Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 34
8 • LÍFIÐ 25. MAÍ 2012 fjölmiðla og hvert var þitt fyrsta verkefni? Þetta fjölmiðlaævintýri byrjaði þegar ég kom mér að sem blaðamaður á DV, þá tvítug. Ég fékk fyrst það verkefni að athuga hvers vegna einhverjir vinnumenn við brú- arsmíði bæru ekki hjálma, ég átti að krefjast svara og fá viðbrögð frá vinnueftirlitinu. Einu svörin sem ég fékk voru þau að mönnunum væri heitt í sólinni. Mér þótti mjög erf- itt að gera úr þessu frétt og fannst ég vera komin á undarlega braut. Þetta var sennilega svona dæmi- gerð sumargúrkufrétt. Jájá, ein- hvers staðar byrjar maður. Viltu deila með okkur eftir- minnilegri upplifun á þínum fjöl- miðlaferli? Eitt það undarlegasta sem ég hef lent í var að fá óútskýr- anlegt og óstöðvandi hláturskast í beinni útsendingu í Íslandi í dag ásamt Svanhildi Hólm Valsdóttur. Við sátum eins og bjánar í sófa og gátum varla klórað okkur í gegn- um einfalda kynningu á þættinum. Við vitum varla enn hvað var svona fyndið. Það er, eins mótsagnakennt og það hljómar, ekkert grín að fá hláturskast við þessar aðstæð- ur. Fyrsti þátturinn sem ég stýrði í sjónvarpi var á SkjáEinum á fyrsta ári þeirrar stöðvar og kallaðist Út að borða með Íslendingum. Þátturinn var á dagskrá öll föstudagskvöld og allir þættirnir eru vandræðalegir fyrir mig. Getum við talað um eitt- hvað annað? Hverjar eru þínar fyrirmyndir? Fyrirmyndir mínar eru samsettar úr gerumst sek um að kaupa inn vör- urnar sem eru til heima og við erum sek um að sjá ekki til þess að börn- in hreyfi sig nóg, skutlum þeim fram og til baka um allan bæ og nennum e.t.v. ekki að fara af stað með þeim út að hreyfa okkur. Góðu fréttirnar eru að við getum líka verið lausnin á vandanum. Nú hefur þú verið á skjám landsmanna síðan árið 1999 – grönn, vel gefin og falleg. Hefur þú fyrir því að halda þér í formi / kjörþyngd eða hefur þú ekkert fyrir þessu? Ég er ekki öðruvísi en annað fólk og þekki þennan vanda alveg ágætlega. Þekkja ekki allir ein- hvern sem hefur barist eða er að berjast við aukakíló, jafnvel offitu? Ég hef gengið með fjögur börn, hef vegið 90 kíló og veit alveg hvernig það er að verða stjórnlaus í þess- um málum. Mér finnst mjög auð- velt að samsama mig þeim sem eiga jafnvel við verulegan vanda að stríða. Ég hefði hæglega getað lent í honum sjálf eins og svo marg- ir aðrir. Kannski er ég bara heppin. En ertu dugleg að hreyfa þig og setja þig í fyrsta sætið? Já, ég er það núorðið. Mér lánaðist að koma mér upp þannig lífsstíl að mér finnst óþægilegt að hreyfa mig sjaldan. Ef það líða nokkrir dagar án hreyfing- ar er ég orðin viðþolslaus og það er, held ég, góður staður til að vera á. Nú hefur þú verið opinber pers- óna síðan þú byrjaðir að starfa í sjónvarpi árið 1999. Hvernig kom það til að þú valdir að starfa við Tónlistarmaðurinn Valdimar Guð- mundsson er einn af viðmæl- endum Ingu Lindar. Í þáttaröðinni ræðir Inga Lind við fjölda fólks eins og sálfræðinga, matgæðinga, næringarfræðinga, foreldra, lækna, hjúkrunarfræð- inga, heilsugæslufólk, meðferðar- fólk, skólamatráða, íþróttafólk, íþrótta- álfinn, gamalt fólk, stjórnmálamenn, emb- ættismenn, framleiðendur, verslunarmenn og fleiri, auk nokkurra einstaklinga sem glíma sjálfir við vandann. Meðal þeirra er ein skærasta stjarna íslensks tónlistarlífs, Valdimar Guðmundsson úr hljómsveitinni Valdimar, sem lýsir því á opinskáan hátt hvern- ig það er að vera of þungur og feitur allt sitt líf. Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 og fer sá fyrsti í loftið miðvikudagskvöldið 30. maí. STÓRA ÞJÓÐIN Framhald af síðu 7 völdum kostum vel heppnaðs fólks sem hefur orðið á vegi mínum. Upp- talning á því góða fólki yrði sennilega of löng fyrir þetta viðtal. Hvernig tekst þú á við umfjöllun um þig í fjölmiðlum og þitt pers- ónulega líf – hvort sem þú kaupir þér hús, eignast barn eða verslar í matinn? Ég hef lært að taka þessu af æðruleysi, jafnvel kæruleysi. Smám saman vex á sjálfið ósýnileg brynja sem ver það fyrir hörðum orðum en sem betur fer falla líka stundum fögur orð sem styrkja jafnvel sjálfs- myndina. Yfir því er ekki hægt að kvarta. Ef fólk talaði betur hvert um annað, væri heimurinn betri. Það er bara þannig. Gerð þáttanna. Hefur hún breytt þér á einhvern hátt og þínum lífs- háttum og jafnvel hugsun? Já, ég er meðvitaðri en áður um hvað ég læt ofan í mig og mína, ég kaupi öðruvísi inn en áður og svo er ég líka búin að læra að lesa utan á umbúðir. Hvað finnst þér um fjölmiðla- umfjallanir þegar kemur að því að steypa fólk í sama mót? Þessa útlitsdýrkun og gjörbreyttar for- síður með aðstoð tölvutækninn- ar? Ég hef rekið mig á það í þess- um þáttum mínum að þetta er hluti af vandamálinu. Þetta er hluti af því að mörgu fólki, ekki síst stúlkum og ungum konum, líður illa af því að þær eru ekki með skrokk og húð eins og þessar ofurmjóu og app- elsínuhúðarlausu konur – sem ég vil reyndar halda fram að séu ekki til. Sjálfsmynd hjá svo mörgum ruglast við þetta og fólk verður ómögulegt í eigin augum. Margar konur sem glíma við það að vera of feitar eru í reynd með átröskun og þá hefur þessi umræða svipuð áhrif á þær og á aðra átröskunarsjúklinga. Dagur- inn fer allur í það að hugsa um útlit- ið, matinn og hvernig væri nú betra að líta út. Þetta truflar mjög marga. Það er áhyggjuefni að ungar stúlk- ur lesi stöðugt um óraunverulegan fullkomleika og beri sig saman við hann. Við eigum að sýna stúlkunum okkar að þetta er ekki raunveruleik- inn. Við erum öll eins mismunandi og við erum mörg. En þessi þættir fjalla ekki um út- litið. Þeir fjalla um offitufaraldurinn. Fólk getur verið í yfirþyngd en fanta- fínu formi. Markmiðið með þáttunum er ekki að koma því inn að allir eigi að vera eins. Alls ekki. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Það vantar því miður alveg í mig alla spá- dómsgáfu. En hvert er þitt lífsmottó? Að sjá aldrei eftir neinu. Hvaða verkefni eru framundan hjá þér (eftir þættina)? Það er nú aldrei að vita. Ég er með ýmislegt á teikniborðinu og alls konar hug- myndir en lífið getur tekið svo skrýtn- ar beygjur að ég þori ekki að lýsa neinu yfir núna. Get ekki sleppt því að spyrja þig eftir að þú varst kosin fulltrúi á Stjórnlagaþing í fyrra: Hefur þú áhuga á að vinna við stjórnmál í framtíðinni? Ég get ekki sagt að mér finnist stjórnmál lokkandi þessa stundina. Það er fátt sem heillar mig þar. Ég á vini sem hrærast í stjórn- málum alla daga og oft vorkenni ég þeim. Vanþakklátara starf veit ég ekki um og dáist að þeim sem leggja í það. Ég held að ég haldi mig við fjölmiðla, takk. Inga Lind segist vel skilja hvernig hægt sé að verða stjórnlaus þegar kemur að mat og segir auðvelt að samsama sig með þeim sem eiga jafnvel við verulegan vanda að stríða. „Ég hefði hæglega getað lent í honum sjálf eins og svo marg- ir aðrir.” 07.00 vakna við að þriggja ára dótt- ir mín sparkar mér fram úr rúminu. Svo er að koma staðgóðum morg- unverði ofan í börnin öll og þeim svo út úr húsinu og í skólann. 09.00 hafa uppi á Einari Árnasyni, myndatökumanni, og funda um daginn fram undan. 12.00 vera búin með eitthvað gagnlegt, eins og t.d. að snæða hollan og næringarríkan hádegismat. Annars virka ég ekki eftir hádegi. 13.00 fara á fullt í að afgreiða sem flest sem snýr að þátta- gerðinni. Það getur verið mjög misjafnt eftir dögum. Undan- farið hef ég eytt mestum tímanum hjá snillingunum í Illusion við að fara yfir þá tugi klukkutíma af myndefni sem ég hef komið mér upp, sem og að greina kjarnann frá hisminu, klippa, flokka og raða, að sjálfsögðu í samvinnu við klippar- ann snjalla Fannar Edwardsson. 19.00 kem ég heim og kúpla mig úr vinnugírnum. Faðma fólkið mitt og er mamma þar til yngri deildin er sofnuð, reyni að ná að þvo a.m.k. tvo fataskammta í þvottavélinni, þurrka og ganga frá og undirbúa næsta dag. 23.00 freyðibað og þá er dagurinn fullkominn. DAGUR Í LÍFI INGU LINDAR Í 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.