Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 25. maí 2012 19
Fyrir seinustu alþingiskosning-ar bauð RÚV framboðunum
að fá ókeypis kynningartíma í
sjónvarpi. Sum, til dæmis Borg-
arahreyfingin, vildu taka boðinu
en þar sem rótgrónu flokkarnir
höfðu ekki áhuga var hætt við
allt. Ný framboð fengu því ekki
að kynna sig í sjónvarpi því það
hentaði ekki þeim sem fyrir voru.
Öryggis- og samvinnustofnun
Evrópu benti á þennan galla og
taldi að reglurnar um ókeyp-
is sjónvarpstíma ættu heima í
lögum. Menntamálaráðuneytið
ákvað að bregðast við þessum
ábendingum með því að leggja
til að … bannað yrði að birta
skoðanakannanir stuttu fyrir
kosningar. Nokkuð sem ÖSE lagði
ekki til og fátt bendir til að gagn-
ist nýjum framboðum nokkuð.
„Útlendingurinn sagði …“
Það virðist tíska að réttlæta
vondar, íþyngjandi breyting-
ar með villandi tilvísunum til
útlanda. Í grein um ný fjölmiðla-
lög fyrir viku síðan gagnrýndi ég
m.a. að til stæði að banna útlend-
ingum utan EES að vera ábyrgð-
armenn fjölmiðla. Viðbrögð ráðu-
neytisins við þeirri gagnrýni
mátti lesa í Fréttablaðinu sein-
asta miðvikudag: „Í svari ráðu-
neytisins um hvort það stangist
á við ákvæði stjórnarskrár um
atvinnu- og tjáningarfrelsi segir
það mat framkvæmdarstjórnar
ESB að ákvæði gildandi laga, um
að ábyrgðarmaðurinn skuli hafa
heimilisfesti hér á landi og vera
lögráða, stangist á við staðfestu-
rétt, sem er hluti EES-samnings-
ins. Útvíkkunin til EES-svæðisins
sé í takti við EES-rétt um stað-
festurétt. Katrín segir einfaldlega
verið að innleiða EES-reglur, til
dæmis hljóð- og myndskipunar-
tilskipunina. Þetta sé almenna
reglan innan EES-svæðisins.
Borgarar utan þess svæðis geti
sótt um undanþágu frá banninu,
líkt og þegar kemur að landa-
kaupum.“
Hér er ráðherrann að blása
sápukúlur. Ég efast ekki um að
það sé gott mál, og í takt við EES
samninginn, að leyfa Slóvena sem
býr í Danmörku að reka fjölmiðil
á Íslandi. En það er látið í veðri
vaka að ef við opnum þær dyr þá
verðum við, skv. EES, að loka á
útlendinga utan EES. Mér sýnist
það vera bull.
Það er stundum vandamál
hvað opinber umræða á Íslandi
á það til að fara í „hann sagði,
hún sagði“ ham án þess að auð-
tjekkanleg álitaefni séu leidd til
lykta. Ég held því til dæmis fram
að EES neyði okkur EKKI til að
banna Bandaríkjamönnum að
reka og ábyrgjast blöð á Íslandi.
Ef ráðherra er á öðru máli þá
verður hún að vísa okkur á þá
evrópsku lagagrein sem krefur
okkur um slíkt. Að sama skapi,
ef ráðherra heldur því að það
sé „alvanalegt“ að Bandaríkja-
menn megi ekki ábyrgjast fjöl-
miðla í Evrópu, þá hlýtur hún að
geta afhent okkur lista með öllum
löndum þar sem þannig bönn eru
við lýði, ásamt tilvitnunum í laga-
greinar. Ég er hræddur um að
það gæti reynst erfitt.
Undanþága frá mannréttindum
Sú fullyrðing ráðherra að þetta
sé eins og að banna útlending-
um að eiga jarðir og að menn
geti bara sótt um undanþágu er
stórmerkileg. Í fyrsta lagi gerir
frumvarpið ekki ráð fyrir nein-
um undanþágum við ríkisfangs-
greininni, svo erfitt er að sjá
hvernig þær ætti að veita. Í öðru
lagi þá tryggir stjórnarskráin
almennt mannréttindi allra, allra
sem dvelja á Íslandi, ekki bara
Íslendinga. Í eignarréttarákvæð-
inu er þó sérstaklega tekið fram
að „með lögum [megi] takmarka
rétt erlendra aðila til að eiga fast-
eignaréttindi eða hlut í atvinnu-
fyrirtæki hér á landi“. Engar
sambærilegar heimildir til að
takmarka málfrelsi eða atvinnu-
frelsi útlendinga er að finna í
stjórnarskránni.
Ráðherra vill sem sagt hefta
málfrelsi án heimildar í stjórnar-
skrá og veita svo undanþágur frá
því banni án heimildar í lögum.
Hvorugt gengur upp. Og að allri
lögfræðinni slepptri þá þykir
mér merkilegt ef menn þurfa að
sækja um undanþágu til að njóta
málfrelsis og reka eigin vefsíður.
Hugsað í bönnum
Útlendingabannið og skoðana-
kannanabannið eru hvort tveggja
skaðleg, hundóþörf og lagalega
hæpin bönn sem reynt er að koma
inn í löggjöf um fjölmiðla með
röngum fullyrðingum um að ein-
hver stofnun erlendis hafi mælst
til þess. Þessi skapandi nálgun
menntamálaráðherra á heimilda-
notkun gefur tilefni til að skoða
gaumgæfilega hvaða fleiri hörm-
ungar hafi ratað inn í íslenska
löggjöf að undanförnu undir því
falska yfirskyni að um ábend-
ingar eða tilskipanir erlendis frá
væri að ræða.
Umsókn um málfrelsi
Ég er þreyttur á að vera reiður. En samt var eigninni minni
stolið ásamt öllu mínu sparifé og
án alvöru lausna horfi ég fram á
gjaldþrot fjölskyldunnar, þrátt
fyrir að ég sé í fastri vinnu og
hafi borgað alla mína reikninga.
Þetta er ekki sanngjörn staða og
reiði er fullkomlega eðlileg og rétt-
mæt. Þess vegna er svo freistandi
að halda í hana. En hversu lengi?
Mér finnst reiðin og biturleikinn í
samfélaginu fara vaxandi.
Reiðin getur stundum virk-
að sem drifkraftur. Hún þjappar
þeim saman sem bera sömu til-
finningar og vekur samkennd.
Búsáhaldabyltingin var t.d sprott-
in upp úr slíkri samkennd. Okkur
var nóg boðið og við stóðum upp og
börðum í borðið.
En hvert fór allt fólkið sem var
á Austurvelli? Mörgum finnst
þögnin í dag þrúgandi. Er búið að
svæfa fólk, er úthaldið þrotið eða
eru allir svona sáttir við sinn hlut?
Reiðin virkar svipað og orku-
drykkur. Hún vekur okkur og
kemur okkur úr sporunum. En
þessi orka varir stutt og allt í
einu erum við andlaus og tóm og
við setjum traust okkar á hina
íslensku þjóðtrú um að „þetta
reddist“.
Reiðin er ekki góður grunnur til
uppbyggingar. Hún þurrkar okkur
upp og hefndarþorstinn verður
sífellt sterkari. Þeim þorsta verður
aðeins svalað með hugarfarsbreyt-
ingu. Í þeirri hugarfarsbreytingu
felst m.a. fyrirgefning.
En að fyrirgefa snýst samt ekki
um að samþykkja það sem gert
hefur verið á manns hlut. Að fyr-
irgefa er ekki það sama og að gef-
ast upp. Að fyrirgefa snýst um að
slíta böndin sem halda okkur föst-
um svo við getum haldið áfram
að stefna að því marki sem okkur
var ætlað. Læra af liðnum atburð-
um en hætta að láta þá stjórna
okkur.
Ef við viljum alvöru uppbygg-
ingu í íslensku samfélagi þarf
nýja hugsun. Hugsun sem byggir
upp en rífur ekki niður. Hugsun
sem sameinar en sundrar ekki.
Hugsun sem byggir á gjafmildi en
ekki græðgi. Hugsun sem berst
fyrir fólk en ekki fyrir pólitískar
stefnur. Hugsun sem ber virðingu
fyrir öllum, líka þeim sem hafa
aðrar skoðanir en við sjálf og eiga
minni eða meiri pening. Hugsun
sem byggir á samstöðu.
Það þarf byltingu í íslensku
samfélagi. En byltingin þarf ekki
að vera blóðug. Henni þurfa ekki
að fylgja tárvot augu á reykmett-
uðum Austurvelli. Henni þarf
ekki að fylgja grjótkast í lög-
reglumenn sem eru að berjast við
sama kerfi og allir aðrir.
Ég get ekki sætt mig við að
„þetta reddist“. Ekki þegar ég
veit að það er í mínu valdi að
byggja þá framtíð sem ég treysti
fyrir börnunum mínum. Höldum
áfram að berjast fyrir réttlæti.
Höldum áfram að berjast fyrir
framtíð okkar og næstu kyn-
slóða á okkar frábæra landi. En í
þessari baráttu skulum við koma
fram við aðra eins og við viljum
að komið sé fram við okkur. Það
er þess virði.
Að lokum. Ein og sér er þessi
grein bara innantóm orð, en sam-
staða um innihald hennar getur
breytt miklu. Boltinn er hjá þér.
Þegar tunnurnar
þagna
Pawel Bartoszek
stærðfræðingur
Í DAG
Svar við bréfi
Sighvats
Í stuttri grein Sighvats Björg-vinssonar í Fréttablaðinu 24.
maí sl. þar sem hann þakkar
fyrir svar mitt við grein hans
í sama blaði mánudaginn 21.
maí ber hann enn fram nokkr-
ar spurningar sem sjálfsagt er
að svara.
1. Hefur verið vel og nákvæm-
lega skilgreint hvaða þjónustu á
að veita, hvað til hennar þarf af
húsnæði, sérmenntuðu starfs-
liði, tækjum og búnaði? Hvað
kostar að kaupa og hvað kostar
að reka? Hvar er þessar upplýs-
ingar að finna?
Svar: Já, að sjálfsögðu hefur
verið gengið út frá skilgreindri
þjónustu sem miðast í stórum
dráttum við þá stöðu sem Land-
spítali hefur nú þegar sem
sérhæft sjúkrahús fyrir allt
landið og nærþjónusta fyrir
höfuðborgarsvæðið auk þess að
vera háskólasjúkrahús lands-
ins. Umfangsmikil þarfagrein-
ingarvinna fór fram í upphafi.
Ekki er gert ráð fyrir fjölgun
legurúma frá því sem var þegar
þessi vinna fór fram árið 2006
þrátt fyrir gríðarlega fjölgun
í þeim aldurshópum sem mest
þurfa á sjúkrahúsþjónustu að
halda. Um allt þetta má lesa
nánar í ítarlegum upplýsingum
um verkefnið á vef þess, www.
nyrlandspitali.is.
2. Landspítali er og hefur
verið háskólasjúkrahús. Hár-
toganir um skilgreiningu á því
breyta engu um bygginguna
sem slíka.
3. Varðandi stefnumörkun
um sjúkrahúsþjónustu á lands-
vísu verður að beina spurning-
um til yfirvalda heilbrigðismála
en benda má á að þáttur minnstu
landsbyggðarsjúkrahúsanna í
bráðaþjónustu er ekki meiri en
svo að hann er aðeins brot af því
sem fylgir breyttri aldursdreif-
ingu á næstu tveim áratugunum.
4. Að lokum verð ég að viður-
kenna að ég hef ekki þekkingu
til að tjá mig um hvort sjúkra-
húsin sem Sighvatur telur upp
henti vel sem hjúkrunarheim-
ili aldraðra en mér sýnist flest
hjúkrunarheimili stefna í þá átt
að þar verði að mestu eða ein-
göngu boðið upp á einbýli og
ýmsum sérþörfum sinnt sem
ekki er gert ráð fyrir í þessum
húsum. Enn og aftur vísast á
velferðarráðuneytið.
Sighvatur er velkominn hve-
nær sem er á fund okkar sem
vinnum að undirbúningi nýs
Landspítala og gjarnan að hann
taki með sér þá sem áhuga hafa
á að kynna sér málefnið nánar.
Nýr Landspítali
Jóhannes
Gunnarsson
læknir
Samfélagsmál
Birgir Örn
Guðjónsson
eiginmaður, faðir og
formaður SAMSTÖÐU í
Kraganum