Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 6
25. maí 2012 FÖSTUDAGUR6 SAKAMÁL Embætti sérstaks sak- sóknara hefur fengið til sín alls 66 mál frá skattrannsóknarstjóra frá því að embættið var sett á fót og tugir mála til viðbótar eru á leið þangað. Rannsókn er þegar lokið í 27 málanna. Í fjórum tilfellum varð niðurstaðan sú að ákæra ekki en í 23 þeirra hefur verið gefin út ákæra. Af þeim málum er þegar komin niðurstaða í ellefu. Sam- kvæmt Ólafi Þór Haukssyni, sér- stökum sak- sóknara, var sakfellt í þeim öllum. Hann segir málin oft vera mjög vel unnin af skattrann- sóknarstjóra þegar þau ber- ist inn á borð síns embætt- is. Þau séu auk þess flest ekki mjög flókin og því sé hægt að afgreiða þau með nokk- uð miklum hraða. „Fjöldi þeirra er enn í rannsókn og það er ágætis gangur á þeim rannsóknum.“ Af þeim ellefu málum sem þegar hefur verið sakfellt í var þyngsta refsingin sem ákvörðuð hefur verið tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi og 100 milljóna króna sekt fyrir meiriháttar brot gegn skattalög- um. Sá dómur, sem var yfir fyrr- um framkvæmdastjóra og stjórn- armanni einkahlutafélagsins A&V ehf. sem nú er gjaldþrota, féll í janúar síðastliðnum. Allar sektar- greiðslur vegna skattalagabrota renna í ríkissjóð. Bryndís Kristjánsdóttir skatt- rannsóknarstjóri segir að embætti sitt muni senda tugi mála til við- bótar á allra næstu vikum til sér- staks saksóknara. „Ég myndi ætla að þetta væru um 50 mál á næstu vikum. Þau eru allt frá því að vera nokkurra milljóna króna undan- dráttur og upp í hundruð milljóna króna. Í einhverjum málum sem ég sé fyrir mér að fari héðan innan tíðar er undandrátturinn talinn í milljörðum.“ Sum málannna eru búin að vera lengi í rannsókn hjá embætti skatt- rannsóknarstjóra. Bryndís segir þau geta verið eitt til tvö ár í rann- sókn eftir umfangi. „Hér fer fram sakamálarannsókn í samræmi við lög um meðferð sakamála. Við erum ekki eins og til dæmis Fjár- málaeftirlitið sem vísar málum til frekari rannsókna. Þau koma tilbú- in frá okkur.“ Aðkoma sérstaks saksóknara að skattalagabrotamálum er því í flestum tilfellum einungis sú að taka afstöðu til þess hvort ákært verði í málunum eða ekki. Eins og kemur fram að ofan þá er nið- urstaða embættisins oftast sú að ákæra í málunum. thordur@frettabladid.is Skattalagabrot Fjöldi mála Á leið til sérstaks saksóknara 50+ Komin til sérstaks saksóknara 66 Búið að gefa út ákæru 23 Búið að fella niður 4 Komin dómsniðurstaða 11 Sakfellingar 11 18,7 Kw/h Tugir mála á leið til sérstaks saksóknara Skattrannsóknarstjóri hefur sent 66 mál til sérstaks saksóknara og tugir til við- bótar eru á leiðinni. Sakfelling hefur fengist í öllum málum sem lokið hefur með dómi. Stærstu málin sem rannsökuð eru snúast um milljarða undandrátt. ÁKÆRUVALD Ólíkt Fjármálaeftirlitinu þá skilar embætti skattrannsóknarstjóra full- unninni sakamálarannsókn til sérstaks saksóknara. Skattarannsóknarstjóri hefur hins vegar ekki ákæruvald og því þarf sérstakur saksóknari að sjá um þann hluta máls- meðferðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÓLAFUR ÞÓR HAUKSSON VÍSINDI Karlkyns bavíanar sem eru í ráðandi stöðu í sínum hóp verða sjaldnar veikir og sár þeirra læknast hraðar en sár annarra bavíana, samkvæmt umfangsmikilli rannsókn vís- indamanna á heilsufari þessarar apategundar. Fyrir fram töldu rannsakendur að álagið sem fylgdi því að stýra apahópnum hefði slæm áhrif á heilsu karlanna, en raunin varð önnur. Raunar hefur lengi verið deilt um hvort sé verra fyrir heilsuna, álagið sem fylgir því að vera í ráðandi stöðu, eða álag- ið sem fylgir því að vera undir- málsapi. Niðurstaðan er sú að það er betra að vera á toppnum, að minnsta kosti fyrir apa. - bj Rannsaka áhrif góðrar stöðu: Læknast hraðar og síður veikir APAR Eldri bavíanar eru oft heilsuhraust- ari en þeir yngri ef þeir eldri eru í betri stöðu innan apahópsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GRÓÐUR Vísbendingar eru um að aukinn trjágróður og byggð innan borgarmarka Reykjavíkur hafi dregið úr vindi svo nemi allt að 0,1 metra á sek- úndu á hverj- um áratug frá því um 1950. Þetta kemur fram í grein sem Einar Sveinbjörns- son veður- fræðingur ritar í fyrsta tölublað Skógrækt- arritsins á árinu sem nú er komið út. Í annarri grein fjalla svo skógfræð- ingarnir Arnór Snorrason og Gústaf Jarl Viðars- son um rannsóknir sínar á kolefn- isbindingu trjágróðurs í þéttbýli Reykjavíkur. Niðurstöður þeirra sýna að kolefnisbinding trjáa á þessu svæði nemi um 5.000 til 7.600 tonnum af koltvísýringi á ári hverju. - óká Tré gera gagn í Reykjavík: Hefta vind og binda kolefni FYRSTA BLAÐIÐ Í ÁR Í Skógræktar- ritinu er að finna greinar um allt sem viðkemur skóg- og trjárækt. Banna reykingar við störf Fjögur sveitarfélag í Danmörku hafa bannað reykingar á vinnustað. Tíu önnur sveitarfélög munu undirbúa sams konar reglur. DANMÖRK Burt með plastpokana Borgarstjórn Los Angeles í Kaliforníu hefur ákveðið að notkun plastpoka verði með öllu bönnuð í borginni. Innan eins árs verða þurfa allir verslunarmenn að hafa skipt út plastpokunum fyrir umhverfisvæna bréfpoka. BANDARÍKIN DANMÖRK Blaðamaður í Kaup- mannahöfn, sem skrifaði um fíkni- efnaviðskipti, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að hafa smyglað fjórum kílóum af kókaíni frá Perú til Danmerkur. Blaðamaðurinn, Jacob Sejer Petersen, skrifaði fyrir Ekstra Bladet og fjallaði hann þar auk annars um skort á lögregluaðgerð- um gegn þeim sem seldu fíkniefni úti á götu á Vesterbro. Fleiri voru ákærðir vegna fíkni- efnasmyglsins en þeir hafa enn ekki verið dæmdir. - ibs Sex ára fangelsisdómur: Blaðamaður í kókaínsmygli NOREGUR Anders Behring Breivik mun ekki áfrýja fangelsisdómi yfir sér ef hann verður úrskurð- aður sakhæfur. Þetta sagði hann við lok réttarhaldanna yfir sér í Ósló í gær. Breivik leggur áherslu á að hann verði metinn sakhæfur. Tvisvar hefur verið lagt mat á andlegt ástand hans, en sérfræð- ingar komust að mismunandi niðurstöðum. Verði hann metinn sakhæfur bíður hans fangelsi, en sé hann ósakhæfur verður hann vistaður á geðdeild. - þeb Breivik vill vera sakhæfur: Ætlar ekki að áfrýja dómi Fylgdist þú með undankeppnum Eurovision-söngvakeppninnar? Já 66,4% Nei 33,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hyggst þú spila golf í sumar? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN FERÐAÞJÓNUSTA Wow air hefur kært til Samkeppniseftirlitsins synjun IGS, dótturfélags Icelandair, á því að veita Wow air þjónustu við flug- afgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. Vallarvinir, annað fyrirtæki sem annast flugafgreiðslu í Keflavík, hefur einnig hafnað því að þjónusta Wow air. „Á Keflavíkurflugvelli ríkir fákeppni er varðar flugafgreiðslu. Vegna yfirburðastöðu IGS, dóttur- félags Icelandair Group og syst- urfélags Icelandair, er mjög erf- itt fyrir nýja aðila að komast inn á þennan markað,“ segir Baldur Oddur Baldursson, forstjóri Wow air. „Fákeppnin leiðir til hærri flug- afgreiðslukostnaðar til ótengdra félaga og hækkar farmiðaverð til og frá Íslandi, sem er með því hæsta sem við höfum séð. Wow air hafði samið við Keflavík Flight Services um þjónustu í Kefla- vík. „Við vildum hins vegar vera með varaleið og óskuðum nýlega eftir tilboði frá IGS. IGS synjaði okkur um viðskipti. Við teljum að sú synjun byggi á ómálefnalegum forsendum, hún feli í sér misnotk- un IGS á markaðsráðandi stöðu sem fari gegn ákvæðum samkeppislaga. Þessi háttsemi hefur verið borin undir Samkeppniseftirlitið og málið er í hefðbundnum farvegi hjá stjórn- valdinu,“ segir Baldur. - óká Tvö þjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli hafa hafnað viðskiptum við Wow air: Sendu Samkeppniseftirliti kvörtun „Á Keflavíkur- flugvelli ríkir fá- keppni er varðar flugafgreiðslu.“ BALDUR ODDUR BALDURSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.