Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 62
25. maí 2012 FÖSTUDAGUR46 EUROVISIONLAGIÐ „Ég á alltof erfitt með að velja eitthvað uppáhalds úr öllum keppnunum hingað til en uppáhaldslagið mitt í keppninni í ár er sænska lagið. Það er ekki spurning í mínum huga að hún á eftir að bursta keppnina á laugardaginn.“ Regína Ósk Óskarsdóttir, söngkona og Eurovision-fari. Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson samdi nán- ast öll lög og texta á væntanlegri plötu kántrísveit- arinnar Klaufarnir. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég er í samstarfi við þá,“ segir Kristján, sem tók að sér verkefnið í gegn- um gítarleikarann Sigurgeir Sigmundsson. „Ég á alltaf soddan hrúgu af lögum og þeir völdu úr þeim. Þeir eru með tíu til tólf lög í viðbót sem þá langar að gefa út líka,“ segir Kristján, sem hingað til hefur verið þekktari fyrir texta sína en lagasmíðar. „Þetta er tónlist í anda Brimklóar og alls hins besta sem boðið hefur verið upp á í íslenskri kántrítónlist síð- ustu ár og áratugi. Þetta er dillandi gamansemi og 100% hressleiki.“ Magnús Kjartansson kemur við sögu á plötunni. Hann leikur á hljómborð og stjórnar heilum kór hestamanna sem nefnist Brokkkórinn. Einnig syng- ur Selma Björnsdóttir í einu lagi, Aldrei, sem fer í spilun fljótlega. Annað lag af plötunni, Lífið er fer- lega flókið, er þegar komið í spilun. Kristján hafði mjög gaman af samstarfinu við Klaufana en hljómsveitin er skipuð þeim Friðriki Sturlusyni, Kristjáni Grétarssyni, Sigurgeiri Sig- mundssyni, Guðmundi Annas og Birgi Nielsen. „Við erum kannski hinir mestu klaufar á ýmsum sviðum en þegar við slettum úr klaufunum, þá erum við á heimavelli.“ - fb Kristján samdi fyrir Klaufana SAMSTARF Kristján Hreinsson ásamt Klaufunum. Nýja platan, Óbyggðir, kemur út á næstunni. „Ég er ekkert þekktur sem Björn þannig að það lá ein- hvern veginn beint við að kýla þetta loksins í gegn,“ segir Bassi Ólafsson, trommari hljómsveit- arinnar Kiriyama Family, sem nýlega gaf út sína fyrstu plötu. Hann breytti nafninu sínu nýver- ið úr Björn Sigmundur í Bassi og þar með er hann sá eini sem heitir því nafni á landinu. Bassi var dálít- ið hræddur við að styggja mömmu sína og pabba með nafnabreyting- unni, því langafar hans hétu Björn og Sigmundur. „Maður vildi ekki mikið vera að „dissa“ þá. Svo ákvað ég bara að hugsa um sjálfan mig í þessu tilfelli. Þetta er búið að vera nafnið mitt frá því ég fæddist og fæstir vita raunverulega nafnið, þannig að ég ákvað bara að svissa.“ Aðspurður segir hann að pabbi hans, Labbi í hljómsveitinni Mánum, sé enn þá að venjast þessum umskiptum en mamma hans hefur tekið betur í þau. „Ég elda handa þeim mat og eitthvað til að redda þessu.“ Bassanafnið festist við hann vegna þess að bróðir pabba hans, Björn Þórarinsson, einnig úr Mánum, hefur alltaf verið kall- aður Bassi. „Hann hefur verið kallaður stóri Bassi og ég litli Bassi en samt er ég tuttugu senti- metrum hærri en hann. Þann- ig að það er búið að svissa þessu í gamli Bassi og ungi Bassi.“ Mannanafnanefnd hafði ekkert við Bassanafnið að athuga, sem kom honum nokkuð á óvart. Kom það upp úr dúrnum að Bassi er sá níundi sem hefur borið nafnið á Íslandi frá landnámsöld en er sá eini sem er á lífi í dag. „Ég hélt ég þyrfti að fara í svakalegt vesen til að sækja um en þau vildu bara fá útskýringu á þessu. Ég sagði bara sömu sögu um að þetta er bara nafnið mitt.“ Þrátt fyrir nafngiftina spilar Bassi á trommur en ekki bassa og þykir mörgum það fyndið. „Ég held ég sé búinn að heyra alla brandara sem til eru í sambandi við þetta, þessa bassatrommubrandara. Það er búið að hrjá mig í gegnum ævina að ég sé trommari.“ Reyndar kann hann alveg á bassa og spilar á hann í hjá- verkum. „Þegar ég var að spila með Lay Low tók ég bassa í einu lagi. Þetta blundar alveg í manni. Næsta hljóðfæri sem ég ætla að taka fyrir verður alveg örugglega bassi, það liggur eiginlega beinast við.“ freyr@frettabladid.is BASSI ÓLAFSSON: LÁ BEINT VIÐ AÐ KÝLA ÞETTA LOKSINS Í GEGN Bassi heitir loksins Bassi BASSI Bassi Ólafsson hét áður Björn Sigmundur Ólafsson. Hann er sá níundi sem hefur borið nafnið frá landnámsöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta er ein af þessum stóru auglýsingum sem maður vill gjarnan næla sér í,“ segir leikarinn Ívar Örn Sverrisson sem á dögunum landaði burðarhlutverki í alþjóðlegri sjónvarpsauglýs- ingu fyrir Fisherman´s Friend hálstöflurnar. Ívar fékk verkefnið í gegnum norska umboðs- skrifstofu sína en hann hefur verið búsettur í Noregi með eiginkonu og tveimur börnum í tæp tvö ár. Hann bjóst aldrei við að fá hlutverkið og segir þetta oftast byggjast á heppni og að vera með rétt útlit á réttum tíma. „Ég er mjög ánægður með þetta og mér var sagt að ég hafi verið valinn umfram marga þekkta norska leik- ara,“ segir Ívar og giskar á að skeggið hafi heill- að aðstandendur auglýsingarinnar. „Ég var ekki búinn að raka mig í nokkra daga fyrir prufuna og útlitið hentaði því vel í þennan sjóara.“ Auglýsingin verður tekin upp í sjávarþorpi í Noregi á næstu dögum en Ívar fer með hlut- verk sjómanns og á móti honum leikur bresk leikkona. Um er að ræða endurgerð á klassískri auglýsingu hálstaflanna sterku og verður hún sýnd á austurströnd Bandaríkjanna með haust- inu. „Þetta er gott verkefni að fá og ég get við- urkennt að þetta er ágætlega borgað.“ Ívar hefur komið sér vel fyrir í Noregi en segir að það hafi ekki alltaf hafa verið auð- velt. „Ég hef alveg þurft að brjóta mér leiðir í gegnum marga múra hérna. Það hjálpar að geta loksins tjáð sig á tungumáli innfæddra og svo er þetta bara snjóbolti sem vindur upp á sig. Þó maður sakni ýmissa á Íslandi á ég ekki von á því að við fjölskyldan komum heim í bráð enda líður okkur mjög vel í Ósló.“ - áp Tekinn fram yfir þekkta norska leikara VINUR SJÓARANS Leikarinn Ívar Örn Sverrisson var valinn umfram þekkta norska leikara í burðarhlutverk í alþjóðlega sjónvarpsauglýsingu fyrir Fisherman´s Friend. L A N D SM ÓT HESTAM AN N A N A T IO N AL HORSE SHOW O F IC E L A N D Landsmót hestamanna Reykjavík 2012 25.06 – 01.07 Ógleymanleg skemmtun. Bestu gæðingar landsins etja kappi og helstu kynbótastjörnur landsins koma fram. Troðfull dagskrá með landsþekktum skemmtikröftum, kvöldvökum og fjölskyldustemningu. Á keppnissvæðinu er glæsilegur barnagarður. Miðasala á www.landsmot.is Það styttist í ævintýrið!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.