Fréttablaðið - 18.05.2012, Síða 44

Fréttablaðið - 18.05.2012, Síða 44
18. maí 2012 FÖSTUDAGUR24 24 menning@frettabladid.is FÖNDUR OG FJÖR FÖNDURBÆKUR HANDA KÁTUM KRÖKKUM Tískustelpur - föndur og fjör Í bókinni eru: mynsturpappír, stenslar, límmiðar og risa-límmiðaspjöld, dúkkulísur og föt. Drekar - föndur og fjör Í bókinni eru: hreisturpappír, stenslar, límmiðar og risa-límmiðaspjald. VARÚÐ! Þessi bók er full af drekum! 2.499,- KYNNINGAR- VERÐ 2.999,- Gildir til 28. maí á meðan birgðir endast. 2.499,- KYNNINGAR- VERÐ 2.999,- Sýningin Á vit … verður frumsýnd í kvöld. Í henni leiða GusGus og Íslenski dansflokkurinn saman hesta sína. Ásgeir Helgi Magnússon dansari í Íslenska dansflokknum segir samstarfið mikið ævintýri. „Þetta hefur verið ágæt- is skóli í diplómatískum aðferðum, við erum níu dansarar í Íslenska dans- flokknum og höfum öll okkar mismundi skoð- anir,“ segir Ásgeir Helgi Magnússon dansari í Íslenska dansflokknum (Íd) og einn höfundar dansverksins Á vit … sem frumsýnt verður í Hörpu í kvöld. Verkið er samið af dönsurum dansflokksins og hljómsveitinni GusGus en það er sýnt í samstarfi við Hörpu og Listahátíð í Reykjavík. Ásgeir Helgi segir hugmynd- ina eiga rætur sínar að rekja til Katrínar Hall, forstöðumanns og listræns stjórnanda flokksins. „Dansflokkurinn sýnir vanalega í Borgarleikhúsinu og hana lang- aði til þess að við færum annað og í samstarfi við Gusgus. Þá kvikn- aði sú hugmynd að sýna í Hörpu og það varð úr.“ Fljótlega var ákveðið að vinna út frá hugmyndinni um partý eða veislu. Ásgeir segir að GusGus og dansflokkurinn hafi fundað reglu- lega en unnið þess á milli að sínum hluta verksins. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt ferli, við höfum öll skemmt okkur hrikalega vel. Og samstarfið hefur verið meira en ég bjóst við. Þeir hafa tekið hugmyndir frá okkur og fært yfir í tón- list og við unnið með til- lögur frá þeim.“ Ásgeir segir Katrínu Hall hafa verið listræn- an ráðgjafa dansaranna. „En svo höfum við verið dugleg að fylgjast með og bæta við þegar við erum ekki að dansa sjálf og þannig hefur verkið smám saman þróast.“ Fleiri listform en dans og tónlist eru hluti sýn- ingarinnar því frum- sýndar verða stuttmyndir Reynis Lyngdal og Katrínar Hall. Þá er þess að geta að Aðalsteinn Stefáns- son sér um umgjörð verksins og leikmynd en Filippía Elísdóttir og Ýr Þrastardóttir sjá um búninga. Þrjár sýningar verða á verkinu, sú þriðja er aukasýning sem bætt var við vegna mikillar eftirspurn- ar. sigridur@frettabladid.is Íd og GusGus bjóða til veislu FERÐALAG Í verkinu Á vit ... ferðast dansarar Íd um Hörpu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI PLATAN LEYFÐU LJÓSINU eftir Hildi Guðnadóttur kemur í verslanir í dag. Leyfðu ljósinu er tónverk sem tekið var upp í Music Research Centre við Háskólann í York síðastliðin janúar af Tony Myatt en útgáfufélagið Touch gefur það út. Ekkert var átt við upptökurnar eftir flutninginn. Hildur Guðnadóttir er sellóleikari og tónskáld og er búsett í Berlín. Undanfarin ár hefur hún unnið með allskyns tónskáldum og listamönnum og verið meðlimur í fjölmörgum hljómsveitum, þar á meðal múm og Stilluppsteypu. Svo höfum við verið dug- leg að fylgjast með og bæta við þegar við erum ekki að dansa sjálf. ÁSGEIR HELGI MAGNÚSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.