Fréttablaðið - 24.03.2012, Side 36

Fréttablaðið - 24.03.2012, Side 36
KYNNING − AUGLÝSINGBrúðkaup LAUGARDAGUR 24. MARS 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 | Umsjónarmenn auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson b enediktj@365.is s. 512 5411 og Sverir Birgir Sverrisson sverrirb@365.is s. 4125432. | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. RÓA TAUGARNAR FYRIR RÆÐUHÖLDIN Þegar halda á ræðu í stórri veislu geta taugarnar brugðist. Fyrir óvana ræðumenn er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga: Ræðuna skal semja í næði. Því betri einbeiting sem næst við undir- búning ræðunnar því betur festist hún ræðumanni í minni. Ef ræðan fjallar um það sem er ræðumanni kært reynist honum einnig auðveldara að flytja hana af innlifun og hrífa áhorfendur með sér. Gott er að æfa ræðuna þar sem veislan mun fara fram. Þar með fær ræðuhaldarinn tilfinningu fyrir því hversu hátt þarf að tala og getur séð fyrir sér áhorfendur í sætum. Ef allt er tilbúið á réttum tíma, ræðan útprentuð og fötin pressuð og hrein eru minni líkur á að hlaup á síðustu stundu slái ræðumann út af laginu. Þegar horft er framan í fullan sal af fólki er gott ráð að horfa á einn punkt á vegg, aftast í salnum, rétt fyrir ofan áhorfendur. Þá eru minni líkur á að augnsamband við gesti geri ræðumann feiminn. EINFALT BROT OG FLJÓTLEGT Falleg og flókin servíettubrot gefa veisluborðunum hátíðlegan blæ. Það getur hins vegar verið tímafrekt að brjóta tugi og jafnvel hundruð servíetta í flókin brot þegar margt annað þarf að gera og stóra stundin nálgast hratt. Einföld servíettubrot má gera falleg með lítilli fyrirhöfn svo salurinn fái hátíðlegt yfirbragð. Brjótið servíettuna einfaldlega í fernt og leggið ofan á diskinn. Rúllið servéttunni upp í hólk og smellið teygju utan um. Ef til vill er hægt að smeygja afskornu blómi í teygjuna ef fleiri hendur eru um verkið. Brjótið servíettuna horn í horn svo hún myndi þríhyrning og leggið undir diskinn eða undir hnífapörin. Eins er hægt að láta þríhyrninginn standa á diskinum með því að glenna hornin út. Óstýrilátan vönd má búa til með því að taka í miðju servéttunnar, hrista hana til og stinga henni svo ofan í hátt vatnsglas svo hún flæði krumpuð upp úr glasinu. Í verslun Michelsen við Lauga-veg 15 er að finna f leira en vönduð úr. Þar er líka fallegt brúðarskart og morgun gjafir í góðu úrvali. Mikilla vinsælda nýtur skartgripalína frá George Jensen sem Frank Michelsen segir tengjast konungsfjöl skyldunni dönsku. „Línan leit fyrst dagsins ljós þegar Margrét Þórhildur Dana- drottning fæddist. Þá fékk drottn- ingin fyrstu skart gripina á sæng- ina. Fyrst kallaðist línan Marg- aret eftir henni en svo var línunni breytt og kallast eftir það Daisy eða Freyjubrá upp á íslensku. Síðan hefur kóngafólk á Norður- löndunum skartað skartgripun- um við hátíðleg tilefni og þannig hafa þeir fylgt því um langt skeið.“ Frank segir útlit Daisy -línunnar vera undir áhrifum frá blóminu sem hún heitir eftir. Þannig megi greina í henni blóma mynstur. „Hún fæst svo í settum þar sem velja má um þrjár gerðir af hringum, tvær af eyrnalokkum, þrenns konar hálsfestar og arm- bönd og nælu. Annað hvort í silfruðu eða gylltu með emaleruð- um litum en hvítt hefur notið mestra vinsælda í brúðarskart enda hvít- ur talinn tákn sakleysis.“ Úrvalið er hægt að sjá á www. michelsen.is. Michelsen úrsmiðir bjóða líka íslenska skartgripi sem Frank segir tilvalda í brúðarskart. „Við erum með fallega línu sem kallast Sum- arblær og er í blómalíki, rétt eins og Daisy. Hún samanstendur af tvenns konar hringum, eyrnalokkum og þremur hálsmenum sem má velja um. Svo fæst líka Hjartagull, annað hvort í formi hálskeðja eða eyrna- lokka,“ segir hann og getur þess að að baki línunni standi Ása Gunn- laugsdóttir skartgripahönnuður og gullsmiður en um hana má fræð- ast á vefsíðunnni www.asajewell- ery.com. Verslunin selur líka úr og skart sem Frank segir vinsælt í morgun- gjaf ir. „Við erum meðal annars með Movado-úr sem eru þekkt fyrir fal- lega hönnun. Einnig Rolex-úr sem eru sam- nef nari f y r ir gæði,“ tekur h a n n s e m dæmi og segir ú r v a l v a n d- aðra hringa líka bjóðast. Brúðarskart og morgungjafir Michelsen úrsmiðir á Laugavegi hafa um árabil boðið upp á vönduð úr og skartgripi. Þar á meðal er fallegt brúðarskart og morgungjafir sem tengjast dönsku konungsfjölskyldunni. Frank Michelsen segir verslunina bjóða fjölbreytt úrval af fallegu brúðarskarti og morgungjöfum. Hér með skart frá Daisy. MYND/GVA Viktoría krónprinsessa er ein þeirra sem hefur borið skart frá Daisy við hátíðleg tilefni. NORDICPHOTOS/AFP
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.