Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 44
25. maí 2012 FÖSTUDAGUR28 BAKÞANKAR Magnús Þorlákur Lúðvíksson Meðal annars efnis: Konur ímynda sér alla mögulega hluti Lögfræðingurinn Hildur Sverrisdóttir safnar efni í bók um kynferðislegar fantasíur íslenskra kvenna. Jedward-bræður og djöflaljón Lukkudýr EM í knattspyrnu í gegnum tíðina hafa vakið mismikla lukku. ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. hróss, 6. óreiða, 8. mælieining, 9. heyskaparamboð, 11. bókstafur, 12. sljóvga, 14. einkennis, 16. í röð, 17. gagn, 18. kæla, 20. frú, 21. sæla. LÓÐRÉTT 1. smæl, 3. upphrópun, 4. sýklalyf, 5. berja, 7. ráðning, 10. óvild, 13. of lítið, 15. sálda, 16. tala, 19. tvíhljóði. LAUSN LÁRÉTT: 2. lofs, 6. rú, 8. júl, 9. orf, 11. ká, 12. slæva, 14. aðals, 16. tu, 17. nyt, 18. ísa, 20. fr, 21. unun. LÓÐRÉTT: 1. bros, 3. oj, 4. fúkalyf, 5. slá, 7. úrlausn, 10. fæð, 13. van, 15. strá, 16. tíu, 19. au. Siggi Slef úr Strumpun- um FC Free Transfer Fróði Flóki úr Blóðleysi FC Free Transfer Pétur Nös úr Hvirfilbylj- unum Free Transfer Lalli Læri úr Tónik FC Free Transfer Við erum ekki beint að sigra félaga- skiptagluggann? Ekki í ár! Ég trúi ekki að þú hafir ætlað að fela holu í veggnum með því að hengja mynd yfir hana. Hélstu virkilega að enginn myndi taka eftir mynd sem hangir tíu sentimetrum frá gólfinu? Þú varst reyndar sú eina sem tókst eftir henni. Kannski ertu bara aðeins og ströng, hefurðu íhugað það? Ég þoli ekki mánudags- morgna. Sammála? Það eru ellefu stelpur í bekknum mínum og við heitum þrjár Solla. Þrjár Sollur? Það er svo ruglandi. Ég trúi því! Kannski ættum við að fara að nota miðnafnið þitt? Nei, takk. Hvað er að því að vera kölluð Erla? Þú verður spyrja hina Erlurnar fimm í bekknum mínum. Í kvikmyndunum sér maður einstaklinga stundum spýta út úr sér kaffi eða öðrum drykk þegar viðkomandi les eða heyrir einhver tíðindi sem setja veröld hans á hvolf. Ég held að þetta gerist ekki í alvör- unni, í það minnsta hef ég aldrei séð neinn bregðast svona við. Hins vegar komst ég glettilega nærri því að gera þetta nýlega þegar ég las áhugaverða grein í spjaldtölv- unni heima með kaffibolla í hönd. Í grein- inni var leitast við að svara þeirri spurn- ingu af hverju tíminn virðist líða hraðar eftir því sem fólk eldist. ÁÐUR en ég kem að niðurstöðu greinarinnar þá er réttast að skrifa smá formála. Ég er 23 ára gamall, reyki ekki, reyni að borða tiltölulega hollt og hreyfi mig nær daglega. Ég fer reyndar oftar á Kaffibarinn en hollt getur talist en geri fastlega ráð fyrir að heimsóknunum muni fækka nokkuð hratt eftir því sem ég eldist. Samantekið geri ég mér vonir um að eiga góð 60 ár eftir af ævi minni hið minnsta og er samkvæmt þeim tölum rétt skriðinn yfir fyrsta fjórðung hennar. ÞAÐ var því ákveðið áfall að lesa í greininni að miðað við upplifun hins venjulega manns af ævi sinni væri ég sennilega þegar búinn að lifa hana hálfa. Hvernig getur það staðist? Jú, kenningin er sú að upplifun manns á eigin ævi stjórnist að mestu af nýjum upp- lifunum. Á barnsaldri er maður sífellt að upplifa nýja hluti, flest sem maður gerir er ferskt. Þess vegna virðast manni sem sumur barnæskunnar hafi verið heil eilífð á meðan maður er rétt byrjaður að njóta sumarsins þegar það er búið núna (ég geri mér grein fyrir því að eldri lesendur telja það sennilega stórskrýtið að 23 ára strák- ur sé að skrifa þetta). Með öðrum orðum þá er kenningin sú að þá tilfinningu að tíminn líði sífellt hraðar megi skýra með því að eftir því sem fólk eldist upplifi það sífellt færri nýja hluti. Kenningin byggir á þeirri vísindalegu niðurstöðu að heila- starfsemin breytist eftir því sem heilinn meðtekur meira af nýjum upplýsingum í einu. Sem sagt, því fleiri nýjar upplifanir, því meiri upplýsingar þarf heilinn að með- taka og því hægar virðist tíminn líða. ÉG VAR reyndar ekki lengi á að jafna mig á því áfalli að ég væri „upplifunarlega séð“ tvöfalt eldri en ég stóð í trú um. Því í rauninni er þessi niðurstaða ekkert annað en rosalega góð áminning um að lifa fjöl- breyttu lífi. Hafi maður áhyggjur af því að tíminn líði of hratt er nefnilega, að því er virðist, til mjög góð lausn. Einfaldlega sú að snara sér út úr þægindahringnum og gera eitthvað spánnýtt. Er það ekki ágætt markmið fyrir sumarið? Í leit að glötuðum tíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.