Fréttablaðið - 18.05.2012, Síða 22

Fréttablaðið - 18.05.2012, Síða 22
INNIHALD Í UM ÞAÐ BIL 25 PYLSUBITA 5 litlar smjördeigsplötur 5 SS pylsur tómatsósa 1 egg krydd eftir smekk rifinn ostur ef vill Fletjið út smjördeigsplötu þannig að hún verði rúmlega lengd pylsunnar og um það bil 17 sentímetrar á breidd. Setjið tómatsósu á neðri enda deig- plötunnar. Setjið eina pylsu þar ofan á (samsíða sósunni) og rúllið deiginu utan um hana. Setjið pylsuna á bökunarplötu og látið samskeytin liggja á bökunarplötunni. Lokið end- unum með því að þrýsta niður gaffli. Hafið síðan gott bil á milli pylsanna. Hrærið eggið og penslið pylsurnar með því. Kryddið og setjið rifinn ost yfir eftir smekk. Stingið þrisvar til fjórum sinnum lauslega með gaffli ofan í hverja pylsu til að hleypa lofti út. Bakið við 220 gráður í fimm- tán til tuttugu mínútur eða þar til deigið er orðið gullið. Hver pylsa er skorin í þrjá til fjóra bita. Berið pylsurnar fram volgar eða kaldar. ROKKPYLSUR Í SMJÖRDEIGI ■ Hressandi millibiti fyrir verðandi rokkarara Fornbílaklúbbur Íslands fagnar 35 ára afmæli sínu á Korputorgi um helgina með því að halda sýn- ingu á glæsilegustu fornbílum lands- ins. Sýningin er haldin innandyra í húsnæði bílasölunnar Bílakaup. Jón Hermann Sigurjónsson, ritari Forn- bílaklúbbsins, segir að reynt verði að höfða til allra aldurshópa, svo fjöl- skyldan geti komið saman og kynnst sögu bílaeignar á landinu. „Það verða um 80 bílar; allt frá bílum sem verið er að gera upp og eru því ekki tilbúnir, flottir fjölskyldubílar og svo fínustu drossíur með krómi. Ég held það sé gaman fyrir fólk að sjá muninn á óuppgerðum bíl og full- gerðum bíl,“ segir Jón. Sérstakt svæði á sýningunni er tileinkað herbílum og stríðsminjum sem nokkrir aðilar innan klúbbsins hafa sérhæft sig í, þar mun myndum frá stríðsárunum einnig verða varpað á tjald. Jón segir klúbb- inn mjög virkan félagsskap fólks. „Við hittumst reglulega á miðviku- dögum í félagshúsnæðinu á veturna og þá er spjallað saman, skoðaðar myndir, skipst á ráðum og ýmislegt fleira.“ Fornbílaeigendur eru allajafna stoltir af bílum sínum og nýta hvert tækifæri til að sýna þá enda flestir búnir að leggja mikla vinnu í að gera þá upp. „Á sumrin förum við því reglulega á rúntinn um stofnbrautir bæjarins, stoppum kannski og fáum okkur ís og njótum þess að vera til, sýna okkur og sjá aðra.“ Fornbílaklúbburinn reynir einnig að vera sýnilegur á ýms- um tyllidögum og tekur meðal annars rúntinn á 17. júní. „Svo mætum við með bílana einn dag í Húsdýragarð- inn og á Árbæjarsafnsdaginn ásamt fleiri skemmtilegum uppákomum. Hápunktur sumarsins er svo lands- mótið sem haldið er á Selfossi í júní, þar sem verða rúmlega hundrað bílar yfir heila helgi.“ ■ vg GLÆSILEGIR BÍLAR Á AF- MÆLI FORNBÍLAKLÚBBSINS FLOTTIR FORNBÍLAR Fornbílaklúbbur Íslands fagnar 35 ára afmæli sínu um helgina með því að opna glæsilegra fornbílasýningu á Korputorgi. Fornbílaeigendur hafa lagt mikla vinnu í bíla sína. HEIÐBLÁR OG FLOTTUR Jón Hermann Sigurjóns- son við bláan Plymouth, árgerð 1947 í eigu Kjart- ans Friðgeirssonar, með- lims Fornbílaklúbbsins. ■ FRAMHALD AF FORSÍÐU FÓLK|HELGIN AFMÆLISSÝN- ING FORNBÍLA- KLÚBBSINS Í DAG Opnuð kl.17 í dag og er opin til klukk- an 22. LAUGARDAGUR Opið frá kl. 10-22. SUNNUDAGUR Opið frá kl. 12-18. MIÐAVERÐ 800 krónur og frítt fyrir 12 ára og yngri. Skipholti 29b • S. 551 0770 15% AFSLÁTTUR AF YFIRHÖFNUM OG BOLUM VIÐUR-KENNTAF EFSA Bílskúrssala útsala... Kínversk húsgögn Uppl. í síma 821 8609 • qcindy@gmail.com FRÉTTIR STÖÐVAR 2 Í BEINNI FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag sunnudaga kl. 15 - 17 með Bigga Maus Vasadiskó

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.