Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 16
25. maí 2012 FÖSTUDAGUR16 K visast hefur út að sérstaka veiðigjald- ið verði lækkað verulega frá því sem það var í upphaf- lega frumvarpinu um veiðigjald. Atvinnuveganefnd bað í því sambandi sérfræðinga um að reikna dæmi þar sem gjald- ið er lækkað um helming. Eins verður tekið tillit til skulda fyrir- tækjanna. Eru stjórnvöld að nálg- ast ykkar sýn á breytingar? „Það er erfitt að ræða hluti sem okkur er neitað um að sjá. Eins og frumvörpin líta út núna erum við að tala um sjö- til tíföldun á veiði- gjaldi frá því sem útgerðin greið- ir í dag, en það er misjafnt eftir útgerðarflokkum. Síðan höfum við heyrt um þessa lækkun, en hafa ber í huga að það er ekki um lækkun að ræða heldur margföld- un á því veiðigjaldi sem við þegar greiðum. Til að meta þetta álita- efni þurfum við að hafa eitthvað í höndunum. Eða að okkur verði sýnd sú kurteisi, sem viðgengst í siðuðum samfélögum, að við okkur sé rætt og okkur kynnt málið. Við höfum ekkert í höndunum og það eina sem við höfum á að byggja eru frumvörpin eins og þau liggja fyrir. Þau eru eyðileggjandi fyrir íslenskan sjávarútveg. Forsendur útreikninganna eru úr öllu sam- hengi við þann raunveruleika sem er í íslenskri útgerð.“ Hvað áttu við nákvæmlega? „Bókfært virði vegna kaupa á aflaheimildum er 212 milljarð- ar og það er hvergi sjáanlegt í útreikningunum. Það er talað um æskilegar og óæskilegar skuldir. Það er sagt að við höfum fjárfest í óskyldum greinum. Útreikningar Landsbankans sýna að innan við tvö prósent af skuldum útgerðar- innar komu til vegna fjárfestinga utan greinarinnar. Auðvitað sjá menn að þetta er óverulegt. Samt er því haldið fram að útgerðar- menn hafi hagað sér óskynsam- lega. Þvert á móti er íslensk útgerð skynsöm. Við erum vissulega skuldsettir en við erum lítið skuld- settir miðað við aðrar atvinnu- greinar.“ Auðlindin og þjóðin Auðlindin er í eigu þjóðarinnar. Er þá ekki eðlilegt að hún fái að njóta þess með sérstöku gjaldi? „Við teljum að fullveldisréttur- inn taki á því að íslenska ríkið, eða löggjafinn, geti sett nauðsyn- legar reglur, og þá innan skyn- samlegra marka. Við gerum hins vegar engan ágreining um sam- eign íslensku þjóðarinnar. Þegar menn eru að tala um að þjóðin eigi að fá arð frá atvinnu- greininni þá skal það sagt að hún fær hann til sín. Hann hríslast út í gegnum íslenskt samfélag í gegn- um hagkerfið. Arðurinn af útgerð á Íslandi endar að mestu leyti hjá ríkinu, sem er fólkið í landinu. Það er frekar blómlegt á Íslandi og ég vil halda því fram að við sem störf- um í sjávarútvegi eigum nokkurn þátt í því. Tekjur hafa aukist en það hafa skuldir gert líka. Sjáv- arútvegsráðherra gleymir þessu og talar um ofsagróða í íslenskum sjávarútvegi.“ Er það ekki rétt? Er ekki ofsagróði hjá útgerðinni? „Það hefur almennt verið ágæt- is afkoma undanfarin ár. Hjá meginþorra fyrirtækja er þó eng- inn ofsagróði. Menn eru gjarnir á að taka toppana og þetta er besta árið sem hefur komið lengi. Það er engin launung að það hefur verið góð afkoma vegna góðrar makríl- og loðnuveiði. Markaðir hafa verið góðir, en ef við horfum heilt yfir atvinnugreinina þá á þetta ekki við. Má ég þarna víkja að útreikn- ingum ráðherra? Hann talar alltaf um tekjuhliðina en aldrei kostnað- inn. Við erum að borga afkomu- tengd laun og olíuverð hefur vald- ið því að öll hlutföll hafa raskast verulega. Það var talið eðlilegt að olíukostnaður væri fimm til sjö prósent en hann er 18 til 20 pró- sent. Öll önnur aðföng eru dýrari. Ef Steingrímur, sjávarútvegsráð- herra og fyrrverandi fjármálaráð- herra, lítur eingöngu á tekjurnar þá er ég ekkert hissa þó menn nái ekki tökum á ríkisfjármálunum. Það verður að líta á gjaldahliðina líka.“ Vitlaust gefið? Úti í samfélaginu tala menn samt um að mikill auður verði eftir í vösum fárra á meðan fjölmargir hafa lítið eða ekkert. Hvað segir þú um það? „Maður verður var við þetta, það er rétt. Ég get bara talað út frá sjálfum mér. Ég rek sjávarút- vegsfyrirtæki á Seyðisfirði. Við höfum verið í samfélagslegum rekstri heima og við höfum ekki verið að fylla vasa hluthafa. Það hrundi hjá okkur. Eiginfjárstað- an var neikvæð og því óheimilt að borga arð. Þessi staða er uppi hjá mörgum fyrirtækjum. Jú, menn tala um arðgreiðslur stærstu fyrirtækjanna. Þetta eru vissulega stórar tölur og ég get vel skilið að það hafi áhrif á þá sem hafa lítið eða ekkert. Það er hins vegar önnur hlið á þessu. Þau fyrirtæki sem eiga velgengni að fagna eru að fjárfesta. Við getum tekið HB Granda sem dæmi sem hefur verið í fjárfestingum. Vopna- fjörður væri líklega ekki til ef það fyrirtæki hefði ekki burði til að endurnýja sig og byggja upp samfélagið allt. Samfélögin njóta góðs af þessari velgengni, fyrst og síðast.“ Sitjandi ríkisstjórn hefur lýst því yfir að breytingar á lögum um stjórn fiskveiða verði gerðar og kláraðar fyrir þinglok. Er LÍÚ búið að skilgreina hvað er ásættanlegt? „Ég hef verið spurður að því áður hvað sé ásættanlegt fyrir íslenska útgerð. Ég hef alltaf sagt að það sem er ásættanlegt er að fyrirtækin fái að blómstra, þau fái að vaxa og fjárfesta. Við erum að borga verulegar upphæðir nú þegar. Menn segja að 4,2 milljarð- ar í veiðigjald sé lítið. Að 1,5 millj- arðar í kolefnisgjald af olíunni sé lítið. Fjöldi fyrirtækja er að borga tekjuskatt þrátt fyrir að unnið sé að því að borga tapið af hruninu. Fyrirtækin eru að borga í beinum sköttum verulegar upphæðir til ríkisins. En ríkið vill samt meira. Þessi aðferðafræði, vil ég segja, að færa fé frá útgerðinni til að byggja upp aðrar atvinnugreinar, er rugl. Að styrkja eina atvinnu- grein á kostnað annarrar. Verða öll þessi störf raunveruleg ef undir- stöður sjávarútvegsins veikjast? Ég efast um það.“ Ertu að vísa til þess að þjónustu- fyrirtæki við sjávarútveginn muni líða fyrir gjaldtökuna? „Já, ef menn horfa á klasasam- félög í kringum sjávarútveginn; vélsmiðjur, verktakafyrirtæki, tæknifyrirtæki og fleira. Tökum Marel sem dæmi. Marel og fleiri fyrirtæki voru byggð upp í sam- vinnu við útgerðina. Íslenskur sjávarútvegur borgaði, og er að borga, þróunarvinnu sprotafyrir- tækja sem oft eru nefnd á nafn til að sýna hvað vel er gert í atvinnu- lífinu. Þessi fyrirtæki hafa síðan þroskast og leita í fleiri áttir en grunninn má finna hjá útgerðinni. Sprotafyrirtæki þarf fjármagn og viðskipti, sérstaklega í byrjun. Annars er fyrirtækið andvana fætt. Stjórnvöld tala um góðar og slæmar fjárfestingar fyrir útgerð- ina. Er það slæmt ef ég legg fjár- muni í sprotafyrirtæki á Seyðis- firði, hjálpa því á fæturna? Eða að ég setji peninga í þekkingar- fyrirtæki heima? Af hverju er það óeðlilegt að útvegsfyrirtæki kaupi hlut í olíufyrirtæki ef það er góð fjárfesting? Af hverju á að skilgreina eina atvinnugrein sem óæskilega fjárfesta? Föstudagsviðtaliðföstuda gur Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna Þegar menn eru að tala um að þjóðin eigi að fá arð frá atvinnugreininni þá skal það sagt að hann kemur annars staðar frá. Arðurinn hríslast út í gegnum íslenskt efna- hagslíf í gegnum hagkerfið. Fimmfaldur Lottópottur stefnir í 38 milljónir. Leyfðu þér smá Lottó! MILLJÓNIR Herferðin kom til af nauðsyn Lækkun á veiðigjaldi frá því sem nú er í frumvarpi ríkisstjórnarinnar skiptir ekki máli. Formaður LÍÚ segir Svavari Hávarðssyni að um lamandi hækkun fyrir fyrirtækin sé að ræða eftir sem áður. Hann segir að völd LÍÚ séu ofmetin og hagkerfið sjái um að koma arði sjávarútvegsins til þjóðarinnar. Nýleg auglýsingaherferð hafi verið svar útgerðarmanna við tómlæti fjölmiðla. ADOLF GUÐMUNDSSON Formaðurinn telur að þrátt fyrir fréttir um að veiðigjaldið verði lækkað frá því sem var upphaflega í frumvarpi um veiðigjöld þá skipti það engu máli. Um margfalda hækkun á veiðigjaldi sé að ræða eftir sem áður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.