Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 4
25. maí 2012 FÖSTUDAGUR4 ALÞINGI Alþingi samþykkti í gær að bera drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá undir þjóðaratkvæði. Kosið verður eigi síðar en 20. október. Tillagan var samþykkt með 35 atkvæðum, en 15 voru á móti. 13 þingmenn voru fjarstaddir. Hart var tekist á um málið í sölum Alþing- is, en eins og Fréttablaðið greindi frá í gær stóðu umræður um atkvæðagreiðsluna í tæpar 50 klukkustundir. Atkvæðagreiðslan sjálf var flókin, enda lágu 22 breytingartil- lögur fyrir þinginu. Atkvæðagreiðslan hófst klukkan 11.05 og lauk ekki fyrr en 14.33. Hér til hliðar má sjá þær spurningar sem þjóðin fær að taka afstöðu til. - kóp Ranglega sagði í blaði gærdagsins að upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg hefði vísað foreldrum barna á leik- skólanum Jörfa á lögreglu um frekari upplýsingar um fíkniefnafund á leikskólanum. Hið rétta er að upp- lýsingafulltrúinn vísaði blaðamanni á lögreglu. Leikskólastjórinn áframsendi svar upplýsingafulltrúans á foreldra í leikskólanum. LEIÐRÉTT Þjónustusími 800-1902 · www.smalan.is Þetta er ekkert stórmál! Við lánum þér allt að 100.000 kr. í allt að 30 daga. Sendu sms í • SÍ A • 1 21 53 8 LÖGREGLUMÁL Verklagsreglur hjá embætti sérstaks saksóknara verða teknar til endurskoðunar eftir að embættið kærði tvo fyrrum starfs- menn sína til ríkissaksóknara. Guðmundur Haukur Gunnars- son og Jón Óttar Ólafsson hafa verið kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi en þeim er gefið að sök að hafa selt upplýsingar, sem þeir urðu sér úti um í störfum fyrir embættið, til þrotabús Milestone. Mennirnir, sem eru fyrrverandi lögreglumenn, höfðu unnið að rann- sóknum á málum tengdum Mile- stone og Sjóvá hjá embættinu. Þeir létu formlega af störfum hjá því um áramót en unnu um tíma eftir það sem verktakar fyrir embættið. Í yfirlýsingu sem Grímur Sig- urðsson, skiptastjóri þrotabús Mile- stone, sendi frá sér í gær kemur fram að félagið P3 sf., í eigu tví- menninganna, hafi boðið fram þjón- ustu sína við þrotabúið við rann- sókn á gögnum tengdum Milestone. Þrotabúið hafi talið mikils virði að fá reynda rannsóknarlögreglu- menn með þekkingu á málefnum Milestone til að hjálpa til við þessa umfangsmiklu vinnu. Þá hafi tví- menningarnir fullyrt að þetta væri gert með fullri vitund þáverandi yfirmanna þeirra hjá embætti sér- staks saksóknara, sem síðar kom á daginn að var rangt. Í kjölfarið muni skiptastjóri kanna réttarstöðu búsins vegna málsins. Loks kemur fram í yfirlýsing- unni að skiptastjóri telji að öll þau gögn sem afhent voru þrotabúinu á grundvelli rannsóknar tvímenn- inganna fyrir sig hafi verið í eigu þrotabúsins eða þá þess eðlis að þrotabúinu hafi verið heimilt að fá aðgang að þeim. Þrotabúið hefur höfðað nokkurn fjölda mála til að reyna að fá rift ákveðnum viðskiptum Milestone upp á milljarða króna. Spurður hvort aðkoma tvímenninganna að málum þrotabúsins hafi áhrif á þau mál segir Grímur svo ekki vera. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því í kvöldfréttum á miðvikudag að verjendur þeirra sem tengjast rannsóknum, sem tvímenningarn- ir tóku þátt í hjá embætti sérstaks saksóknara, íhugi að krefjast þess að þeim verði hætt vegna aðkomu þeirra. Ólafur Þór Hauksson, sér- stakur saksóknari, segir að það muni koma betur í ljós við dóms- meðferð máls tvímenninganna hvort aðkoma þeirra að rannsókn- um embættis sérstaks saksóknara muni hafi áhrif á mál embættisins tengd Milestone. Þá segir Ólafur að verkferlar og verklagsreglur hjá embættinu verði teknar til endurskoðunar. „Mál eins og þetta kallar á skoð- un á innra skipulagi embættisins og ég á von á því að við munum fara yfir ákveðna þætti,“ segir Ólafur. magnusl@frettabladid.is Boðar skoðun á innra skipulagi embættisins Verklagsreglur hjá sérstökum saksóknara verða endurskoðaðar í kjölfar þess að embættið kærði tvo fyrrum starfsmenn til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnar- skyldu. Málið hefur ekki áhrif á dómsmál þrotabús Milestone, segir skiptastjóri. HÉRAÐSDÓMI REYKJAVÍKUR Í JANÚAR Þeir Jón Óttar Ólafsson (til vinstri) og Guð- mundur Haukur Gunnarsson (lengst til hægri) voru Hólmsteini Gauta Sigurðssyni saksóknara til aðstoðar þegar svokallað Svartháfsmál var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grund- vallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá? ■ Já, ég vil að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. ■ Nei, ég vil ekki að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. 2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign? ■ Já ■ Nei 3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi? ■ Já ■ Nei 4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosn- ingum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er? ■ Já ■ Nei 5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt? ■ Já ■ Nei 6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu? ■ Já ■ Nei Spurningarnar Mikill hiti í sölum Alþingis þegar fallist var á ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu: Drög að stjórnarskrá í þjóðaratkvæði STJÓRNMÁL Íbúar Garðabæjar og Álftaness munu greiða atkvæði um það í haust hvort sameina eigi sveitarfélögin. Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna samþykkti þetta samhljóða á fundi sínum í gær. Bæjarstjórnir sveitarfélaganna munu þurfa að koma sér saman um hvenær atkvæðagreiðslan fer fram. Nefndin var sett á laggirn- ar árið 2010, eftir að Álftanes fór fram á viðræður um sameiningu á grundvelli frjálsrar sameiningar. - þeb Garðabær og Álftanes: Kosið um sam- einingu í haust ÁLFTANES Íbúakosning um samein- inguna mun fara fram í haust í báðum sveitarfélögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 27° 24° 21° 19° 22° 23° 19° 19° 24° 21° 25° 25° 32° 20° 24° 17° 20°Á MORGUN 10-15 m/s NV-til, annars hægari. SUNNUDAGUR 3-8 m/s. 15 16 16 6 11 11 11 12 12 11 17 13 15 15 13 8 7 7 6 12 10 7 20 17 12 12 10 14 14 12 16 13 FERÐAHELGI Þá er komið að fyrstu stóru ferðahelgi sumarsins og veðrið verður hið besta einkum á Norður- og Austur- landi. Það má búast við skúrum vestan til á morgun en á sunnudag gæti létt til en það eru líkur á þoku við ströndina. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður ALÞINGI Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, segir ríkisstjórnina ekki hafa staðið við gefin fyrir- heit í jafnrétt- ismálum, þrátt fyrir að hafa sett þau í önd- vegi. Þorgerð- ur benti á að aldrei hafi færri karlar tekið fæð- ingarorlof en nú, kynbundinn launamunur fari vaxandi, hlutfall kvenna í áhrifastöðum fyrirtækja hafi ekkert breyst, jafnréttisvottun fyrirtækja hafi setið á hakanum, konur séu í miklum meirihluta þeirra sem sagt hafi verið upp hjá ríkinu og Jóhanna Sigurð- ardóttir forsætisráðherra hafi gerst brotleg við jafnréttislög. Í þessum málum „hafa efndir ekki fylgt orðum hjá þessari ríkis- stjórn,“ sagði Þorgerður. - kóp Efndir fylgja ekki orðum: Segir jafnréttis- mál í ólestri ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR LÍKNARMÁL Landssamband bak- arameistara, LABAK, safnaði 1,5 milljónum króna til styrktar grunnrannsóknum á brjósta- krabbameini dagana 10. til 13. maí. Átakið var til stuðnings styrktarfélaginu Göngum saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Fyrirtæki, stofnanir og einstak- lingar buðu upp á brjóstabollur með kaffinu um mæðradagshelg- ina með þessum árangri. Félagið var stofnað haustið 2007 og hefur síðan veitt um 22 millj- ónum króna til rannsókna. - shá Bakarar safna til rannsókna: Brjóstabollan gaf 1,5 milljónir Tóku kannabis í Kópavogi Lögreglan stöðvaði kannabisræktun í húsi í Kópavogi eftir hádegi á miðvikudag. Við leit fundust 25 kannabisplöntur. Húsráðandinn, karl á fertugsaldri, viðurkenndi að eiga plönturnar. LÖGREGLUFRÉTTIR GENGIÐ 24.05.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 224,2692 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,71 129,33 201,77 202,75 161,8 162,7 21,77 21,898 21,465 21,591 17,98 18,086 1,6206 1,63 195,32 196,48 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.