Fréttablaðið - 24.03.2012, Side 38

Fréttablaðið - 24.03.2012, Side 38
KYNNING − AUGLÝSINGBrúðkaup LAUGARDAGUR 24. MARS 20124 Með hamingjuóskum! Það er fagurt veganesti að hugsa til örþreyttra og hamingjusamra brúðhjóna við heimkomu eftir langan og spennuþrunginn brúðkaupsdag. Fá lánaðan lykil að heimili þeirra og gera sitthvað sætt til að setja kærkominn endapunkt á einn af stærstu dögum lífsins. Slík umhyggja er ógleymanleg og vekur ljúfar minningar ævina út. Kertaljós í hjónaherberginu tryggir rómantíska brúðkaupsnótt og að það hitni eftirminnilega í kolum hjónanna. Eftir heilan dag ástarævintýris frammi fyrir Guði og mönnum er dásamlegt að fara úr brúðarklæðunum og slaka á saman nakin í heitu freyðibaði. Hafið innan seilingar kampavín í flöskukæli, exótíska ávexti á bakka, kertaljós, dúnmjúk handklæði og rósir til að skapa fullkomið andrúmsloft. Telja má öruggt að brúðhjónin finni til svengdar eftir annasaman brúðkaupsdag. Því er vafalaust fátt kærkomnara en rósum stráð borðhald fyrir tvo á brúðkaupsnóttu, með freistandi réttum sem seðja bæði svanga maga og ástfangin hjörtu. Sætt kex, kryddað brauð og ástarrauð jarðarber í heitu súkkulaði-fondue er unaðslegt nætursnarl fyrir nýgiftar, sam- einaðar sálir. DROTTNING BRÚÐARKJÓLANNA Oft er talað um tískuhönnuðinn Veru Wang sem drottninguna í brúðarkjólatískunni. Hún hefur hannað brúðarkjóla í meira en tuttugu ár og haft mikil áhrif á tískuna. Sjálf segist Vera hafa farið að hugsa um brúðarkjóla þegar hún gifti sig árið 1989. Henni leist ekki á pífukjóla í anda brúðarkjóls- ins sem Díana prinsessa klæddist þegar hún giftist Karli. Hún tók því málin í eigin hendur og hannaði kjól með einföldum og nútíma- legum línum. Vera hikar ekki við að hafa stórar svartar slaufur á brúðarkjólum. Kjólar hennar hafa slegið í gegn, enda hefur Vera Wang verið eftirsótt hjá fræga og auð- uga fólkinu. Má þar nefna Chelsea Clinton, Ivanka Trump, Campbell Brown, Alicia Keys, Mariah Carey, Victoria Beckham, Jennifer Lopez, Avril Lavigne og Sharon Stone svo einhverjar séu nefndar. Vera Wang er af kínverskum ættum en fædd í Banda- ríkjunum árið 1949. Hægt er að skoða brúðarkjóla á heimasíðunni hennar verawang.com og hjá stórversluninni David‘s Bridal, davidbridals.com, en Vera hefur hannað kjóla fyrir þá verslun að undanförnu. Vera Wang er af kínverskum ættum. Í morgunmat er sniðugt að hafa hugsað fyrir útskornum brauðhjörtum í brauðristina, harðsoðnum eggjum með álímdum hjörtum, súkkulaðihjörtum og eðalkaffisopa fyrir fyrsta morgunverð nýgiftra hjóna saman. www.bluelagoon.is www. hreyfing.is www.bluelagoonspa.is Gefðu ávísun á vellíðan og betri heilsu hjá Bláa Lóninu, Hreyfingu og Blue Lagoon Spa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.