Fréttablaðið - 25.05.2012, Síða 38

Fréttablaðið - 25.05.2012, Síða 38
HELGARMATURINN Matthías Matthíasson söngvari með meiru gefur okkur uppskrift að dýrindis laxi með góðu salati sem er tilvalið að prófa þessa Euro- vision-helgi. Eurovisionlax 3 hvítlauksrif 2 ferskir rósmarínstönglar ferskt laxaflak 1 matskeið af ólífuolíu 2 klípur af góðu salti pipar eftir smekk 1 sítróna 1 meðalstór sæt kartafla Sæt kartafla heil og meðal- stór sett í ofn á 200 gráðum í klukkutíma, borin fram skor- in í 3ja cm þykkar sneiðar með smjöri og smá Maldon-salti. Leggið laxinn með roðið niður á álpappír og skvettið örlít- illi ólífuolíu yfir, setjið því næst hvítlauk og rósmarín yfir, vel saxað. Breiðið frekar þunnt skornar sítrónusneiðar yfir laxinn. Salt- ið og piprið. Grillist í u.þ.b. 12 mínútur, eða þar til laxinn er eldaður í gegn. Fínt er að setja hann inn með kartöflunni síðustu 10 mínút- urnar. Með þessum rétti er líka til- valið að ofnbaka ferskt græn- meti. T.d. gulrætur, kúrbít eða hvað sem manni dettur í hug. Þá dreifið þið ólífuolíu yfir, salt- ið og piprið og setjið í ofninn með laxinum í u.þ.b. 35 mínút- ur, fer eftir hvað þið viljið hafa græn- metið stökkt. Sumarlegur, hollur og um- fram allt bragð- góður réttur sem er auðvelt að búa til. Hvítvín eða bara íslenska vatnið steinliggur svo með þessu. Birta Björnsdóttir fatahönnuður sem rekið hefur verslunina Júniform í tíu farsæl ár heldur nú á vit ævintýranna þar sem hún flytur til Barcelona með fjölskylduna. Birta tilkynnti tímamótin á samskiptavefnum Facebook og segir þar meðal annars að verslunin verði opin til 15. júní næstkomandi. Traustir viðskiptavinir Birtu þurfa hins vegar ekkert að óttast því ný vef- verslun mun fara í loftið í haust þar sem hægt verður að versla hönnun henn- ar áfram. „Þetta eru búin að vera ótrúlega skemmtileg tíu ár í rekstri þessar- ar verslunar og hefði mig aldrei órað fyrir því hve vel hún ætti eftir að ganga. Það er því ánægjulegt að skilja við hana á tímum þar sem aldrei hefur gengið betur,“ segir Birta þakklát. JÚNIFORM LOKAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.