Fréttablaðið - 24.03.2012, Side 88
24. mars 2012 LAUGARDAGUR52
popp@frettabladid.is
Kynlíf barna er viðkvæmt
umræðuefni. Einstaklingar
eru í lagalegum skilningi
börn til átján ára aldurs og
löglegur samræðisaldur
er 15 ára. Nýtt frumvarp á
þingi hefur valdið titringi
því fjölmiðlar slógu því upp
að 11 ára stelpur séu farn-
ar að stunda kynlíf og þær
vanti pilluna. Það er enginn
að fetast út í að hjúkrunar-
fræðingar og ljósmæður
fái að skrifa upp á pilluna,
heldur er það þessi nálgun
að kynlífi barna, stúlkna
sérstaklega, sem pirrar
mig.
KYNLÍF Lyfjafyrirtækin eru að
þróa getnaðarvarnapillu handa
karlmönnum. Í kynfræðslutíma
spyr ég stelpurnar hvort þær muni
treysta strák á pillunni og fæ alltaf
sama svarið: Nei. Strákarnir þegja
þunnu hljóði. Með tilkomu pill-
unnar þurftu konur ekki lengur að
krossleggja fingur og treysta á að
sáðfrumurnar lækju út áður en þær
fyndu eggið. (Ef karlinn hefði bara
drullast til að setja á sig smokkinn
þá væri þetta lítið vandamál og
enginn blautur blettur í rúminu). Í
stað þess að veita aukið frelsi finnst
mér pillan vera heftandi. Hún setur
allar getnaðarvarnaskyldur á kon-
una og skilur hana eftir allsbera og
opna fyrir kynsjúkdómum. Það er
meira en getnaður sem getur fylgt
samförum. Þetta ættum við, kyn-
sjúkdómagróðrarstían, að vita. Svo
ekki sé farið út í mögulegar auka-
verkanir þess að taka inn hormóna
daglega. Þingið er víst að reyna að
lækka virðisaukaskatt á smokkum,
einu vörnina sem til er gegn kyn-
sjúkdómum. Það er ekki nóg, hann
þarf að vera hræódýr og aðgengi-
legur börnum, auk stuðnings með
aukinni kynfræðslu. Aðgengi að
smokknum eykur ekki líkur á kyn-
lífi, svo ekki hafa áhyggjur af því.
Þó barnið þitt sé ekki byrjað að
stunda kynlíf þá er það að hugsa
um það.
Smokkurinn á undir högg að
sækja á Íslandi og þessu þurf-
um við að breyta. Ég bið foreldra
að rifja upp þegar barnið spurði
hvernig það hefði orðið til. Upphaf
kynfræðslunnar. Smokkurinn hefði
átt að vera hluti af þessum sam-
ræðum. „Smokkur er gúmmí sem
er sett á typpið svo ekki verði til
annað barn og svo typpið og píkan
fái ekki flensu.“ Einfalt. Enginn
blautur blettur og stelpur og strák-
ar alast upp við það að smokkur sé
bara smokkur sem þau bæði beri
ábyrgð á. Notkun verður hvers-
dagslegur hlutur enda er kynlíf
einmitt það. Nennið þið að koma í
lið með mér? Ég skal útskýra þetta
fyrir börnunum ykkar og aðstoða
ykkur við að gera það líka!
PILLAN, SMOKKURINN
OG BLESSUÐ BÖRNIN
KOMIÐ MEÐ Krakkar eiga að alast upp við að smokkur sé bara smokkur sem báðir
aðilar bera ábyrgð á.
HEILSA Bandarískir vísindamenn við háskólann í Pennsylvaníu hafa
uppgötvað prótein sem getur valdið hármissi. Þeir rannsökuðu sköllótta
karlmenn og tilraunamýs og komu þá auga á þessi prótein.
Verið er að þróa lyf sem geta mögulega komið í veg fyrir hármissi
byggt á niðurstöðunum sem voru birtar í tímaritinu Science Transla-
tional Medicine. Í kjölfarið væri hægt að búa til krem við skalla.
Flestir menn byrja að fá skalla um miðjan aldur og um áttatíu prósent
manna byrja að missa hárið fyrir sjötugt, samkvæmt frétt BBC.
Prótein sem veldur skalla
MEÐ SKALLA Vísindamenn hafa uppgötvað prótein sem getur valdið hármissi.
NORDICPHOTOS/GETTY
KYNLÍF: ÞARFTU HJÁLP?
Sendu Siggu Dögg póst og
segðu henni frá vandamáli
úr bólinu. Lausnin gæti
birst í Fréttablaðinu.
kynlif@frettabladid.is
KYNLÍF Samkvæmt nýjum rann-
sóknum aukast kynlífsórar
kvenna í kringum þann tíma
tíðahringsins þegar egglos á sér
stað.
Margar rannsóknir hafa áður
bent á að kynlífslöngun og kyn-
lífshegðun kvenna tengist því
hvar þær séu staddar í tíða-
hringnum, og hafa eldri rann-
sóknir meðal annars bent á að á
þeim tíma sem egglos á sér stað
er líklegra að konur þrái karl-
mannlegri og harðari karlmenn.
Samkvæmt þessari nýju rann-
sókn, sem var leidd af Samönthu
Dawson við Háskólann í Alberta
í Canada, eru konur líka líklegri
til að vilja kynlíf með fleiri en
einum karlmanni á þessu tíma-
bili tíðahringsins auk þess sem
þær virðast gefa sér meiri tíma
í að láta sig dagdreyma um sína
villtustu kynlífsóra.
Samkvæmt rannsókninni,
sem framkvæmd var þannig
að fylgst var með 27 einhleyp-
um, gagnkynhneigðum konum
í heilan mánuð, eiga konur að
meðaltali 0,77 kynlífsóra á dag,
sem er töluvert hærra hlutfall
en fyrri rannsóknir höfðu sýnt.
Kynlífsórar
kvenna
aukast
TÍSKA Fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld
er staddur í Japan um þessar mundir
þar sem hann sýnir haustlínu Chanel
á tískuvikunni í Tokyo. Lagerfeld er
þekktur fyrir óvægna hreinskilni sína
og lét nokkur orð falla um japönsku þjóð-
ina.
Lagerfeld heimsótti landið síð-
ast fyrir átta árum síðan
og þykir það hafa tekið
nokkrum breytingum.
„Ég tók eftir því að fólk-
ið er stærra en áður
vegna þess að það borð-
ar meira af kökum og
sætindum. Ég tók eftir
því að útlit Japana
hefur breyst mikið,
áður voru þau lítil
en nú eru þau falleg
á þann hátt sem fólk
sem borðar mikið
af óhollustu er fal-
legt,“ sagði hönn-
uðurinn í viðtali við
WWD.
ÓVÆGINN Karl Lagerfeld segir
Japani hafa stækkað mikið
sökum kökuáts.
Laugavegi 7
Opið:
laugardaga frá 11-17
sunnudaga frá 13-18
Vorum að fá nýja
sendingu af
dásamlegu
sumarlínunni
okkar...
expressferdir.is
5 900 100
Lloret de Mar á Costa Brava er nýr áfangastaður Express ferða
á Spáni. Lloret de Mar er heillandi strandbær sem býður upp á
frábæra og fjölskylduvæna afþreyingu; skemmtigarða, köfun,
sólarstrendur, golfvelli og barnvæn leiksvæði.
Allar nánari upplýsingar á www.expressferdir.is
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára. Flogið út 8. júní.
Netverð á mann m.v. 2 fullorðna frá kr. 88.900 kr.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Sólarferðir
Verð á mann
í 7 daga, frá:
Trimar Apartments
78.900 kr.
Costa Brava
SP
ÁN
N
Segir Japani stóra
lifsstill@frettabladid.is
52
MINNKA LÍKUR Á SYKURSÝKI Nýjar rann-
sóknir frá Harvard-háskóla sýna að aukin neysla á
bláberjum, eplum og perum minnkar líkur á sykursýki.