Fréttablaðið - 18.05.2012, Page 19

Fréttablaðið - 18.05.2012, Page 19
■ FRAMHALD Á SÍÐU 4 NÝ SUNDLAUG Í HVERT SINN Ferðu alltaf í sömu sundlaugina? Þá er ráð að gera sér það að leik að fara aldrei í sömu laug- ina í sumar. Þá er upplifunin aldrei sú sama og víst að börnin hafa gaman af því að prófa nýjar rennibrautir og buslupolla. ROKKIÐ LIFIR Stelpur fá tækifæri til að fara óhræddar upp á svið til að pönkast og öskra segir Áslaug Einars- dóttir. Í sumar verður boðið upp á rokksumar-búðir fyrir stelpur á aldrinum tólf til sextán ára. Búðirnar bera nafnið Stelpur rokka! en um er að ræða sjálfboða- liðaverkefni undir stjórn Áslaugar Einars- dóttur. Hún segir enga hljóðfærakunnáttu nauðsynlega fyrir dvölina í búðunum en þar læra stelpurnar að spila á hljóðfæri, semja texta og koma fram. „Markmið rokksumarbúðanna er að bjóða ungum stelpum upp á vettvang þar sem þær geta látið rödd sína heyr- ast og hæfileika sína skína. Við munum bjóða upp á vettvang þar sem þær geta farið óhræddar upp á svið og pönkast og öskrað og sleppt fram af sér beislinu.“ Rokksumarbúðirnar standa yfir í fjórar vikur, frá 2. til 27. júlí. Í lok búðanna verða haldnir lokatónleikar þar sem stelpurnar koma fram. Reynslumiklir sjálfboðaliðar sjá um að leiðbeina stúlkunum. Opnað var fyrir skráningu í búðirnar fimmtánda maí og hafa viðtökurnar verið mjög góðar. Ein- ungis er boðið upp á pláss fyrir 30 stelpur og hvetur Áslaug þær til að skrá sig sem fyrst. Vegna mikillar eftirspurnar verður hugsanlega fleiri plássum bætt við. „Við óskum hér með eftir fleiri sjálfboðaliðum til að aðstoða okkur. Einnig vantar okkur fleiri hljóðfæri fyrir stelpurnar ef einhver vill lána eða gefa okkur.“ Hollur matur verður í fyrirrúmi í rokkbúðunum en til hátíðabrigða verður kannski boðið upp á rokkpylsur í smjördeigi. „Ég valdi þessa uppskrift því móðir mín er smjördeigssnillingur og gerir margt listilega fallegt úr smjördeigi. Ég hef alltaf fengið svona pylsur á afmælinu mínu og því hafa þær fylgt mér lengi. Það er eitt- hvað ávanabindandi við þessar pylsur því vinkonur mínar krefja mig árlega um smjördeigspylsuafmæli.“ ■ sfj ÁVANABINDANDI ROKKPYLSUR STELPUROKK Rokksumarbúðirnar Stelpur rokka eru vettvangur fyrir stelpur þar sem þær geta látið rödd sína heyrast og hæfileika sína skína. STELPU ROKK- SUMAR BÚÐIR Skráning fer fram á heimasíðu búð- anna, stelpurrokka. org. Laust pláss er fyrir 30 stelpur. Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is ANTANIR Í SÍMA 517-4300BORÐAP HUMARSALAT & H ÍNVÍTV 502.2 kr. gó,um, manlduðum smátómötHumarsalat með hæge tumhew-hnek og ristuðum cassultuðum rauðlau ív nsglasi.ásamt hvít BLÁSKEL & HVÍTVÍN 2.950 kr. Hvítvínssoðin bláskel úr Breiðafirði ásamt hvítvínsglasi. FERSKT & FREISTA NDI SPENNANDI SJÁVARRÉTTA TILBOÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.