Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 46
25. maí 2012 FÖSTUDAGUR30 30 menning@frettabladid.is Ný plata með Sigur Rós, Valtari, kemur út á mánu- daginn og bindur enda á 4 ára bið aðdáenda sveitar- innar eftir nýjum skammti. Liðsmenn Sigur Rósar hafa fjölgað sér og sinnt öðrum hugðarefnum milli platna. Þeir hlakka til túrsins sem fram undan er, jafnvel þó Kjartan fari ekki með. Að sumu leyti þykir ný plata Sigur Rósar, Valtari, minna á tón- list Sigur Rósar frá fyrri árum. Lögin á plötunni eru löng, róleg og draumkennd. Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, tekur undir þetta. „Á einhverjum tíma- punkti hugsaði ég sjálfur að margt á þessari plötu minnti mig á Von [frá 1997]. Það eru element í henni lík, lögin eru löng og róleg og við erum ekki að vinna með hefðbundið lagaform. Við leyfðum okkur að sleppa okkur algjörlega með þessa plötu, sem við gerðum líka með Von,“ útskýrir hann. Platan varð þó til á allt annan hátt en Von. „Valtari varð til úr mörgum litlum bútum. Við sett- umst sjaldan niður með hljóð- færin okkar og spiluðum, held- ur vorum meira í því að klippa saman í tölvum. Ef eitthvað vant- aði fór einn okkar og spilaði það og svo var því bætt við. Ég er nokkuð viss um að við höfum ekki mixað eitt lag á hefðbundinn hátt í hljóðveri fyrir þessa plötu.“ Smellpassaði að lokum Síðasta platan frá Sigur Rós kom út árið 2008 og hefur aldrei liðið eins langt á milli platna hjá sveit- inni áður. „Grunninn að fyrsta laginu sem við tókum upp á Valt- ara gerðum við stuttu eftir að við tókum upp Takk, sem kom út 2005. En við byrjuðum ekki að vinna að henni fyrr en í mars 2009. Það kom ekki mikið út úr því, þetta var allt saman eitt- hvað ruglingslegt,“ segir Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, um tilurð nýju plötunnar. „Við vorum dálítið ringlaðir eftir Með suð í eyrum túrinn. Eini útgangs- punkturinn okkar var að við vildum ekki halda áfram á sömu braut. Seinna sama ár reyndum við aftur og þetta fór eins. Svona gekk þetta, þangað til við gáfumst alveg upp eftir fjórðu tilraun. Persónulega langaði mig bara að henda þessu efni, því þetta var orðið of skrýtið og flókið. Það var ekki fyrr en í september í fyrra að við ákváðum að gera eina heið- arlega tilraun í viðbót og þá, allt í einu, smellpassaði allt.“ Fjögur píanó Þeir Sigur Rósarmenn hafa unnið saman frá því árið 1994 og þekkja því orðið hver annan ansi vel. Það sýnir sig kannski best á laginu Fjögur píanó sem þeir unnu á all- sérstakan hátt. „Við vorum með lítinn hljóðbút sem við vorum ofsalega hrifnir af en vorum ekki alveg vissir um hvað við ættum að gera við. Upp á grín ákváðum við að allir færu út úr stúdíóinu, nema einn, sem myndi setjast niður við píanóið og spila eitt- hvað yfir hann. Svo skiptumst við á og enginn fékk að heyra það sem hinir höfðu spilað. Svo prófuðum við að spila þetta allt á sama tíma og þannig varð lagið til. Bútarnir pössuðu allir saman. Ég efast um að það væri hægt að setja hvaða fjórar manneskjur sem er inn í stúdíó á þennan hátt og það kæmi eitthvað af viti út úr því. Þetta var skemmtileg tilraun,“ segir Georg. „Það var allt mjög frjálslegt hjá okkur við gerð þessarar plötu. Við fundum ekki fyrir mikilli pressu og gerðum bara það sem okkur sýndist, eins og okkur sýndist.“ Uppteknir í öðru Nokkur ár eru liðin frá því að Sigur Rós kom síðast fram á tón- leikum, en hún hefur ekki leikið á tónleikum eftir túrinn í kring- um plötuna „Með suð í eyrum við spilum endalaust“ sem kom út árið 2008. Jónsi hefur verið upp- tekinn við sólóferil sinn, Kjart- an meðal annars verið að semja kvikmyndatónlist og þeir Orri og Georg í öðrum verkefnum. Svo hafa þeir verið iðnir við að eignast börn, en þeim þremur síðasttöldu fæddust afkomendur með stuttu millibili. Georg segir að hljóm- sveitin hafi þó aldrei lagst alveg í dvala. „Alltaf þegar Jónsi var ekki að túra hittumst við, þannig að við höfum alltaf verið eitthvað að bauka, þó það hafi verið minna en venjulega. Áður fyrr vorum við kannski eitt ár að vinna plötu, mjög stíft, og um leið og hún var tilbúin fórum við á túr í eitt og hálft ár. Nú var þetta öðruvísi. Við gáfum okkur tíma í þetta.“ Flaug heim fyrir eina helgi Georg segir það oft hafa tekið á fjölskyldulífið að vera í eins þéttu prógrammi og vaninn var. Hann á þrjú börn, elst þeirra fósturdóttur sem er fædd árið 1998. Hans beið því alltaf fjölskylda heima, þegar hann var á tónleikaferðalögum. „Þetta hefur alltaf verið svolítið ströggl fyrir mig og örugglega fyrir Orra líka, því hann á dótt- ur á svipuðum aldri. Það tekur á sálina í manni að vera kannski í 3 mánuði í burtu. Þess vegna var ég stundum að fljúga heim yfir helgi, jafnvel bara eina nótt, því ég var kannski ekki búinn að vera heima í nokkra mánuði. Þegar maður á fjölskyldu heima snýst þetta svo- lítið um 3 símtöl á dag, að díla við tímamismuninn og heimþrá. En á sama tíma er þetta auðvitað rosa- lega gaman og maður hefur séð og upplifað ýmislegt. Með aldrinum höfum við líka lært að meta þetta betur og nú erum við farnir að hlakka mikið til að fara á næsta túr.“ Kjartan spilar ekki með Þrálátar sögusagnir hafa lengi verið á kreiki um að Kjartan sé í raun hættur í Sigur Rós og jafn- vel að það sé ekki hann sem spili á nýju plötunni Valtara. „Þetta er bara bull. Það sem er satt í sög- unum er að Kjartan mun ekki túra með okkur núna. Hann ætlar ekki að spila læv. Hann hefur mikið að gera í kvikmyndatónlistinni og vill frekar vinna tónlist en að spila á tónleikum. Það er allt í lagi okkar vegna. Við erum allir góðir vinir, gerum þetta bara eins og okkur sýnist og pressum ekki hver á annan,“ segir Georg og bætir við að þeir líti á þetta sem tækifæri fyrir hljómsveitina til að gera eitthvað nýtt á tónleikunum. Skarð Kjartans verður þar fyllt með aukagítarleikara, aukapíanó- leikara og sex manna strengja- og brasssveit. Fingurnir þekkja tónana Að undanförnu hefur Sigur Rós verið að dusta rykið af gömlum lögum, sem ekki hafa verið spiluð í fleiri ár. Georg segir þá félaga vissulega ansi ryðgaða, en hins vegar komi þetta eins og af sjálfu sér. Fingurnir þekki tónana og byrji að spila sjálfir. „Þetta er svolítið eins og að hjóla. Maður man ekki nóturnar eða neitt en svo er talið og þá byrjar maður allt í einu af sjálfu sér. Þetta er ekki fullkomið en við erum eig- inlega alveg hissa á því hvað við erum góðir ennþá.“ Þó að Valtari komi út á mánu- daginn verða íslenskir aðdáendur Sigur Rósar að bíða fram á haust eftir að heyra hljómsveitina spila hér á landi, en þeir koma fram á Airwaves-tónlistarhátíðinni. Tón- leikaferð þeirra hefst hins vegar í Fíladelfíu í lok júlí, en auk Banda- ríkjanna er ráðgert að spila í Evr- ópu og Ástralíu og viðbúið er að fleiri álfur bætist við eftir því sem líður á. Sigur Rós á trygg- an aðdáendahóp víða um heim. En hvar skyldu þeir vera vin- sælastir? „Ég hélt alltaf að við værum vinsælastir í Ameríku. En svo vorum við að ræða þetta við umboðsmenn okkar um dag- inn. Þeir höfðu látið gera könnun á netinu, til að sjá hjá hvaða ald- urshópi og hvar í heiminum væri mest að gerast í kringum Sigur Rós á netinu. Þá eiga víst ungir krakkar í Mexíkó vinninginn. Við höfum samt bara spilað þar einu sinni og það voru ekki neitt sér- staklega góðir tónleikar. Við verð- um eiginlega að bæta úr því.“ Sextugir í Sigur Rós? Átján ár eru liðin frá því að strákarnir stofnuðu Sigur Rós, eyddu frítíma sínum í æfingahús- næði og gengu með þann draum í maganum að geta kannski ein- hvern tímann lifað af tónlist- inni. Þeir náðu því takmarki og gott betur, en hvernig skyldi til- finningin vera að eldast í þess- um heimi? „Við gerum rosa mikið grín að þessu sjálfir. Ef mig misminnir ekki sögðum við okkar á milli þá að við skyld- um ekki vera að þessu ennþá, þegar við yrðum fertugir. Nú erum við að nálgast fertugt og hugarfarið hefur breyst. Ég væri alveg til í vera í þessu ennþá þegar ég verð sextugur.“ holmfridur@frettabladid.is Alveg hissa hvað við erum góðir ennþá TÓNLEIKAFERÐIR TAKA Á SÁLINA Georg, sem á þrjú börn, segir langar tónleikaferðir fjarri fjölskyldunni stundum hafa tekið á. Nú er hann samt farinn að hlakka til næsta tónleikaferðalags, enda langt um liðið síðan síðast. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HAFNARBORGINNI LÝKUR Sýningu Hrafnkels Sigurðssonar, Hafnarborginni, lýkur um hvítasunnuhelgina. Síðasti sýningardagur er annar í hvítasunnu, mánudaginn 28. maí. Verkin sem Hrafnkell sýnir nú í Hafnarborg eru öll ný, en efnivið þeirra sækir hann í karlmannlegt athafnasvæði slippsins. Hann sýnir ljósmyndir sem minna á málverk og áhrifamikla myndbandsinn- setningu en einnig veggverk og textíl. Hljóðmynd og lykt taka svo þátt í að skapa umgjörð sem tengir verkin við uppruna sinn. Það var allt mjög frjálslegt hjá okkur við gerð þessarar plötu. Við fundum ekki fyrir mikilli pressu og gerðum bara það sem okkur sýndist, eins og okkur sýndist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.