Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 20
20 25. maí 2012 FÖSTUDAGUR Í blaðaviðtali í ágúst í fyrra kynnti Hjörleifur Sveinbjörns- son, yfirþýðandi í Þýðingarmið- stöð utanríkisráðuneytins, áform Huangs Nubo, fyrrum náms- og herbergisfélaga síns í Kína: „Á næstu þremur til f jór- um árum hyggst hann byggja upp 120 herbergja lúxushótel á Grímsstöðum, golfvöll og hesta- búgarð og í Reykjavík tvöfalt stærra lúxushótel. Þá er hann að spá í flugfélag til að flytja fólk á milli hótelanna. Þetta á að verða heilsársrekstur ... Hann sér fyrir sér að Ísland verði næsta ferða- mannaparadís heimsins en þarna er verið að tala um tíu til tuttugu milljarða fjárfestingu, segir Hjör- leifur.“ Þessi furðufrétt varð til þess, að ég og aðrir fórum að greina þessi óvæntu fjárfestingaráform í víðara samhengi kínverskr- ar utanríkisstefnu og umsvifa erlendis. Í Fréttablaðinu 23. maí hefur Hjörleifur áhyggjur af því að ég sæki fróðleik í einhverja Gróu á Leiti. Þá er rétt að árétta að vinnulagið sem lærist í utan- ríkisþjónustunni er einmitt til þess fallið að gera sjálfstæðar greiningar á efnahagslegri og pólitískri þróun. Eitthvað hlýt ég að hafa lært í slíku á langri starfsævi. Það er reyndar býsna auð- velt, en stundum tímafrekt, að fá yfirsýn yfir þróunina í Kína. OECD og Alþjóðagjaldeyrisjóð- urinn leggja til frábært efni fyrir þá sem eru læsir á hagskýrslur. Vikuritið Economist er ómissandi og sömuleiðis kínverska sjónvarp- ið CCTV News og vefsíður þeirra. Á netinu eru ókjör upplýsinga um landið frá prentmiðlum, alþjóða- stofnunum og þekktum grein- ingarstofnunum. Og ekki vantar góðar bækur um Kína á Kindle og fyrir iPodinn. Allt þetta nota ég og eftirlaunamaður hefur góðan tíma fyrir sín áhugamál. Heimildir mínar eru sem sagt upplýsingar, sem liggja fyrir og af þeim dreg ég mínar eigin ályktan- ir. Varðandi Kína, norðurskautið og Ísland er það auðvelt. Áform Huangs voru að öllum líkindum tilraun kínverskra stjórnvalda eða hersins að ná framtíðar fótfestu á Íslandi. Hvenær það gæti komið sér vel væri óráðið en Kínverjar hugsa til langs tíma. Að festa sér land á norðaustur hluta Íslands til 99 ára væri fyrirhafnarlaus land- vinningur. Það er greinilega sárt fyrir Hjörleif að sjá vin sinn Huang í nýju fötunum keisarans. Hjörleif- ur fullyrðir að ég geri vin hans að strámanni eða eins konar saklaus- um Grýlukarli að okkar málhefð. Það er gamalt áróðursbragð að snúa sannleikanum við. Þegar ég sýni raunveruleikann í þessu fjar- stæðukennda Grímsstaðamáli, þá er málinu snúið við og hið rétta gert að lygi. Þetta er reyndar gamalt kommatrikk, sem Hjör- leifur hefur vitaskuld aldrei lært. Ég hlustaði á Huang á CCTV News stæra sig af því að hann hefði haft betur í viðureign sinni við innan- ríkisráðherra Íslands. Ég sagði að þetta væri með öllu óaðgengileg framkoma erlends ríkisborgara í garð íslensks ráðherra. En af hverju ætti annars nokk- ur að hafa trúað þessari jóla- sögu á hásumri um þróun ferða- þjónustu á Hólsfjöllum þar sem óþekktur Kínverji leikur aðal- hlutverkið? Var hægt að fá nokkurt vit í það skilyrði að fylgja skyldu til eign- ar mörg hundruð ferkílómetrar lands? Og svo yrði hótelið tengt með eigin flugsamgöngum við Reykjavík. Átti flugvélakostur- inn annars ekki að koma frá kín- verska flughernum? Af hverju var reynt að telja fólki trú um að einmitt þarna í auðn, einangrun og illviðrum vetrar, væri hægt að reka lúxushótel allan ársins hring? Já, því ekki að hafa golf- völlinn bara á Vatnajökli? Og við skulum ekki vera með neinn barnaskap um að Huang, rétt eins og aðrir kínverskir „auðjöfrar“, er settur í þá stöðu í miðstýrðu efnahagskerfi. Ekkert slíkt gerist í Kína nema að fenginni blessun flokks og ríkis. Óþarfi er að rekja fyrir Íslend- ingum ömurlega fortíð Alþýðu- lýðveldisins Kína á dögum Maós. Við segjum það liðna tíð og fögn- um því Kína sem síðar tók við. Þar er rekinn ríkiskapítalismi með undraverðum árangri hag- vaxtar og aukinnar velmegunar enda eru viðskiptamöguleikar góðir. En Kína er miðstýrt ein- ræðisríki sem virðir ekki mann- réttindi sem við hljótum að harma og mótmæla. Þá er Kína mjög að sækja sig í veðrið sem kjarnavopnavætt hernaðarstór- veldi, einnig með öflugan her- flota. Kínverjar eiga í deilum um lögsögu við öll löndin í Suður- Kínahafi, sem eiga varnarsam- starf við Bandaríkin. Þar kynni að slá í harðbakkann. Engum getur dulist að Kínverj- ar sækja í auðlindir norðurskauts- ins og þeir munu stunda siglingar í stórum stíl um norðaustur leið- ina um pólinn, – siglingaleið sem er að opnast. Þeir hafa sóst eftir umskipunarhöfn í Norður-Noregi en það mál féll niður enda andar köldu frá Kína í garð Norðmanna fyrir það uppátæki að hafa veitt kínverskum andófsmanni friðar- verðlaun Nóbels. Hvaða bull er þetta eiginlega að ég sé að gera strámann úr Huang þegar verið er að sýna hann og þessi mál eins og þau eru: Íslend- ingum óaðgengileg. Milligöngu- maður hans, Hjörleifur Svein- björnsson, gæti gert okkur öllum þann stórgreiða að telja vin sinn á að láta Íslendinga í friði. Ekki var Huang gerður strámaður Í aðsendri grein Sighvats Björgvinssonar þ. 21. maí 2012 greinir Sighvatur snöf- urmannlega kjarnann frá titt- lingaskít og aukaatriðum og dregur fram nokkrar spurning- ar sem hann telur að menn hafi látið hjá líða að ræða, þá senni- lega vegna þess að menn treysti sér ekki í slíka umræðu. Það er rétt að þessi atriði hafa ekki verið mjög áberandi í almennri umræðu og það er mikilvægt að nú skuli loksins kominn fram aðili, sem ekki eigi beinna hagsmuna að gæta og treysti sér til að kveða upp úr um að megnið af allri hinni frjálsu umræðu hingað til, hafi í raun verið um aukaatriði. Við gerum fastlega ráð fyrir því að fv. heilbrigðis- ráðherra sé fyllilega ljóst að Landspítal- inn er einhver mikil- hæfasta mennta- og vísindastofnun þjóð- arinnar, sé t.d. litið til fjölda og kunn- áttu þeirra rúmlega 1.300 nemenda sem þar hljóta menntun sína ár hvert, sem og fjölda tilvitnaðra vís- indagreina frá starfs- mönnum spítalans, sem birtast árlega í alþjóðlegum vísinda- ritum. Landspítali er þess vegna háskóla- sjúkrahús, og hefur verið það lengi. Á síð- ustu árum hefur spítalinn eflst sem slíkur í öflugu samstarfi við Háskóla Íslands, Íslenska erfðagreiningu og Hjarta- vernd auk fjölmargra erlendra mennta- og heilbrigðisstofnana. Nýbygging spítalans og Heil- brigðisvísindasviðs Háskóla Íslands er því ekki nýbreytni heldur nauðsynleg þróun til að tryggja áfram gott heilbrigðis- kerfi. Á háskólaspítala fléttast saman í daglegu starfi, þjón- usta við sjúklinga, menntun og vísindastarf, þannig að þessir þættir styðja hver annan. Starf- semi Landspítalans var reyndar þegar með þessum hætti löngu áður en lög um heilbrigðisþjón- ustu (40/2007) voru sett. Lögin hafa hins vegar rammað inn ákveðinn veruleika hvað þessa starfsemi varðar. Þau eru mikil- væg yfirlýsing Alþingis og viður- kenning á því starfi sem þróast hefur um árabil á Landspítalan- um. Þessi starfsemi hefur vissu- lega goldið fyrir þann aðbúnað sem spítalinn hefur orðið að búa við og margoft hefur verið lýst hvað varðar aðbúnað til þjónustu við sjúklinga. Það er réttilega vitnað til þess að víða erlendis sé talið að u.þ.b. eina milljón manns þurfi til að standa að baki slíkri stofnun sem hér um ræðir. En reynsl- an sýnir að höfðatöluviðmið af þessu tagi hafa takmark- að gildi í íslenskum raunveru- leika. Ætti það að gilda væri hér enginn Háskóli, engar hjartaað- gerðir gerðar né heldur nokkrar krabbameinslækningar stund- aðar, svo dæmi séu nefnd. Það er enn fremur rétt að nám heilbrigðisstétta er kostn- aðarsamt, einkum frambærilegt læknanám. Hvað varðar sér- fræðimenntun, t.d. lækna, þá hafa Íslendingar notið þess að íslenskir læknar hafa sótt sér- fræðiþekkingu sína til erlendra þjóða án þess að þurfa að greiða fyrir þá menntun. Þeir hafa ein- faldlega gengið inn í sérfræði- nám við bestu háskólaspítala beggja vegna Atlantshafsins og þannig strangt til tekið verið kostaðir til náms af nágranna- þjóðum okkar. Þeirra persónu- lega framlag hefur verið að leggja sitt af mörkum til þjón- ustu fyrir þær þjóðir, á lág- marks starfsþjálfunarlaun- um, og menntað sig þannig til að geta komið heim og haldið áfram að vera Íslendingar og efla íslenskt heilbrigðiskerfi og háskólastarfsemi. Íslendingar eru aufúsugestir í framhalds- nám, ekki bara læknar heldur aðrar heilbrigðisstéttir líka. Unnar hafa verið ítarlegar starfsemisáætlanir sem taka tillit til þátta eins og mann- fjöldaspár, breytinga í aldurs- dreifingu þjóðarinnar, breyt- inga í tíðni einstakra sjúkdóma (m.a. vegna fyrirsjáanlegra breytinga í aldurssamsetningu þjóðarinnar), sem fyrisjáanlegt er að allir munu leiða til aukinnar þjónustu- þarfar. Líka hefur verið rýnt í þætti sem vinna móti þessum breytingum eða koma til með að mæta þjón- ustuþörfinni. Hér er um að ræða atriði eins og ný og þróuð þjónustuform, þver- faglega teymisvinnu, samvinnu stofnana, aukna dag- og göngu- deildarstarfsemi auk framfara sem leiða til nýrra og vonandi árangursríkari með- ferðamöguleika og forvarnastarfs. Árið 2004 unnu rúmlega 300 starfsmenn Land- spítala greinargóða skýrslu þar sem öll þessi atriði voru skoð- uð og spáð fyrir um þróun mála til ársins 2025. Skýrslan hefur síðan verið endurskoðuð en m.a. byggja á henni áætlanir um rúmafjölda hins nýja háskóla- spítala. Það er rétt að ástandið á Landspítalanum er slæmt er varðar tækjabúnað og aðbúnað allan og að ræða þarf af ábyrgð og þekkingu um þau mál og nauðsyn þess að bæta þar úr. Starfsfólkið vinnur daglega frábært starf við mjög erfiðar aðstæður. Það hefur verið spurt hvort menn vilji bera ábyrgð á ákvörðunum sem leiða munu til byggingar nýs háskólasjúkra- húss. Okkar svar við því er „já“. Við viljum hins vegar ekki bera ábyrgð á því ástandi sem gæti skapast hér í náinni fram- tíð ef ekki verður byggður nýr háskólaspítali. Það ástand yrði líklega þannig að spurningar um önnur sjúkrahús á landinu væru með öllu óþarfar. Heil- brigðiskerfi lítillar eyþjóð- ar getur ekki staðið eitt og sér án öflugs háskólasjúkra- húss. Íslendingar hafa sýnt að þeir geta haldið uppi starfsemi háskólasjúkrahúss svo sómi er að. Framfarirnar allt í kring- um okkur sýna hins vegar, að sú staða viðhelst ekki af sjálfu sér. Þegar líka er sýnt fram á, að það að gera ekki neitt sé dýr- asti valkosturinn, blasir við að áform um endurnýjun Landspít- ala eru á réttum grunni reist. „Nýja háskóla- sjúkrahúsið – kjarni málsins“ Erlendar fjárfestingar Einar Benediktsson fv. sendiherra Það er greinilega sárt fyrir Hjörleif að sjá vin sinn Huang í nýju fötunum keisarans. Hjörleifur fullyrðir að ég geri vin hans að strámanni eða eins konar saklausum Grýlukarli að okkar málhefð. Nýr Landspítali Ólafur Baldursson læknir, framkvæmda- stjóri lækninga á Land- spítala Kristján Erlendsson læknir, framkvæmda- stjóri vísinda-, mennta- og nýsköpunarsviðs Landspítala Heilbrigðis- kerfi lít- illar eyþjóðar getur ekki staðið eitt og sér án öflugs háskóla- sjúkrahúss. SMUR-OGSMÁVIÐGERÐIR FRAM T IL 1 . JÚNÍ SKIPTUM VIÐ UM BREMSUKLOSSA AÐ FRAMAN FYRIR AÐEINS ÞÚSUND K RÓNUR. TILBOÐIÐ GI LDIR AF VINNU EF ÚÞ KA UPIR B REMSUHLUTI HJÁ OKKUR. DUGGUVOGI RVK AUSTURVEGI SELFOSS PITSTOP.IS WWW HELLUHRAUNI HFJRAUÐHELLU HFJ 568 2020 SÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.