Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 38
HELGARMATURINN Matthías Matthíasson söngvari með meiru gefur okkur uppskrift að dýrindis laxi með góðu salati sem er tilvalið að prófa þessa Euro- vision-helgi. Eurovisionlax 3 hvítlauksrif 2 ferskir rósmarínstönglar ferskt laxaflak 1 matskeið af ólífuolíu 2 klípur af góðu salti pipar eftir smekk 1 sítróna 1 meðalstór sæt kartafla Sæt kartafla heil og meðal- stór sett í ofn á 200 gráðum í klukkutíma, borin fram skor- in í 3ja cm þykkar sneiðar með smjöri og smá Maldon-salti. Leggið laxinn með roðið niður á álpappír og skvettið örlít- illi ólífuolíu yfir, setjið því næst hvítlauk og rósmarín yfir, vel saxað. Breiðið frekar þunnt skornar sítrónusneiðar yfir laxinn. Salt- ið og piprið. Grillist í u.þ.b. 12 mínútur, eða þar til laxinn er eldaður í gegn. Fínt er að setja hann inn með kartöflunni síðustu 10 mínút- urnar. Með þessum rétti er líka til- valið að ofnbaka ferskt græn- meti. T.d. gulrætur, kúrbít eða hvað sem manni dettur í hug. Þá dreifið þið ólífuolíu yfir, salt- ið og piprið og setjið í ofninn með laxinum í u.þ.b. 35 mínút- ur, fer eftir hvað þið viljið hafa græn- metið stökkt. Sumarlegur, hollur og um- fram allt bragð- góður réttur sem er auðvelt að búa til. Hvítvín eða bara íslenska vatnið steinliggur svo með þessu. Birta Björnsdóttir fatahönnuður sem rekið hefur verslunina Júniform í tíu farsæl ár heldur nú á vit ævintýranna þar sem hún flytur til Barcelona með fjölskylduna. Birta tilkynnti tímamótin á samskiptavefnum Facebook og segir þar meðal annars að verslunin verði opin til 15. júní næstkomandi. Traustir viðskiptavinir Birtu þurfa hins vegar ekkert að óttast því ný vef- verslun mun fara í loftið í haust þar sem hægt verður að versla hönnun henn- ar áfram. „Þetta eru búin að vera ótrúlega skemmtileg tíu ár í rekstri þessar- ar verslunar og hefði mig aldrei órað fyrir því hve vel hún ætti eftir að ganga. Það er því ánægjulegt að skilja við hana á tímum þar sem aldrei hefur gengið betur,“ segir Birta þakklát. JÚNIFORM LOKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.