Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 18
18 25. maí 2012 FÖSTUDAGUR Árið 2006 tókum við hjónin lán fyrir íbúð. Við áttum von á okkar fyrsta barni og fannst ábyrgðarlaust að vera ekki búin að festa rætur í fasteign áður en barnið kæmi. Við tókum lán upp á 18 milljónir sem stæði í dag í tæpum 27 milljónum eftir afborg- anir. Ákvörðun okkar um að taka lán færði nýja barninu ekki öryggi og festu, heldur gerði for- eldrana að áhættufjárfestum. Íbúðina seldum við svo fyrir um ári fyrir 23 milljónir. Ef lánið hefði verið tekið í evruríki væru eftirstöðvarnar hins vegar um 15 milljónir og við værum 11 millj- ónum ríkari. Eftir þessa reynslu er gremju- legt að fylgjast með stjórnmála- mönnum tala um krónuna eins og hún sé bara unglingur í uppreisn. Þar eru fyrirferðamestir for- mennirnir Steingrímur J., Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð, sem telja að vandi krónunnar sé sú uppeldisstefna sem hefur verið notuð hingað til, en ekki sú stað- reynd að myntin okkar er sú eina í öndunar- vél í allri Evrópu. Krónan í höndum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur þó aldrei verið fyrirmyndarbarn og féll gagnvart dönsku vinkonu sinni um 99,5% frá því þær skildu. Steingrímur J. hefur haft þrjú ár til að reyna að hemja krónuna en ekki tekist en þrátt fyrir allt blasir sú staðreynd við að lífvænleiki krónunnar er ekkert betri í dag en hann var í upphafi kjörtímabilsins. Formennirnir þrír láta þó hvorki þessar né aðrar sögulegar stað- reyndir trufla sannfæringu sína fyrir því að þrátt fyrir allt séu þeir og auðvitað bara þeir, hver um sig, sá pabbi sem getur skikkað krónu- barnið til hlýðni. Með fullri virðingu fyrir drengslegu sjálfstrausti þá geta stjórnmálamenn ekki lengur eytt tíma í að blaðra um óraunhæf- ar lausnir. Við áhættufjárfestar heimilanna höfum einfaldlega ekki efni á því. Ein raunhæf leið til framtíðar, sem margar þjóðir hafa valið, er að taka upp evru með aðild að ESB. Í vikunni opnaði vefurinn lan.jaisland. is þar sem allir geta gert samanburð á hús- næðisláninu sínu á milli kjara á Íslandi og á evrusvæðinu. Ein raunhæf leið til fram- tíðar, sem margar þjóðir hafa valið, er að taka upp evru með aðild að ESB. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Þrír menn og króna Fjármál Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir framkvæmdastjóri Já Ísland Þ egar gjaldeyrishöft voru sett á í kjölfar hrunsins töldu flestir þau tímabundna ráðstöfun til nokkurra vikna eða mánaða, til að koma í veg fyrir að krónueignir erlendra aðila streymdu út úr landinu og orsökuðu enn meira hrun krónunnar en orðið var. Rúmlega þremur og hálfu ári síðar er ekki útlit fyrir að höft- unum verði aflétt í bráð. Þvert á móti hefur sífellt þurft að herða þau og stoppa í glufur. Þótt gjaldeyrishöftin hafi varið almenning fyrir því að gengið hryndi aftur í einu vetfangi, hefur ekki tekizt að koma í veg fyrir hægfara gengissig krónunnar með tilheyrandi verðbólgu. Til lengri tíma valda höftin efnahagslífinu margvís- legum skaða. Samtök atvinnulífsins útlist- uðu þann skaða í tillögu sinni að nýrri áætlun um afnám haftanna fyrir skömmu. Ísland hefur verið skorið frá hinum alþjóðlega fjár- málamarkaði. Aðgangur fyrir- tækja að erlendu fjármagni er takmarkaður, þeir sem koma með peninga inn í landið eftir undanþáguleiðum Seðlabankans fá forskot á aðra í samkeppni og framkvæmd haftanna þróast í „handstýrt kerfi mismununar og geðþóttaákvarðana“ eins og SA orðar það. „Höftin skapa vantraust á íslensku atvinnulífi og stjórnvöldum, fæla erlenda fjárfesta frá landinu og takmarka vöxt innlendra fyrirtækja, m.a. á erlendum mörkuðum. Mesta tjón haftanna er því flestum hulið því það felst í fjárfestingum og vexti sem fara forgörðum,“ segir SA. Við þetta má bæta að framkvæmd haftanna stuðlar að því að búa hér til opinbert eftirlitskerfi sem brýtur gegn sjónarmiðum um friðhelgi einkalífs. Þannig gagnrýnir Persónuvernd harð- lega áform í frumvarpi sem Alþingi fjallar nú um og eiga enn að auka heimildir Seðlabankans til að safna persónuupplýsingum í þágu eftirlits með gjaldeyrishöftum. Stofnunin telur vafamál að sú upplýsingasöfnunin fái „samrýmst nútímasjónarmiðum um einkalífsrétt í lýðræðisríki“. Áætlun Seðlabankans, um að afnema gjaldeyrishöftin í smáum og varfærnum skrefum, án fyrirfram ákveðinna tímasetninga, virðist ekki ætla að skila því sem henni var ætlað. Áætlun SA um að ganga hraðar til verks, taka áhættuna á gengishruni en grípa í staðinn til aðgerða til varnar heimilunum, er því miður ekki trúverðug heldur. Inn í báðar áætlanir vantar viðurkenningu á því að krónan er ekki trúverðugur gjaldmiðill til framtíðar. Þær innihalda ekkert plan um upptöku annars gjaldmiðils. Það plan er þó í boði. Štefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusam- bandsins, greindi frá því í grein í Morgunblaðinu í gær að Ísland og ESB hygðust setja á fót vinnuhóp til að „meta stöðu mála og möguleikana á því að aflétta gjaldeyrishöftunum og aðstoða við að móta sameiginlegan skilning á erfiðleikunum í því ferli.“ Þetta yrði liður í aðildarviðræðum Íslands og ESB. Afnám hafta og upptaka evru í samstarfi við Evrópusambandið virðist raunhæfasta áætlunin, sem nú er í boði. Ekki verður annað sagt en að það sé athyglisvert hversu margir þingmenn lýstu í gær þeirri skoðun að afþakka ætti þennan kost og stöðva aðildar- viðræðurnar. Upp á hvaða áætlun bjóða þeir? Hvernig verða gjaldeyrishöftin afnumin? Raunhæfa planið Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Óréttlæti gegn óréttlæti „Ég mun aldrei nokkurn tímann sam- þykkja jafnt atkvæðavægi á meðan það er jafn vitlaust gefið í þessu samfélagi og nú er.“ Þetta sagði for- maður þingflokks Framsóknarflokks- ins, Gunnar Bragi Sveinsson, á þingi í gær. Þetta er um margt athyglis- verð yfirlýsing og hlýtur að mega spyrja sig hvort Gunnar Bragi tali þarna fyrir stefnu flokks síns, sem talaði reyndar fyrir jöfnu atkvæðavægi í síðustu kosningabaráttu. Þýðir þetta að á meðan óréttlæti ríkir í samfélaginu, væntanlega þá efnahagslegt, skulum við taka á því með öðru óréttlæti, nefnilega mismunandi atkvæðavægi? Furðuleg röksemdafærsla. Öreigum allt Gunnar Bragi hlýtur þá að styðja það að atkvæði þeirra sem verst eru staddir hafi mest vægi, eða hvað? Þeir sem fá verstu gjöfina í samfélagslegu til- liti fái mesta vægið þegar kemur að kosningum. Eða snýst þetta bara um lands- byggða- pólitík? Krónunjósnir? Á sama tíma og hér sækir landið heim Stefán Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, kemur hingað til lands franskt herskip, sem sagt er eitt öflugasta njósnaskip heims, betra en nokkuð sem Bandaríkja- menn eða Rússar hafi í flota sínum. Njósnabúnaður skipsins er sagður svo öflugur að með honum megi greina krónupening í 800 kílómetra fjarlægð. Spurning hvort ekki fari um talsmenn þeirra sem ötulastir hafa verið í baráttu gegn aðild Íslands að ESB? kolbeinn@frettabladid.is olikr@frettabladid.is „Íslenskar trjáplöntur eru aðlagaðar okkar veðráttu.“ Björn Sigurbjörnsson, garðyrkjumaður. Í áratugi hafa íslenskir garðplöntuframleiðendur unnið að því að byggja upp og rækta úrval af garðplöntum fyrir íslenska veðráttu. Nýttu þér dýrmæta þekkingu og reynslu íslenskra garðplöntuframleiðenda. VELDU ÍSLENSKAR TRJÁPLÖNTUR, SÉRMERKTAR ÞÉR. ÍS L E N S K A /S IA .I S /S G B 5 98 91 0 5/ 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.