Fréttablaðið - 24.03.2012, Side 12
12 24. mars 2012 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
SPOTTIÐ
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Formenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins not-uðu nýafstaðna flokksráðs-fundi til að lýsa yfir því að
kosningabaráttan væri hafin þó að
meir en ár lifi af kjörtímabilinu.
Forsætisráðherrann hóf barátt-
una með því að kalla eftir þjóðar-
sátt um upptöku evru og inngöngu
í Evrópusambandið. Enginn annar
forsætisráðherra hefur jafn oft og
á jafn skömmum tíma kallað eftir
þjóðarsátt um öll möguleg mál. Að
sama skapi hefur enginn staðið jafn
lengi í sömu sporum og talað upp í
vindinn.
Formaður Sjálfstæðisflokks-
ins hóf baráttuna á hinn bóginn
með afgerandi yfirlýsingu um að
flokkurinn ætli
að standa vörð
um krónuna.
Að hans mati á
efnahagsstjórnin
að byggjast á
sveigjanleika
hennar enda
hafi það reynst
vel nema þegar
illa var stjórnað.
Með þessu stað-
setur Sjálfstæðisflokkurinn sig við
hliðina á VG og núverandi efna-
hagsráðherra að því er tekur til
peningamálanna.
Öfugmælin í þessu öllu eru þau
að forsætisráðherrann kemur fram
með ákall um þjóðarsátt gegn
stefnu samstarfsflokksins í pen-
ingamálum sem ræður þó för rík-
isstjórnarinnar á því sviði og ber
stjórnskipulega ábyrgð á mála-
flokknum. Varla er unnt að hugsa
upp dæmi um meiri pólitíska sjálf-
heldu en þessa enda eru peninga-
málin sá öxull sem allt annað snýst
um.
Það athygliverða er að engin við-
brögð eru við þjóðarsáttarákallinu
nú fremur en í fyrri tilvikum. For-
sætisráðherra hlýtur að velta því
fyrir sér hvers vegna enginn hefur
nokkru sinni tekið mark á áköllum
hans um þjóðarsátt; ekki samherj-
ar í þingflokknum, ekki samstarfs-
flokkurinn, ekki hagsmunasamtök-
in og ekki stjórnarandstaðan.
Talað upp í vindinn
ÞORSTEINN
PÁLSSON
Eina rökræna skýring-in er sú að hugur hafi aldrei fylgt máli. Ef svo hefði verið hefði forsæt-
isráðherra sýnt þjóðinni fram á
að það hefði pólitískar afleiðingar
að hunsa ákall um þjóðarsátt, því
það er stórt orð Hákot. Þess í stað
er ákallið orðið eins og kækur sem
enginn tekur eftir lengur.
Að því er peningamálin varð-
ar hefur tvískinnungurinn gagn-
vart inngöngu í Evrópusamband-
ið og myntbandalagið komið fram
með margvíslegu móti. Forsæt-
isráðherra notaði til að mynda
þriggja ára afmæli ríkisstjórnar-
innar til að senda þau skilaboð að
þrátt fyrir ákvörðun Alþingis um
aðildarumsókn væri ríkisstjórn-
in aðeins að skoða kosti og galla
aðildar.
Aðild að Evrópska myntbanda-
laginu krefst samhæfðrar og
aðhaldssamrar stefnu í ríkisfjár-
málum og peningamálum. For-
sætisráðherra hefur á hinn bóginn
verið helsti talsmaður þess að láta
undan þrýstingi um aukin útgjöld.
Á síðasta ári var ákveðið að slá á
frest markmiðinu um jöfnuð í rík-
isfjármálum sem upphaflega var
sett í efnahagsáætlun fyrri rík-
isstjórnar og Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins.
Þá hefur flokkur forsætisráð-
herrans tekið virkan þátt í því
með VG að halda fjármögnun á
margvíslegum stórum opinberum
framkvæmdum og viðfangsefnum
utan við efnahagsreikning ríkis-
sjóðs. Þó að þetta sé gert fyrir
opnum tjöldum eru efnahagsleg
áhrif slíkra bókhaldsbragða svip-
uð og menn þekkja frá Grikklandi.
Þetta sýnir að ríkisstjórn forsætis-
ráðherra er á leiðinni frá evrunni
en ekki til hennar.
Hugur þarf að fylgja máli
Verðmætasköpun er önnur forsenda þess að unnt sé að taka upp evru. Forsætisráð -
herra hefur hins vegar staðið
þétt með VG í að leggja steina í
götu orkunýtingar. Mikilvægasta
stefnumálið er síðan að draga úr
þjóðhagslegri hagkvæmni í sjáv-
arútvegi.
Á öllum þessum sviðum geng-
ur forsætisráðherra þvert gegn
þeim efnahagslegu markmiðum
sem þjóðin þarf að nálgast eigi
hún að geta uppfyllt þau skilyrði
sem aðild að alþjóðlegu myntsam-
starfi krefst. Frjálslyndari armi
Samfylkingarinnar, sem vill laga
efnahagsstefnuna að markmiðinu
um Evrópusambandsaðild, hefur
verið ýtt til hliðar. Forystumenn
hans eru nú að mestu áhrifalausir.
Hugmyndin um þjóðarsátt er
sannarlega góðra gjalda verð. Í
öllum þróuðum ríkjum hefði ákall
forsætisráðherra um þjóðarsátt í
svo stóru máli snúið stjórnmála-
umræðunni við. Um annað hefði
ekki verið talað. Hér ríkir graf-
arþögn. Hefði hugur fylgt máli
hefðu málamiðlanir á sviði ríkis-
fjármála, orkumála og sjávarút-
vegsmála fylgt þjóðarsáttarákall-
inu. Þá hefði enginn getað skellt
við skollaeyrum.
Að þessu virtu er ljóst að for-
sætisráðherra ber pólitíska
ábyrgð á þeirri erfiðu stöðu sem
aðildarumsóknin er komin í. Nái
frjálslyndari armur Samfylk-
ingarinnar ekki vopnum sínum
missir flokkurinn einfaldlega
allan trúverðugleika sem forystu-
flokkur fyrir nýrri peningapólitík
og Evrópusambandsaðild. Verk-
urinn er sá að ekki er ljóst hver
gæti tekið við því kefli að kosn-
ingum loknum.
Enginn trúverðugleiki
F
yrr í vikunni afhenti Össur Skarphéðinsson utanríkis-
ráðherra fyrir hönd Íslendinga nýjan spítala í Monkey
Bay í Malaví. Spítalinn hefur verið meira en áratug í
byggingu og hefur þegar breytt heilbrigðisástandi til
hins betra í 125.000 manna héraði sem hann þjónar.
Meðal annars hefur dregið talsvert úr mæðra- og ungbarnadauða.
Fréttin af afhendingu spítalans var varla komin í loftið þegar
Guðmundur Franklín Jónsson, formaður stjórnmálaflokksins
Hægri grænna, skrifaði á vef DV: „Við erum að loka heilsu-
gæslustöðvum, elliheimilum
og sjúkrahúsum um allt land.
Læknar og hjúkrunarfólk flýr
í stórum stíl, og á meðan erum
við að reisa spítala í Malaví –
Þvílíkt rugl, en mjög passandi
að þetta sé í Monkey Bay og
Össur ætti að halda sig þar.“
Já, hversu apalegt ætli
ástandið sé á heilbrigðiskerfinu í Malaví? Það er eitt fátækasta
ríki heims, númer 171 af 187 á þróunarlista Sameinuðu þjóðanna.
Lífslíkur eru 43 ár. Mæðradauði er þúsund konur á hverjar
100.000 fæðingar. Áttunda hvert barn deyr áður en það nær
fimm ára aldri. Meðal dánarorsaka eru vannæring, malaría og
niðurgangur sem orsakast af lélegu drykkjarvatni. Fjórðungur
þjóðarinnar hefur ekki aðgang að hreinu vatni. Æpandi skortur
er á heilbrigðisstarfsfólki, heilsugæzlustöðvum og spítölum.
Í menntakerfinu er ástandið ekki mikið skárra. Fimmta hvert
barn fær aldrei að fara í skóla. Helmingur kvenna og fjórðungur
karla kann ekki að lesa. Skólana og kennarana vantar. Sum þorp
búa svo vel að hafa kennara en af því að enginn er skólinn er
kennt undir tré.
Ísland hefur vissulega þurft að draga saman seglin í einu dýr-
asta heilbrigðiskerfi í heimi. Þjónustan er samt áfram með því
bezta sem gerist. Hér deyr heldur enginn af því að hann hefur
ekki aðgang að hreinu vatni. Mæðra- og ungbarnadauði þekk-
ist varla. Við sem búum í landi númer fjórtán á áðurnefndum
þróunarlista höfum það svo margfalt betra en fólkið í Malaví að
við höfum vel efni á að hjálpa því, þótt í litlu sé. Við þurfum ekki
bara að glápa á naflann á sjálfum okkur.
Á vegum Þróunarsamvinnustofnunar hafa verið reistir spít-
alar og heilsugæzlustöðvar í Malaví, skólar byggðir og brunnar
grafnir. Allt er þetta í smáum stíl, en hefur engu að síður bætt
lífsgæði hundraða þúsunda manna og bjargað ófáum mannslífum.
Þakklætið fyrir þessa aðstoð er ósvikið.
Það er rétt, sem djúphugull leiðtogi Hægri grænna segir, að
Ísland getur ekki bjargað heiminum. En við getum lagt okkar
af mörkum í viðleitni ríku landanna til að hjálpa þeim fátæku.
Þar stöndum við okkur raunar miklu verr en flest nágrannalönd
okkar, sem leggja áfram sitt af mörkum til þróunaraðstoðar þrátt
fyrir niðurskurð útgjalda heima fyrir.
Okkur ber ekki eingöngu siðferðileg skylda til að hjálpa fátæk-
ustu ríkjum heims til sjálfshjálpar. Það eru beinharðir hagsmunir
þróaðra ríkja að draga úr fátækt í þriðja heiminum og stuðla
þannig að friði og stöðugleika, hefta uppgang öfgahreyfinga og
koma í veg fyrir flóttamannavandamál. Þróunarsamvinna er þess
vegna ekkert rugl, þótt slíkur málflutningur henti stundum til
atkvæðaveiða.
Hafa Íslendingar efni á þróunaraðstoð?
Númer 14 og 171
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN