Fréttablaðið - 24.03.2012, Side 10

Fréttablaðið - 24.03.2012, Side 10
24. mars 2012 LAUGARDAGUR10 FRÉTTASKÝRING Hvernig var láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings háttað? Seðlabanki Íslands lánaði Kaup- þingi 500 milljón evrur, um 80 milljarða króna, 6. október 2008. Mikill flýtir var við afgreiðslu lánsins en með því átti að reyna að bjarga lausafjárþurrð Kaup- þings. Nær allur gjaldeyrisvara- forði Seðlabankans fór í lánið, en Kaupþing féll engu að síður nokkr- um dögum síðar. Kaupþing lagði hlutabréf sín í danska bankanum FIH sem veð, en lán Seðlabankans var veitt til fjögurra daga. Sigurður Einarsson, stjórnarfor- maður Kaupþings, fullyrti í sam- tali við Kastljós 6. október 2008, sama dag og lánið var veitt, að hann gæti kinnroðalaust fullyrt að lánið væri öruggt. Hann gæti því vel réttlætt „það að við höfum fengið þessa fyrir- greiðslu þar sem þetta er mjög öruggt lán. Vegna þess að við stöndum mjög vel og Seðlabankinn er öruggur um að fá þessa peninga til baka.“ Davíð Oddsson, sem þá var for- maður bankastjórnar Seðlabank- ans, sagðist í sama þætti engar áhyggjur hafa þótt lánið fengist ekki greitt, því þá myndi „Seðla- bankinn eignast mjög góðan banka í Danmörku, FIH.“ Þremur dögum eftir veitingu lánsins féll Kaupþing og Seðla- bankinn viðurkennir nú að hluti lánsins muni tapast. Hann hefur upplýst að ekki hafi unnist tími til að kanna stöðu Seðlabankans gagnvart fullnustu á veðunum. Þá hafi verklagsreglum ekki verið fylgt varðandi afgreiðslu lánsins, en öll meðferð þess og ákvarðana- taka hafi verið hjá æðstu stjórn bankans. Seðlabankinn seldi hlut sinn í FIH í september 2010, ekki síst þar sem raunveruleg hætta var á því að dönsk stjórnvöld myndu taka hann yfir. Kaupverðið var 109 milljarðar króna, en aðeins 41 milljarður af þeim var staðgreidd- ur. Hann lánaði nýjum eigendum afganginn, um 68 milljarða króna, til loka ársins 2014. Það seljanda- lán ber enga vexti. Helgi Hjörvar, formaður efna- hags- og viðskiptanefndar Alþing- is, spurði Seðlabankann út í málið á dögunum. Í svari bankans kemur fram að aðstæður þennan dag í október hafi verið með þeim hætti að ekki hafi gefist tími til að fylgja verklagsreglum eftir. Davíð Odds- son hafi hins vegar verið í sam- skiptum við Geir H. Haarde um málið og upptaka af símtali þeirra sé til í bankanum. Þá kemur fram að talsverð óvissa ríki um heimturnar á selj- endaláninu sem veitt var við söl- una á FIH-bankanum „ekki síst í ljósi ástands á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum og efnahagslífi Danmerkur. Það verður ekki fyrr en á árinu 2016 sem endanlega getur legið fyrir hvert verðmæti seljendalánsins verður. Miðað við núverandi stöðu eru líkur á að hluti þess muni tapast.“ Seðlabankinn hefur því fengið 41 af þeim u.þ.b. 80 milljörðum króna, eða helminginn, til baka. Óvíst er með heimtur á hinum helmingnum. kolbeinn@frettabladid.is Fullyrtu að lánið til Kaupþings væri traust Davíð Oddsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, fullyrti að veð Kaupþings fyrir 500 milljón evra láni 2008 væru traust. Þau voru ekki rannsökuð. Stjórnarformaður Kaupþings sagði lánið öruggt. Seðlabankinn segir nú hluta lánsins munu tapast. KAUPÞING Verklagsreglum Seðlabanka Íslands var ekki fylgt þegar bankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra 6. október 2008. Bankinn segir líklegt að hann muni tapa hluta lánsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SIGURÐUR EINARSSON DAVÍÐ ODDSSON FÓLK Sjö einstaklingar hafa frá síðasta sumri gegnt stöðu sendi- herra samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hér á landi og hafa gert víðreist. „Við erum að kynna samning Sameinuðu Þjóðanna um rétt- indi fatlaðs fólk um allt land. Við erum búin að fara á vernd- aða vinnustaði og erum nú að fara í framhaldsskólana og víðar,“ segir Þorvarður Karl Þorvarðarson, einn sendiherr- anna í samtali við Fréttablaðið. Þorvarður bætir því við að starfið hafi verið skemmtilegt og gaman væri að kynna sendi- herraverkefnið víðar. Meginmarkmið verkefnisins, sem er samstarfsverkefni Fjöl- menntar og Þroskahjálpar, er að fræða Íslendinga um réttindi fatlaðs fólks og freista þess að breyta ímynd fatlaðra einstak- linga. Samningur SÞ kveður á um að fatlað fólk njóti allra almennra mannréttinda, hvort sem um er að ræða efnahagsleg, félagsleg, menningarleg, borgaraleg eða stjórnmálaleg. - þj Verkefni um sendiherra samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks hefur gengið vel: Kynna réttindi fatlaðra um land allt SENDIHERRA Þorvarður Karl Þorvarðar- son er einn sjö sendiherra samnings SÞ um réttindi fatlaðra. Hann segir verk- efnið afar skemmtilegt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI -15 kr. af lítranum í 10. hvert skipti sem þú dælir 25 lítrum eða meira með ÓB-lyklinum! Sæktu um ÓB-lykil núna á ob.is. Ármúla 7 | 108 Reykjavík | 5 500 600 | www.icelandexpress.is Verð frá Við ætlum að vera mikið á ferðinni um Skandinavíu í sumar og verðum meðal annars í Billund og Gautaborg þar sem öll fjölskyldan getur haft það huggulegt. Settu upp sparibrosið og bókaðu flug til Gautaborgar eða Billund á www.icelandexpress.is Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum Skemmtu þér í Skandinavíu! 16.700 kr. FRÁBÆR FJÖLSKYLDU-STEMNING í skemmtigörðunum Liseberg, Legolandog Lalandia alla sunnudaga klukkan 16. Njótið vel Hemmi Gunn – og svaraðu nú! Fjölbreyttur og fjörugur þáttur UMHVERFISMÁL Veikindi hrossa á bænum Kúludalsá í Hvalfirði eru ekki af völdum mengunar iðjuver- anna á Grundartanga, er niðurstaða rannsóknar Matvælastofnunar og Tilraunastöðvarinnar á Keldum. Veikindi hrossanna má rekja til efnaskiptaröskunar. Matvælastofnun barst þann 19. maí 2011 erindi frá ábúanda á Kúlu- dalsá í Hvalfirði með ósk um rann- sókn á veikindum hrossa á bænum með tilliti til mengandi efna frá útblæstri iðjuveranna á Grundar- tanga. Rannsóknin fólst í skoðun á hrossunum, rannsóknir á líffær- um þriggja hrossa frá Kúludalsá, skoðun á líffærum, þ.m.t. tönnum, vefjaskoðun á líffærum og röntgen- skoðun á hófum og leggjum. Þá var flúor mælt í beinvef og þungmálm- ar í lifur. Niðurstöður þessara rannsókna gefa engar vísbendingar um að hrossin hafi orðið fyrir eitrun af völdum flúors eða þungmálma. Í tilkynningu Matvælastofnun- ar segir að veikindin megi rekja til efnaskiptaröskunar og krónískrar hófsperru af þeim sökum. Hross sem hafa verið feit frá unga aldri og einkum þau sem safna fitu stað- bundið í makka eru líklegust til að fá þessa röskun. Hófsperra er sársaukafullur sjúkdómur sem með tímanum kemur niður á holdafari hrossa. Erfitt er að lækna sjúkdóminn eftir að hann hefur þróast. - shá Rannsókn á hrossum í Hvalfirði sýndi veikindi vegna efnaskiptaröskunar: Veikindi ekki vegna mengunar Vegna þess að við stöndum mjög vel og Seðlabankinn er öruggur um að fá þessa peninga til baka. SIGURÐUR EINARSSON, ÞÁVERANDI STJÓRNAR- FORMAÐUR KAUPÞINGS.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.