Fréttablaðið - 24.03.2012, Side 30

Fréttablaðið - 24.03.2012, Side 30
24. mars 2012 LAUGARDAGUR30 N úmer hvað notar þú af skóm?“ er næstum því það fyrsta sem Pauline McCarthey segir v ið blaða ma n n Fréttablaðsins sem hún hefur boðið í heimsókn á hlýlegt heimili sitt á Akranesi. Í forstofunni eru nefni- lega til inniskór í öllum stærðum. Það væri ef til vill einkennilegt á flestum heimilum, en er einkar við- eigandi hjá Pauline sem tekur afar oft á móti gestum. „Eina helgina nýverið hurfu þrír pokar af kaffi, það komu svo margir í heimsókn,“ segir Pauline og hlær. Hún hlær mikið og kemst reyndar oft við líka. Þessi tilfinningaríka kona var valin Hvunndagshetja þegar Sam- félagsverðlaun Fréttablaðsins voru afhent á dögunum. Viðurkenningin féll henni í skaut fyrir óeigingjarnt starf sem sjálfboðaliði fyrir Rauða krossinn, fyrir starf sitt fyrir Félag nýrra Íslendinga og ýmis önnur sjálfboðastörf. Pauline opnar til að mynda ætíð heimili sitt um jól fyrir einstæðingum. „Ein jólin vorum við sautján en þetta hefur alltaf blessast, það er nóg pláss hér. Það er alltaf mjög gaman hjá okkur og sannast sagna hef ég aldrei áhyggjur af því hvort ég hafi efni á þessu. Svo höfum við fengið óvæntar matargjafir og stundum kemur fólk með eitt- hvað með sér.,“ segir Pauline sem lifir sannarlega samkvæmt því að sælla sé að gefa en þiggja. Ólst upp í Glasgow „Mér hefur alltaf þótt sjálfsagt að hjálpa öðrum. Ég er alin upp við þá lífsspeki,“ segir Pauline sem óx úr grasi í Glasgow í tíu systkina hópi. Foreldrar hennar voru kaþólskir og fóru oft í messu með barnahópinn. „Sjálfboðastörf voru hluti af upp- eldinu og auðvitað átti að hjálpa náunganum. Pabbi og mamma unnu sjálf sjálfboðastarf fyrir kirkjuna og mamma tók gjarnan tíu bauka með heim úr kirkjunni og sendi okkur svo í göturnar í kringum heimili okkar til þess að safna fé til góðgerðarmála,“ segir Pauline. „Foreldrar mínir voru mér mikl- ar fyrirmyndir, mamma var hús- móðir en faðir minn starfaði í skipasmíðastöð þangað til á átt- unda áratugnum. Þá varð mikill samdráttur og hann missti vinn- una. Í kjölfarið tók hann að sér ýmis störf fyrir kirkjuna en fékk svo starf á vistheimili fyrir drengi sem lent höfðu á glapstigum. Þar var hann tekinn fram yfir fólk sem hafði háskóla- gráður, enda sagðist hann hafa háskólagráðu í barnauppeldi eftir að hafa alið upp tíu börn,“ segir Pauline. „Foreldrar mínir voru bæði skarpgreind en áttu þess ekki kost að læra í háskóla, þeim var því mikið í mun að við gengum mennta- veginn. Ég er lærður meinatæknir og systk- in mín eru öll lang- skólagengin, þannig að sá draumur rættist,“ segir Pauline og sýnir mér stærðarmynd af fjölskyldum systkina sinna og for- eldrum sem skipar heiðurssess í stofunni. Trúboði um árabil Pauline vann í átta ár sem meina- tæknir en þá tók við tímabil þar sem hún starfaði sem trúboði fyrir Sameiningar-kirkjuna (Unification church). „Ég skipti um söfnuð, for- eldrum mínum til lítillar ánægju, og tilheyrði þessu trúfélagi um ára- bil, þangað til mér fór að þykja það of öfgafullt. Ég vann sem trúboði fyrir félagið í mörgum löndum, sinnti alls konar sjálfboðastörf- um, vann til dæmis á munaðar- leysingjahæli í Búlgaríu. Ég var dugleg að safna fé til góðra verka. Stundum stóð ég fyrir skemmtun- um og söng í fjáröflunarskyni. Það hef ég reyndar gert frá unga aldri og geri enn,“ segir Pauline og hlær dátt. Pauline hefur haldið upptekn- um hætti og treður stundum upp hér á landi. Hún hefur einnig gefið út disk en hann er seldur til styrkar Mæðrastyrksnefnd. En að aðdraganda Íslandsferðar. „Í Sameiningar-kirkjunni tíðkaðist að stofnandi trúfélags- ins, hinn kóreski Moon, paraði saman meðlimi trúfélagsins og margir kannast við fjölmennar hjónavígslur trúfélags- ins,“ segir Pauline. „Ég ákvað að láta bara slag standa, enda hafði fyrsta hjónaband mitt með manni sem ég valdi sjálf lokið með skilnaði. Í minn hlut kom íslensk- ur maður og því flutti ég til Íslands sumarið 1993 og gekk í hjóna- band. Ég varð fljótlega ólétt sem var mikil hamingja en meðgang- an reyndist mér afar erfið. Ég fór fljótlega að finna fyrir skelfileg- um verkjum sem bara ágerðust. Það reyndist vera liðagigt og eftir þjáningafulla mánuði þá fékk ég loksins lyf við henni. En meðgangan og fæðingin voru afar erfið,“ segir Pauline sem raunar er óvinnufær vegna gigtar. Gat ekki sinnt sonum sínum Nokkru eftir að sonur hennar, Benedikt, fæddist kom í ljós að hann var einhverfur. Tveimur árum síðar varð Pauline aftur ólétt og gekk aftur í gegnum afar erfiða meðgöngu en henni fæddist annar sonur Patrick. „Ég var svo veik eftir þessa meðgöngu að ég gat ekki hugsað um börnin mín. En veistu hvað, ég trúi því að það góða sem maður gerir skili sér margfalt til baka. Þegar ég var ung, um tvítugt, þá átti ég margar vinkonur sem voru einstæðar mæður. Þær voru alltaf að segja mér að þær fengju aldrei frí þannig að ég bauðst til þess að sjá um börnin þeirra einn laugardag í mánuði. Ég fyllti bílinn af börnum og fór með þau á strönd- ina. Þarna hjálpaði ég vinkonum mínum, og löngu síðar þegar ég var hér á Íslandi veik með ung börn þá fékk ég ómetanlega aðstoð frá vinum sem hjálpuðu mér mikið,“ segir Pauline sem minnist sérstak- lega með hlýju japanskra vina sem aðstoðuðu hana mikið. Þrátt fyrir erfiðleika missti Pauline aldrei móðinn. „Mér var sagt að eldri sonur minn Benedikt myndi aldrei ganga og hann var ekki farinn að tala tveggja ára. En svo kom hvorutveggja. Þessir ynd- islegu drengir mínir hafa báðir þurft mikla umönnun, en þeir hafa gefið mér mikið. Stundum var ég spurð þegar ég var með þá litla og sjálf svona veik hvernig ég kæm- ist í gegnum daginn. En ég hef allt- af verið jákvæð og haft gott fólk í kringum mig. “ Talar við alla Pauline lýsir sjálfri sér sem mik- illi félagsveru og hún á marga vini á Íslandi. „Ég er ekkert feimin og á aldrei erfitt með að tala við fólk. Í neðanjarðarlest í New York er ég farin að tala við alla eftir smá stund og ég get fengið ókunnugt fólk til að taka lagið með mér.“ Pauline bjó í Reykjavík í mörg ár en eftir að hún hafði kynnst núverandi manni sínum Tryggva Sigfússyni afréðu þau að flytja til Akraness. „Mér var sagt af sér- fræðingum að hér væri ein besta sérkennsludeild á landinu en eldri sonur minn lenti í einelti í sínum gamla skóla. Við fluttum búferlum og kunnum vel við okkur.“ Pauline hefur sett svip sinn á bæjarfélagið frá upphafi. „Ég gerð- ist sjálfboðaliði hjá Rauða krossin- um hér og svo bauð ég mig auðvitað fram þegar von var á flóttakon- unum frá Palestínu. Þá var mér reyndar ekki úthlutað fjölskyldu, heldur var ég einfaldlega beðin um að vera þeim öllum innan handar,“ segir Pauline og hlær. „Það kom sér auðvitað vel því ég gat skotist og aðstoðað þær á vinnutíma þegar eitthvað kom upp á.“ Eljusemin hefur vakið athygli á Akranesi og víðar en tilnefningin til Samfélags- verðlaunanna kom Pauline þó alger- lega á óvart. „Ég var svo snortin og hrærð. Ég hef aldrei sinnt sjálf- boðastörfum til að fá athygli, þau eru bara hluti af lífinu.“ Sjálfsagt að hjálpa öðrum Pauline McCarthey hefur aldrei talið eftir sér að rétta öðrum hjálparhönd. Pauline, sem er frá Glasgow, hefur búið á Íslandi um árabil og ætíð sinnt góðgerðarmálum af miklum krafti. Sigríður Björg Tómasdóttir hitti Pauline yfir kaffibolla í vikunni. FLY ME TO THE MOON Pauline lét sig ekki muna um að taka lagið fyrir ljósmyndara Fréttablaðsins þegar hann myndaði hana í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAMFÉLAGSVERÐLAUN Pauline hefur margt á sinni könnu eins og fram kemur í viðtalinu. Meðal verkefna sem hún vinnur að núna er að búa til umbúðir um Freyjunammið Djúpur, sem hana langar til að selja ferðamönnum sem lundaegg. „Fólk sem á fimm barnabörn getur ekki keypt lopapeysur handa þeim öllum en allir geta kippt með sér sælgæti,“ segir hún. Aannað verkefni sem hún er að vinna að í ár er Project 12. Það er net- samfélag sem Pauline setti á laggirnar og snýst um að hvetja fólk til þess að birta eitt listaverk í mánuði á síðunni, en ekki skiptir máli hvernig verkið er. Slóðin á þetta verkefni er http://www.2012project12.com/. En það er fleira sem á hug hennar allan um þessar mundir. Félag nýrra Íslendinga og Átthagastofan í Ólafsvík eru að skipuleggja listasýningu núverandi og fyrrverandi íbúa á Vesturlandi sem eru af erlendum uppruna. „Við erum að leita að listamönnum fyrir sýningarnar sem verða á Akranesi, í Borgarnesi og í Ólafsvík,“ segir Pauline sem hvetur áhugasama til að senda sér línu á netfangið societyofnewicelanders@gmail.com. Nefna má að Pauline hefur skemmtilegar hugmyndir að kvöldstund sem veita á konum með tíðahvörf innblástur og hefur hún sett ræðustúf inn á Youtube undir heitinu Pearls of Pauline. Loks stendur fyrir dyrum árleg páskaeggjaleit á Akranesi sem Félag nýrra Íslendinga skipuleggur ár hvert með þátttöku leikskólanna. ■ LISTASÝNING, LJÓSMYNDIR OG LUNDAEGG Ein jólin vorum við sautján en þetta hefur alltaf bless- ast, það er nóg pláss hér.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.