hið alþjóðlega PISA-próf, sem lagt er fyrir fimmtán ára nemend- ur fjölda þjóðlanda á þriggja ára fresti. Prófað er í lesskiln- ingi, læsi á stærðfræði og læsi á náttúrufræði. Prófið er til þess gert að meta hversu vel skólakerfið hefur undirbúið nemendur sína fyrir lífið og hversu vel þeim muni takast að nýta þekkingu sína og reynslu úr grunnskóla til að leysa úr verkefnum daglegs lífs þegar skyldunámi lýkur. PISA-prófið er ekki einstaklingspróf, nem- endur fá ekki einkunn úr því og niðurstöður þess eru ekki rekjanlegar til þeirra sjálfra. Niðurstöðurnar eru eingöngu notaðar til að meta hversu vel nemendur eru almennt undir- búnir og hvernig þeir standast samanburð við önnur lönd. PISA? Hvað er það og af hverju skiptir það mig máli? Það er ekki hægt a ð útskýra smekk manna. Samfélagið er fullt af boðskiptum og auglýsingum. Fyrirtækjamerki, nöfn á verslunum. Stór yfirþyrmandi plaköt við vegkantana. Er þetta ásættanlegt? Já, í flestum tilfellum. Er veggjakrot ásættanlegt? Sumir segja já, aðrir nei. Hver er það sem geldur fyrir veggjakrotið? Hver er það sem borgar fyrir aug- lýsingarnar á endanum? Alveg rétt. Neytandinn. Hafa þeir sem settu upp auglýsingaskiltin beðið þig um leyfi? Nei. Eiga þá þeir sem stunda veggjakrot að gera það? Er þetta ekki allt bara spurning um boðskipti — þitt eigið nafn, nöfnin á klíkum og stór listaverk á götunum? Hugsaðu um röndóttu og köflóttu fötin sem komu í búðir fyrir nokkrum árum. Og skíðafötin. Mynstrin og litirnir voru stolin beint af flúruðum steinveggj- um. Það er bráðfyndið að þessi mynstur og litir hljóta viðurkenningu og aðdáun en veggjakrot sem gert er í sama stíl þykir hræðilegt. Þetta eru erfiðir tímar fyrir listina. Soffía 1a. Tilgangur þessara bréfa er að: A útskýra hvað veggjakrot er. B setja fram skoðun á veggjakroti. C sýna fram á vinsældir veggjakrots. D segja fólki hve miklu er eytt í að fjarlægja veggjakrot. 1b. Af hverju minnist Soffía á auglýsingar? 1c. Helga nefnir kostnað við að fjarlægja veggjakrot af veggjum og grindverkum. Hvaða annars konar „kostnað” nefnir Helga? ■ NIRFILLINN OG GULLIÐ HANS Dæmisaga eftir Esóp Nirfill nokkur seldi allt sem hann átti og keypti gullklump sem hann gróf ofan í holu í jörðina við hliðina á gömlum vegg. Hann fór daglega að skoða hann. Einn af vinnumönnum hans tók eftir tíðum ferðum nirfilsins á staðinn og ákvað að fylgjast með ferðum hans. Vinnumaðurinn uppgötvaði fljótt leyndar- málið um falda fjársjóðinn og þegar hann gróf niður rakst hann á gullklump- inn og stal honum. Í næstu heimsókn sinni kom nirfillinn að holunni tómri og hóf að reyta hár sitt og kveina hástöfum. Þegar nágranni hans sá hann svona yfirbugaðan af sorg og heyrði ástæðuna sagði hann: „Ég bið þig að syrgja ekki svona; farðu heldur og náðu í stein, settu hann í holuna og ímyndaðu þér að gullið liggi þar enn. Það kemur þér að jafn miklu gagni; því að meðan gullið var þar, þá áttir þú það ekki þar sem þú notaðir það alls ekki neitt.“ 2a. Lestu setningarnar hér fyrir neðan og númeraðu þær í samræmi við röð atburðanna í textanum. Nirfillinn ákvað að skipta öllum peningunum sínum í gullklump. Maður stal gulli nirfilsins. Nirfillinn gróf holu og faldi fjársjóð sinn í henni. Nágranni nirfilsins sagði honum að setja stein í stað gullsins. 2b. Hvernig eignaðist nirfillinn gullklump? 1a. Rétt svar er B. 1 stig fæst fyrir það. 1b. 1 stig fæst fyrir að nefna tengsl milli veggjakrots og auglýsinga, t.d. að auglýsingar séu jafn yfirgnæfandi og veggjakrot, eða að sumum þyki auglýsingar jafn ljótar og málverk gerð með úðabrúsum. 1c. 1 stig gefst fyrir að benda á einhvern kostnað sem nefndur er í text- anum, til dæmis umhverfiskostnað eða að veggjakrotið kosti ungt fólk orðstírinn. 2a. 1 stig fæst fyrir að merkja setningarnar í þessari röð: 1,3,2,4. 2b. 1 stig fæst fyrir að tilgreina að nirfillinn hafi selt allt sem hann átti. Leggðu saman stigin þín og berðu saman við töfluna hér fyrir neðan. 0 stig Þú getur ekki lesið þér til gagns. 1-2 stig Lesskilningur þinn er bágborinn. Þú hefðir gott af því að dusta rykið af grunnskólabókunum. 3-4 stig Lesskilningur þinn er prýðilegur, þó þér veitti ekki af smávegis upp- rifjun á námsefni þínu úr grunnskóla. 5 stig Lesskilningur þinn er mjög góður.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.