Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 26
FÓLK|HELGIN Örn Jónsson, sjúkranudd-ari, segir Alpha Daily vera uppáhaldsdrykk- inn sinn. „Alpha Daily hressir og kætir og mér líður vel af honum. Ég tek hann með mér í golfið af því hann er orku- gefandi. Það er líka gott að drekka hann ef löngun í sætindi grípur um sig. Þá finnst mér hressandi að drekka hann og ég er laus við löngun í sykur. Drykkurinn er gefandi auk þeirrar jákvæðu virkni sem hann hefur en Alpha Daily hefur góð áhrif á meltingar- kerfið og ónæmiskerfið.“ Alpha Daily drykkurinn fæst á eftirtöldum stöð- um: Hagkaup, Víðir, Fjarðakaup, Kostur, Melabúðin, Heilsu- húsið, Lifandi mark- aður, Garðheimar og Blómaval. ALPHA DAILY HRESSIR OG KÆTIR HP HEILSA KYNNIR Örn Jónsson, sjúkranuddari, tekur Alpha Daily með sér í golf því drykkurinn gefur honum aukna orku. SMURBRAUÐIÐ Brauð Piparrótarsósa Klettasalat Sneið af roast beef Kapers Svissaðir sveppir Svissaður laukur Tómatsneið SÓSAN Hlynsíróp Relish Sýrður rjómi NAMMIBOMBA Búið til nammibombu með því að raða eftirfarandi á disk: Sykurpúðar Kókósbollur Lakkrísreimar Hindber SMURBRAUÐ OG NAMMIBOMBA EUROVISION-RÉTTIR BIRNU BJÖRNS Birna Björnsdóttir ætlar að halda feikna Eurovisionpartí og er skipu-lagning þess löngu hafin. „Eftir að málið var lagt í nefnd varð niðurstaðan sú að hafa danskt þema. Á boðstólum verður því smurbrauð með ýmsum tegundum af áleggi og bjór með. Svo eru girnilegir snakkréttir fyrir börnin.“ Ekki er komið að tómum kofanum hjá Birnu hvað varðar Eurovision-söngvakeppnina enda hefur hún fimm sinnum séð um dans- og sviðshreyfingar fyrir Íslands hönd og fjórum sinnum farið út með liðinu. Síðast fór hún með Heru Björk til Noregs og lenti lagið þar í 19. sæti. Að þessu sinni verður hún þó heima og er félagsskapurinn ekki af verri end- anum. „Það verða nokkrir þungavigtarar hérna; Hera ætlar að mæta á svæðið og Selma systir ásamt fleiri góðum gestum. Ætli við verðum ekki um 15-20 manns.“ Partíið mun því vera hokið af Eurovision-reynslu þar sem blandast saman gaman og alvara. „Það verða allir að vera búnir að kynna sér lögin, allir fá blöð, gefa stig og útbúa topp tíu lista. Þetta er partý fyrir alvöru Eurovision- aðdáendur. Við nennum ekki að vera í partýi þar sem fólk er að blaðra ofan í lögin, hér er horft og hlustað og svo talað og hlegið á milli laga og jafnvel hlegið svolítið að lögunum.“ Birna á og rekur Dansskóla Birnu Björns og hefur haft nóg að gera undan- farið þar sem árlegri vorsýningu dans- skólans í Borgarleikhúsinu er nýlokið. „Það er nú gaman að segja frá því að í ár voru fleiri nemendur sem dönsuðu á stóra sviði Borgarleikhússins en áhorf- endurnir sem horfðu, þrátt fyrir fullan sal af fólki.“ Dansskóli Birnu Björns er á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu; í Kópavogi, Garðabæ, Vesturbænum og Grafarvogi sem auðveldar fólki að sækja dansnám án þess að þurfa að leggja á sig langt ferðalag. ■ vidir@365.is SMURBRAUÐ OG ÖL ALVÖRU PARTÍ Birna Björnsdóttir danskennari er margreyndur Eurovision- fari. Hún ætlar að halda magnað Eurovision-partí á morgun þar sem danskur andi svífur yfir vötnum og gestum er boðið upp á smurbrauð og öl. MIKIÐ LAGT Í VEIT- INGARNAR Birna með girnilegt smur- brauð ásamt dóttur sinni, Ísabellu Rós, með nammibombu. JÁ- KVÆÐ VIRKNI Blandan eplaedik, hunang og oreg- ano er tilbúin til drykkjar á flösk- um. Í Alpha Daily drykkinn er að grunni til notað eplaedik og líf- rænt hráhun- ang sem hvort tveggja er sagt hafa heilsu- bætandi áhrif á líkamann. Fleiri krydd- jurtir eru í drykknum svo sem oregano. verður haldin í Austurbæ 25. maí kl. 20:00 ársins Hlökkum mikið til að sjá ykkur! JSB danssýning JSB á 45 ára starfsafmæli og efnir til sannkallaðrar dansveislu þar sem farið verður á vit fortíðar og alls konar taktar rifjaðir upp. Reikna má með ýmsum óvæntum uppákomum og stuðið verður þannig að það mælist í amperum! Miðar á midi.is Útsala Kínversk húsgögn Uppl. í síma 821 8609 • qcindy@gmail.com Save the Children á Íslandi FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefð- bundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is s 512 5473, Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s 512 5432 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.