Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 22
22 25. maí 2012 FÖSTUDAGUR Margt bendir til að vandi okkar Íslendinga um þessar mundir sé ekki síður menningarlegur en fjárhagslegur. Til þess benda m.a. umræður manna um völd forseta Íslands. Allt frá lýðveldisstofnun hafa forsetar hagað sér eins og þeir væru með öllu valdalausir, ef frá eru tekin áhrif þeirra við myndun ríkisstjórna. Nú á síðustu árum virðist forsetinn allt í einu kominn með vald til þess að neita að undirrita lagafrumvörp að vild sinni auk þess sem ýmsir virð- ast telja hann hafa enn víðtækari völd. Þetta hefur gerst án þess að stjórnarskrá sé breytt með lögleg- um hætti og án þess að dómstólar dæmi þar um. Lýðskrum og skap- andi lagatúlkun er látið duga. Þegar þjóð setur sér stjórnar- skrá er það höfuðviðfangsefni að tryggja að eftir stjórnarskránni sé farið. Leið í þessari viðleitni, sem margar Evrópuþjóðir hafa farið, er að nota persónu þjóðhöfð- ingja til þess að skapa stjórnar- farinu virðingu og traust, í þeirri vitneskju að persónur skipta flest fólk meira máli en réttindaskrár. Í okkar stjórnskipun er þetta hlut- verk forsetans. Hann er kjör- inn af allri þjóðinni með jöfnum kosningarétti og er sameiningar- tákn hennar. Nánast öll völd ríkis- ins eru með beinum eða óbeinum hætti lögð í hendur honum, en ein- ungis að formi til. Þrjár greinar stjórnarskrárinnar gera honum skylt að leggja öll völd sín í hend- ur ráðherrum ríkisstjórnar. Þess- ar þrjár greinar hafa bæði lærðir og leikir kosið að leggja til hliðar í skrifum og umræðum síðustu ára og láta eins og þær séu ekki til. Er óhjákvæmilegt að ræða þær. 11. grein 1. mgr. stjórnarskrár- innar hljóðar svo: „Forseti lýð- veldisins er ábyrgðarlaus á stjórn- arathöfnum. Svo er og um þá sem störfum hans gegna.“ Það er grundvallarregla í okkar rétti að völdum fylgi ábyrgð. Sá sem ekki ber ábyrgð hefur ekki völd. Þessi grein mælir fyrir um almennt valdaleysi forsetans. Hún er skýr og ótvíræð og verður ekki fram hjá henni gengið. 13. grein stjórnarskrárinnar hljóðar svo: „Forsetinn lætur ráð- herra framkvæma vald sitt. Ráðu- neytið hefur aðsetur í Reykjavík.“ Þessi grein er ekki síður skýr og ótvíræð. Hér er engin undan- tekning gerð, hvorki um 26. gr., sem fjallar um þjóðaratkvæði, né aðrar greinar stjórnarskrárinn- ar. Fram hjá þessu beina ákvæði verður ekki gengið nema með því að brjóta það. Upphaf 14. greinar stjórnar- skrárinnar hljóðar svo: „Ráð- herrar bera ábyrgð á stjórn- a r f r a m k v æ m d u m ö l l u m . Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum.“ Til þess að taka af öll tví- mæli lætur stjórnarskráin ekki duga að segja ráðherra fara með vald forsetans, heldur einnig tekið fram að ráðherra beri ábyrgðina: Er það í samræmi við grundvall- arregluna um að saman fari völd og ábyrgð. Má segja að stjórnar- skráin noti bæði belti og axlabönd er til þess kemur að svipta forset- ann öllum raunverulegum völdum og skilja hann eftir með hin form- legu völd og hið mikilvæga hlut- verk að stuðla að virðingu manna fyrir stjórnskipun ríkisins. Stjórnarskráin er ekki tilbún- ingur nokkurra manna sem af til- viljun komu saman um miðja síð- ustu öld, heldur er hún afrakstur aldalangrar þróunar Evrópu sem rekja má aftur til Forngrikkja að minnsta kosti. Hún kann að virðast flókin við fyrstu sýn en getur orðið öllu læsu fólki augljós með lítilli fyrirhöfn. Stjórnkerfið sem hún mælir fyrir um er það fullkomn- asta sem völ er á og menningarlegt afrek út af fyrir sig. Hitt er annað mál að hin besta stjórnarskrá kemur fyrir lítið ef menn vilja ekki fara eftir henni og nenna ekki að kynna sér efni hennar. Hér er ábyrgð löglærðra manna og ann- arra sem teljast hafa sérþekkingu á stjórnarfarsmálefnum stærst, því þeirra er öðrum framar skyld- an að verja þessi verðmæti. Ýmsir virðast gera því skóna að forsetaræði sé betra en það þingræði sem við höfum búið við og stjörnuljómi virðist kunna að ljóma um valdamikinn forseta. Sú dýrð er dýru verði keypt og mætti skrifa um það langt mál. Aðeins tvennt skal nefnt. Óhjákvæmileg- ur fylgifiskur forsetaræðis eru stöðug átök milli forseta og þings, sem iðulega leiða til þráteflis sem stöðvar allar framkvæmdir. Þetta hafa menn fyrir augunum m.a. í því mikla lýðræðisríki Banda- ríkjum Norður-Ameríku, þar sem menn hafa árum saman ekki einu sinni getað komið sér saman um lögbundnar greiðslur alríkisins og hvorki skorið niður né lagt á skatta. Annað sem nefna má er að forsetaræði skortir sveigjanleika þingræðisins. Hér á landi er unnt að skipta um ríkisstjórn hvenær sem er á kjörtímabili ef mönnum sýnist svo. Forsetann sitja menn uppi með allt kjörtímabilið hvað sem á gengur og gerir þetta það að verkum að forseti verður sem því nemur óháðari þjóðarviljanum. Rétt er að taka fram að höfund- ur þessa pistils er ekki einn um þær skoðanir sem hér er lýst um stjórnarskrána. Nær er að segja að þetta hafi verið hin almenna skoð- un lögfræðinga allt fram til þess að sú menningarlega kreppa sem við Íslendingar eigum nú við að stríða fór að láta á sér kræla. Má t.d. benda á mjög skilmerkilega grein, sem Þór Vilhjálmsson, fv. prófessor og hæstaréttardómari, skrifaði um það leyti sem darrað- ardansinn var að hefjast, þar sem þessi sjónarmið eru túlkuð. Um vald forsetans Umhverfisráðherra, Svan-dís Svavarsdóttir, segir í fréttaskýringu (Friðlýsing nátt- úrusvæða) Fréttablaðsins þann 29. desember sl. að náttúru- verndaráætlun Alþingis sé nokk- urs konar óskalisti þingsins um svæði sem það vill sjá friðlýst en séu strand, og ekki hafi tekist að hreyfa við. Oft er það vegna andstöðu viðkomandi sveitar- félags eða landeigenda. Sú staða geti komið upp að einn landeig- andi af mörgum sé andsnúinn friðun og þá sé málið komið í hnút. Þannig hefur oft nauðsyn- leg verndun landsvæða, jafnvel á landi ríkisins, og hagsmunir heildarinnar orðið að víkja fyrir eiginhagsmunum búfjárbænda sem nýta landið án nokkurrar ábyrgðar. Svandís segir að lagalegt umhverfi þessara mála sé í skoðun og horft sé til þess hve veik náttúruverndaráætlunin sé í raun og veru. Þau séu kannski með 12-14 svæði áætluð til frið- unar en tekst ekki að klára nema 4. Vegna alþjóðlegra skuldbind- inga Íslands um náttúruvernd finnur nefndin sem vann að hvítbókinni engin önnur ráð en að unnið verði að því að mynda net verndarsvæða á landinu. Það ætti að tryggja vernd landslags og gróðurs. Þetta er algerlega vonlaus hugmynd. Engin frið- un á pappírum Alþingis hefur minnstu áhrif á yfir milljón sauðfjár sem ráfar stjórnlaust um landið. Það yrði að girða af öll verndarsvæðin og okkur fyrir utan um leið. Vonandi yrði þó hægt að finna hlið á stöku stað en hjálpi þeim sem gleymdu að loka á eftir sér, bitvargurinn væri ekki lengi að rústa svæð- inu … Kílómetrinn af girðingu kost- ar í dag um 1,5 milljónir. Erum við tilbúin að borga fyrir þús- undir kílómetra af gaddavír sem nú þegar er allt of mikið af, bara til þess að sauðfé bænda geti gengið laust og klárað restina af náttúrulega gróðrinum fyrir utan friðunarsvæðin? Erum við í álögum vanans? Svona rán- yrkjumiðaldabúskapur eins og er stundaður hér, þekkist ekki lengur hjá siðmenntuðum þjóð- um. Við erum öðrum þjóðum til athlægis og furðu að láta óþarfa fjölda af skepnum éta undan okkur landið. Það eina sem þarf að gera til að bjarga þeim tötur- lega náttúrugróðri sem eftir er, og fjáraustrinum úr ríkis- sjóði í þessa tímaskekkju, er að setja lög sem banna lausagöngu búfjár. Bændur beri ábyrgð á sínu búfé og hafi það á afgirtum heimalöndum eða beitarhólfum. Þá þyrfti engar aðrar girðingar og landið færi, alsælt, að græða sárin sín og gaddavírsfárið að víkja. Látið í ykkur heyra. Viljið þið halda áfram að borga fyrir stöðugar landskemmdir? Eða viljið þið krefjast þess af lög- gjafarvaldinu að það sjái til þess að við búum í landinu án þess að valda því stöðugum skaða? Svo miklum skaða að Landgræðsla ríkisins hefur varla undan að bæta hann. Er þetta ekki það sem kallað er Bakkabræðravinna? Friðun í herkví sveitarfélaga og bænda Forsetaembættið Finnur Torfi Stefánsson lögfræðingur og stjórnmálafræðingur Náttúruvernd Herdís Þorvaldsdóttir fv. formaður Lífs og lands Norðurlönd á norð- urskautssvæðinu Norðurskautssvæðin hafa flust nær miðju heimsstjórn- málanna og munu fá aukið vægi í framtíðinni. Saman geta nor- rænu ríkin haft áhrif á þróun norðurskautssvæðisins og unnið á jákvæðan hátt í Norðurskauts- ráðinu. Við í Norðurlandaráði lýsum því eftir sameiginlegri norrænni stefnu sem getur verið undirstaða uppbyggilegrar nor- rænnar samvinnu. Norrænu ríkin eru lítil hvert um sig, en saman geta þau haft umtalsverð og jákvæð áhrif á þróun norðurskautssvæðanna og starfið í Norðurskautsráðinu. Sameiginlegar aðgerðir eru nauðsynlegar þar sem margir alþjóðlegir aðilar sýna norður- skautssvæðunum áhuga og við það verða til nýjar heimspólitísk- ar áskoranir. Hlýnun jarðar skapar ný tæki- færi fyrir efnahagsþróun á norð- urskautssvæðunum með nýjum siglingaleiðum, námarekstri og olíu- og gasvinnslu. Þetta getur verið jákvætt fyrir mörg sam- félög á svæðinu, en hefur einn- ig í för með sér hættu á alvar- legum slysum. Hlýnunin hefur einnig neikvæð áhrif á margar hefðbundnar atvinnugreinar og búsetuskilyrði. Þess vegna er þörf fyrir jafnvægi í þróun, þar sem nýjar aðgerðir til að skapa hagvöxt verða að taka tillit til íbúa svæðisins og viðkvæmrar náttúru. Jafnframt verður að tak- marka losun gróðushúsaloftteg- unda á heimsvísu og samfélögin verða að vera það sterk að þau geti tekist á við afleiðingar óhjá- kvæmilegra loftslagsbreytinga. Stoltenberg, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Noregs, lagði í skýrslu sinni frá 2009 til marg- víslegar sameiginlegar aðgerðir á sviði utanríkis- og varnarstefnu með áherslu á Norður-Atlants- haf, þar á meðal sameiginlega loftrýmisgæslu yfir Íslandi. Ríkisstjórnir Norðurlandanna hafa brugðist við tillögunum á jákvæðan hátt og þetta dæmi sýnir að norrænu ríkin geta unnið saman að þróun nyrstu svæðanna. Gagnsemi sameiginlegrar rammaáætlunar um formennsku þriggja norrænna ríkja (Nor- egs, Danmerkur og Svíþjóðar) í Norðurskautsráðinu á árunum 2007 til 2013 hefur sannað sig. Þar var fjallað um sameiginleg markmið og forgangsröðun sem leiddi til þess að sett var á stofn skrifstofa fyrir Norðurskauts- ráðið. Norðurlandaráð telur mik- ilvægt að dragast ekki aftur úr þegar Kanadamenn taka við for- mennsku árið 2013. Norðurlönd eiga áfram að sýna frumkvæði og gegna sameiningarhlutverki í samstarfi á norðurskautssvæð- unum. Norðurlandaráð samþykkti því á vorþingi sínu í Reykjavík í mars síðastliðnum tillögu um að ríkis- stjórnir Norðurlandanna ynnu sameiginlega stefnu um nor- rænt samstarf til að takast á við áskoranir norðurskautssvæðis- ins. Markmiðið ætti að vera að ná pólitískri fótfestu í stefnumálum eins og nýtingu náttúruauðlinda, fiskveiðum, umhverfisvernd, siglingaleiðum, vöktun og björg- un á hafi, flutningum og innvið- um og sjálfbærri efnahagsþróun sem gagnast íbúum norðurskauts- svæðisins. Við verðum að byggja á því sem við erum sammála um og þróa þessa samstöðu þannig að hún nái til eins margra stefnu- mála og mögulegt er. Með sameiginlegri stefnu geta norrænu ríkin lagt áherslu á sameiginleg markmið og sett í forgang sameiginlegar aðferðir til að koma þeim á framfæri. Stefnan getur styrkt enn betur hlutverk Norðurlanda sem mik- ilvægs sameiningarafls fyrir íbúa, umhverfi og öryggi á norð- urskautssvæðinu. Hugmynd- in er ekki að mynda norrænan hóp í Norðurskautsráðinu. Þvert á móti viljum við styðja við og efla Norðurskautsráðið með því að norrænu ríkin leggi í auknum mæli sitt af mörkum sem þrótt- mikill aðili í Norðurskautsráðinu. Norðurskautssvæðin Kimmo Sasi forseti Norðurlandaráðs, Finnlandi Helgi Hjörvar Íslandi Bendiks H. Arnesen Noregi Bertel Haarder Danmörku Karin Åström Svíþjóð Óhjákvæmilegur fylgifiskur forsetaræðis eru stöðug átök milli forseta og þings, sem iðulega leiða til þráteflis sem stöðvar allar framkvæmdir. Rekstrarvörur - vinna með þér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.