Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 25. maí 2012 17
Ég hef rekið fyrirtæki nægilega
lengi til að muna þá tíð að vera upp
á stjórnmálamenn kominn. Að vera
undir hæl ríkisbanka þar sem einn
fékk fyrirgreiðslu en annar ekki.
Þeir réðu því hvort skip fengu að
fara á sjó eða hvort mönnum var
leyft að kaupa skip yfir höfuð. Er
það þetta sem menn vilja koma
á aftur? Nei. Sjávarútvegur er
hátæknigrein sem þarf svigrúm.
Við erum að keppa á alþjóðavísu
og erum daglega að berjast á mörk-
uðum. Íslensk stjórnvöld virðast
ekki skilja hvað þarf til að selja
íslenskar sjávarafurðir. Alla vega
telja þau sig ekki þurfa að ræða við
forsvarsmenn atvinnugreinarinn-
ar þegar unnið er að breytingum
á stjórnkerfi greinarinnar. Það er
stórmerkilegt, að mínu viti.“
Á að byrja upp á nýtt?
Það þarf, með öðrum orðum, að
byrja upp á nýtt?
„Það hefur verið sagt að verið sé
að vinna á grundvelli sáttanefnd-
arinnar. Það er ekki rétt. Það er
mikill munur á nýtingarsamningi
og nýtingarleyfi. Pottaútfærsl-
an í frumvarpinu er ekki sú sem
við samþykktum. Við samþykkt-
um potta en töluðum um að í þeim
væru 1,03 til 3,05 prósent af heildar
ígildunum. Núna er hún 36 þúsund
tonn. Við hefðum aldrei samþykkt
leigu ríkisins á aflaheimildum á
kvótaþingi, aldrei. Það var aldrei
rætt um í sáttanefndinni að þeir
sem tóku skerðingar til að byggja
upp þorskstofninn nytu þess ekki
nú þegar uppbyggingin hefur tek-
ist. Og það var aldrei rætt um að
árið 2032 yrði framsal ólöglegt.
Það segir kannski sína sögu um að
ekki er unnið á grundvelli sátta-
nefndarinnar að flestir sem áttu
aðild að nefndinni hafa skilað inn
neikvæðum umsögnum um frum-
vörpin.“
Svo frumvörpin eru ónýt, enda ekki
byggð á vinnu sáttanefndarinnar?
„Þetta eru allt hlutir sem voru
óútræddir. Ekkert formaðir og
engin efnisleg umræða tekin um
eitt eða neitt. Það þarf að bakka
og við höfum óskað eftir því við
ríkisvaldið að frumvörpin verði
dregin til baka og lögð fram önnur
ný og vönduð frumvörp. Forsæt-
isráðherra hefur hjá sér bréf þar
sem við bjóðumst til að taka þátt í
þeirri vinnu. Við vitum hvaða áhrif
þetta hefur á sjávarútveginn og
verðum að fá að vera með í ráðum.“
Beðið eftir stjórnarskiptum?
En eruð þið ekki bara að bíða eftir
annarri ríkisstjórn sem er ykkur
vinveittari?
„Það voru nú oft stríð við fyrrver-
andi sjávarútvegsráðherra. Við
fáum ekki allt þó menn haldi að
öllu sé stjórnað frá skrifstofu LÍÚ,
það er ekki þannig. Það má sjá á
atburðarás síðustu þriggja ára.“
En það er óumdeilt að LÍÚ hefur
mikil völd og hefur fengið mörgum
af sínum kröfumálum framgengt.
„Málið er það að LÍÚ eru sterk
hagsmunasamtök. Við erum sterk-
ir af því að það er samstaða innan
hópsins þó menn hafi ólík sjónar-
mið og ólíka hagsmuni. Áhrifa-
mátturinn felst í því þegar sam-
tök eru einhuga í sinni baráttu og
standa að baki sinna málsvara.
Slík samtök eru mjög sterk. Ég tel
okkur hins vegar standa fyrir mál-
efnalega umræðu. Við viljum fá að
takast á við stjórnvöld um okkar
sjónarmið en vitum að við fáum
ekki allt okkar í gegn. Mér finnst
sjálfsagt að stjórnvöld treysti sér í
samtal við okkur. Það lýsir því best
að menn hafa ekki sterkan málstað
ef þeir treysta sér ekki í rökræð-
urnar.“
Herferðin var nauðsyn
Fjölmiðlaherferð gegn breytingum
á stjórn fiskveiða hefur verið gagn-
rýnd. Hvað finnst þér um hana? Að
hún sé áróðurskennd og hafi kost-
að stórfé?
„Það er engin launung á því að
við teljum okkar málflutning hafa
verið affluttan. Í umræðuþáttum í
sjónvarpi, Kastljósi og Silfri Egils
sem dæmi, hafa okkar sjónarmið
ekki fengið að koma fram. Það er
ekki kallað eftir þeim.
Ef við tökum auglýsingaherferð-
ina sjálfa þá er hún öðruvísi en
verið hefur til þessa. Þarna eru ein-
staklingar að tala frá eigin brjósti
um það sem þeim finnst. Umræðan
hefur verið sú að við höfum keypt
ákveðna aðila til að stíga fram. Mér
finnst það mjög dapurlegur mál-
flutningur að við getum keypt þetta
fólk með þessum hætti. Ef það
væri einhver nauðung í gangi þá
væri það afar neikvætt. En það er
engin nauðung falin í því að koma
fram og segja sína skoðun. Þetta er
þeirra sannfæring; að þessar breyt-
ingar skaði samfélögin. Grasrótin
er að tjá sig og hún hefur verulegar
áhyggjur af því sem er að gerast.
Auglýsingar eru einfaldlega
nauðsynlegar. Við höfum ekki
aðgang að fjölmiðlum eins og rík-
isstjórnin sem á auðveldara með
að koma sínum sjónarmiðum að.
Menn tala um að við séum að eyða
miklum peningum í þetta en það
eru líka gríðarlegir hagsmunir í
húfi fyrir alla þjóðina. Fyrirtæk-
in borga þetta og engir aðrir. LÍÚ
er ekkert annað en fyrirtækin sem
standa að samtökunum.“
Kjaradeila framundan
Það er búið að vísa kjaradeilu sjó-
manna til ríkissáttasemjara. Vill
útgerðin lækka skiptaprósentu
sjómanna?
„Það er alveg ljóst með fram-
komu þessara frumvarpa, og
jafnvel þó þau hefðu ekki litið
dagsins ljós, að það er búið að
raska hlutföllum í hlutaskiptum
á milli fyrirtækjanna og starfs-
manna okkar.
Það hallar á útgerðina um eina
20 milljarða frá síðustu samning-
um. Það liggja frammi kröfugerð-
ir á báða bóga þannig að eðlilegt
var að þetta gengi til sáttasemj-
ara.“
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
5
93
51
0
5/
12
Menn tala um að við séum að
eyða miklum peningum í þetta
en það eru líka gríðarlegir hags-
munir í húfi fyrir alla þjóðina.