Fréttablaðið - 18.05.2012, Side 4
18. maí 2012 FÖSTUDAGUR4
VINNUMARKAÐUR Atvinnuleysi á
Íslandi mældist 6,5% í apríl og
hefur ekki verið lægra frá því
í desember árið 2008. Hlutfall
atvinnulausra lækkaði um 0,6 pró-
sentustig í mánuðinum eða um 620
einstaklinga. Að meðaltali voru
10.837 einstaklingar atvinnulaus-
ir í apríl.
„Þetta eru auðvitað gleðitíðindi
í þeim skilningi að þetta staðfest-
ir að atvinnulíf-
ið er aðeins að
rétta úr kútnum
og eftirspurn
eftir fólki að
aukast,“ segir
Gissur Péturs-
son, forstjóri
Vinnumála-
stofnunar, um
nýju atvinnu-
leysistölurnar.
Hann leggur þó áherslu á að enn
sé nokkuð í land við að ná ásætt-
anlegu ástandi á vinnumarkaði. Sá
hópur sem helst þurfi að aðstoða
nú séu langtímaatvinnulausir.
„Hlutfall langtímaatvinnu-
lausra af öllum án atvinnu hefur
verið að aukast og okkar aðgerð-
ir síðustu misseri hafa haft þann
hóp sem markhóp. Það er hins
vegar umhugsunarefni að hann
hefur ekki brugðist jafn hratt við
og við vonuðumst eftir nú þegar
fyrirtæki eru farin að bjóða fleiri
störf,“ segir Gissur og bætir við:
„Það er því mikilvægt að koma
þeim skilaboðum á framfæri að
það er engin endurhæfing eftir
tímabil án vinnu jafn árangurs-
rík og það að vera í vinnu. Og
þó mönnum bjóðist kannski ekki
draumastarfið er mikilvægt að
taka það sem er í boði og halda
áfram leitinni úr stöðu vinnandi
manns.“
Eins og áður sagði hefur
atvinnuleysi ekki mælst lægra en í
apríl frá því í desember árið 2008.
Þá var hlutfall atvinnulausra á
hraðri uppleið eftir fall íslensku
bankanna en haustið og vetur-
inn 2008 til 2009 fór atvinnuleysi
úr 1,3% í lok september í 9,1% í
febrúar. Réttu ári seinna, í febrú-
ar og mars 2010, náði atvinnuleysi
síðan hámarki og varð 9,3% sem
jafngilti því að á sautjánda þús-
und væru án atvinnu. Síðan hefur
atvinnuleysi farið lækkandi hægt
og rólega þótt árstíðabundnar
sveiflur hafi mótað þróunina.
Atvinnuleysi lækkar iðulega
nokkuð á vormánuðum og snemm-
sumars vegna árstíðabundinna
þátta. Þannig fór atvinnuleysi
úr 8,6% í mars 2011 í 6,6% í júlí
fjórum mánuðum seinna. Því er
almennt búist við að atvinnuleysi
haldi áfram að lækka á næstu
mánuðum en að sú þróun kunni að
snúast við þegar tekur að hausta.
magnusl@frettabladid.is
GENGIÐ 16.05.2012
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR
SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
224,0711
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
127,48 128,08
203,00 203,98
162,05 162,95
21,798 21,926
21,246 21,372
17,776 17,880
1,5847 1,5939
194,31 195,47
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
NÝ
KILJA!
Atvinnuleysi hefur ekki
verið minna frá árinu 2008
Atvinnulausir voru 6,5% á vinnumarkaði í apríl. Hlutfallið hefur ekki mælst jafn lágt síðan í desember
2008. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir tíðindin gleðileg en hefur áhyggjur af langtímaatvinnulausum.
GISSUR
PÉTURSSON
Þó mönnum bjóðist
kannski ekki draum-
starfið er mikilvægt að taka
það sem er í boði og halda
áfram leitinni úr stöðu vinn-
andi manns.
GISSUR PÉTURSSON
FORSTJÓRI VINNUMÁLASTOFNUNAR
VINNUMÁLASTOFNUN Atvinnuleysi mælist yfirleitt lægst á ári hverju á sumrin vegna árstíðabundinna þátta. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
10
8
6
4
2
% 2008 2009 2010 2011
Atvinnuleysi á Íslandi
maí 2008 til apríl 2012
VIÐSKIPTI Félag kvenna í atvinnu-
rekstri (FKA) skipti um nafn á
aðalfundi í vikunni og heitir nú
Félag kvenna í atvinnulífinu. Á
sama fundi var ákveðið að félagið
LeiðtogaAuður yrði framvegis
starfrækt sem fagdeild innan FKA.
„Fyrstu árin var félagið ein-
göngu hugsað fyrir konur sem áttu
fyrirtæki. Þessu var breytt árið
2008 og þá var opnað fyrir inn-
göngu þeirra kvenna sem gegna
leiðtoga- og stjórnunarstöðum
í atvinnurekstri,“ segir Hulda
Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri
FKA, um nýja nafnið, sem þykir
lýsa ti lgangi
þess og starf-
semi betur í
dag. „Hér er
því í raun um
rökrétt fram-
hald að ræða því
með þessu náum
við að sameina
konur í rekstri
hvort heldur
sem þær eiga
fyrirtækin eða reka þau fyrir aðra“
LeiðtogaAuður varð til í
tengslum við verkefnið Auður
í krafti kvenna sem stóð yfir á
árunum 2000 til 2003. Félagskon-
ur eru nú um 120 og langflest-
ar þeirra í stjórnendastöðum hjá
stórum og meðalstórum fyrirtækj-
um. FKA var stofnað árið 1999 og
hefur markmið félagsins frá upp-
hafi verið að gæta hagsmuna, efla
samstöðu og samstarf kvenna í
atvinnurekstri. Um 700 konur eru
skráðar í félagið.
Í stjórn FKA eru Hafdís Jóns-
dóttir, formaður, Bryndís Emils-
dóttir Ingibjörg Gréta Gísladóttir
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Marín
Magnúsdóttir, Rúna Magnúsdóttir
og Svava Johansen. - sh
Félag kvenna í atvinnurekstri skiptir um nafn og innlimar Leiðtogaauð:
Atvinnurekstri skipt út fyrir atvinnulíf
HULDA
BJARNADÓTTIR
NOREGUR 72 ára gömul kona frá
Norður-Noregi hefur verið ákærð
fyrir að beita eiginmann sinn
ofbeldi í meira en 40 ár. Eigin-
maðurinn er látinn.
Saksóknari segir konuna hafa
beitt manninn líkamlegu og and-
legu ofbeldi, neytt hann til að búa
í kjallara húss þeirra og neitað
honum um aðgang að eldhúsi og
klósetti. Hún hafi tekið af honum
lyf, skorið hann og barið.
Konan neitar öllu, en börn
hjónanna hafa tekið afstöðu með
látnum föður sínum. - þeb
72 ára kona í Noregi:
Beitti karlinn
ofbeldi í 40 ár
NEYTENDUR Blá, hjartalaga lykla-
kippa sem samtökin Blátt áfram
seldi dagana 4. til 6. maí síðast-
liðinn getur reynst hættuleg
börnum. Kippan var seld í fjár-
öflunarskyni fyrir samtökin, sem
berjast gegn kynferðisofbeldi
gegn börnum.
Neytendastofu hafa borist
ábendingar frá neytendum þar
sem bent er á að kippan, sem er
úr mjúku plasti, detti auðveldlega
í sundur og geti því reynst hættu-
leg fyrir lítil börn. Í tilkynningu
frá Neytendastofu er fólki bent á
að þegar kippan fer í sundur falla
út fjórir smáir hlutir; tvær raf-
hlöður, ljósapera og vír. - sv
Lyklakippa Blátt áfram:
Neytendastofa
varar við kippu
LYKLAKIPPAN Neytendastofu hafa borist
ábendingar um lyklakippu frá Blátt
áfram sem dettur auðveldlega í sundur.
MYND/NEYTENDASTOFA
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
23°
18°
19°
14°
18°
15°
14°
14°
24°
15°
26°
21°
30°
16°
16°
20°
15°Á MORGUN
8-20 m/s
Hægast austan til.
SUNNUDAGUR
Stíf norðanlæátt allra
austast annars hægari.
7
4
4
5
3
2
3
3
4
6
1
5
4
3
2 2
3
2
5
5
6
2
10
4
4
5
4 12
8 7
5
8
HLÝNAR Hitinn
sígur hægt og
bítandi upp á við
næstu dagana
og helgarspáin er
ágæt. Horfur eru
á fremur hægum
vindi nema allra
syðst. Það verður
úrkomulítið norðan
til á landinu en
vænta má lítilshátt-
ar úrkomu á S- og
SA-landi. Hlýjast í
innsveitum sunnan
og vestan til.
Soffía
Sveinsdóttir
veður-
fréttamaður
UMHVERFISMÁL Í byrjun júní verð-
ur komin blá sorptunna fyrir
pappír við öll heimili í Kópavogi.
„Markmiðið er að hvetja til end-
urvinnslu og draga úr úrgangi
sem fer til urðunar,“ segir í frétt
á vef Kópavogsbæjar sem með
þessu er sagður verða fyrsta
sveitarfélagið á höfuðborgar-
svæðinu til að dreifa slíkum
tunnum til allra íbúa. - gar
Endurvinnsla í Kópavogi:
Pappírstunna
við öll heimili