Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 56
25. maí 2012 FÖSTUDAGUR40 sport@frettabladid.is HELENA SVERRISDÓTTIR skoraði 20 stig og fór fyrir þriggja stiga skotsýningu íslenska kvennalandsliðsins í 27 stiga sigri á Noregi í gær, 82-55, í fyrsta leiknum á Norðurlandamótinu í Noregi. Íslensku stelpurnar skoruðu 13 þriggja stiga körfur í leiknum sem er það mesta í A-landsleik kvenna frá upphafi. Liðið mætir bæði Svíum (kl. 09.00) og Dönum (17.00) í dag. Allt um leiki gærkvöldsins er að fi nna á 0-1 Kristinn Ingi Halldórsson (26.), 0-2 Jón Gunnar Eysteinsson (71.) Skot (á mark): 4-10 (2-6) Varin skot: Sigmar 4 - Ögmundur 2 BREIÐABLIK (4-3-3): Sigmar Ingi Sigurðarson 4 - Þórður Steinar Hreiðarsson 4 (75., Elfar Árni Aðal- steinsson -),Renee Troost 5, Sverrir Ingi Ingason 5, Kristinn Jónsson 6 - Finnur Orri Margeirsson 6, Jökull I Elísabetarson 5, Rafn Andri Haraldsson 5 (62., Haukur Baldvinsson 5) - Andri Rafn Yeoman 5, Árni Vilhjálmsson 5, Arnar Már Björgvinsson 6 (62. , Guðmundur Pétursson 5). FRAM (4-5-1): Ögmundur Kristinsson 7 - Alan Lowing 6, Kristján Hauksson 7, Hlynur Atli Magn- ússon 7, Sam Tillen 8* - Jón Gunnar Eysteinsson 7, Halldór Hermann Jónsson 6, Samuel Hewson 6 - Almarr Ormarsson 7, Kristinn Ingi Halldórsson 7, Steven Lennon 6. * MAÐUR LEIKSINS Kópavogsv., áhorf.: 820 Vilhjálmur Þórarinss. (7) 0-2 1-0 Jóhann Birnir Guðmundsson (64.) Skot (á mark): 5-11 (1-4) Varin skot: Ómar 4 - Abel 0 KEFLAVÍK (4-3-3): Ómar Jóhannsson 7, Grétar Atli Grétarsson 7, Einar Orri Einarsson -(22., Magnús Þór Magnússon 7), Haraldur Guðmundsson 8*, Jóhann Ragnar Benediktsson 7, Frans Elvarsson 6, Denis Selimovic 6, Arnór Ingvi Traustason 6, Bojan Stefán Ljubicic 6 (78., Hilmar Geir Eiðsson -), Jóhann Birnir Guðmundsson 7, Guðmundur Steinarsson 5 (75., Sigurbergur Elísson -) ÍBV (4-5-1): Abel Dhaira 3, Arnór Eyvar Ólafsson 5, Brynjar Gauti Guðjónsson 5, Rasmus Christiansen 6, Matt Garner 5, George Baldock 5, Tony Mawa- ejje 5, George Baldock 5, Ian Jeffs 5 (73., Christian Steen Olsen -), Aaron Spear 5 (83., Ragnar Leós- son -), Víðir Þorvarðarson 6 * MAÐUR LEIKSINS Nettóvöllur, áhorf.: 930 Garðar Hinriksson (6) 1-0 1-0 Jón Daði Böðvarsson (14.), 1-1 Matthías Örn Friðriksson (27.), 2-1 Ólafur Karl Finsen (47.), 3-1 Stefán Ragnar Guðlaugsson (75.), 3-2 Alexander Magnússon (87.), 3-3 Óli Baldur Bjarnason (90.+2) Skot (á mark): 7-10 (4-4) Varin skot: Ismet 1 - Óskar 0 SELFOSS (4-5-1): Ismet Duracak 5 - Ivar Skjerve 6, Stefán Ragnar Guðlaugsson 7, Endre Ove Brenne 6, Andri Freyr Björnsson 5 - Ólafur Karl Finsen 5 (71., Joseph Tillen), Jon Andre Royrane 6 (80., Tómas Leifsson), Babacar Sarr 7, Robert Johann Sandnes 7, Jón Daði Böðvarsson 7 - Viðar Örn Kjartansson 6 (88., Abdoulaye Ndiaye) GRINDAVÍK (5-4-1): Óskar Pétursson 5 - Matthías Örn Friðriksson 5, Loic Mbang Ondo 5 (66., Scott Ramsey 7), Ólafur Örn Bjarnason 6, Mikael Eklund 5, Ray Anthony Jónsson 6 - Gavin Morr- ison 6 (80 Daníel Leó Grétarsson), *Alexander Magnússon 8, Alex Freyr Hilmarsson (72., Óli Baldur Bjarnason) 5, Marko Valdimar Stefánsson 6 - Tomi Ameobi 6 * MAÐUR LEIKSINS Selfossvöllur, áhorf.: 534 Magnús Þórisson (6) 3-3 1-0 Garðar Jóhannsson, víti (45.+1), 1-1 Garðar Gunnlaugsson (73.) Skot (á mark): 25-9 (4-2) Varin skot: Ingvar 1 - Páll Gísli 3 STJARNAN (4-3-3): Ingvar Jónsson 5 - Jóhann Laxdal 6, Baldvin Sturluson 6 (72., Snorri Páll Blöndal -), Alexander Scholz 7*, Hörður Árnason 5 - Atli Jóhannsson 5 (75., Gunnar Örn Jónsson -), Daníel Laxdal 6, Mads Laudrup 6- Kennie Chopart 6, Halldór Orri Björnsson 6, Garðar Jóhannsson 7 ÍA (4-5-1): B Árni Snær Ólafsson 6 - Guðmundur Böðvar Guðjónsson 4, Ármann Smári Björnsson 7, Kári Ársælsson 6, Einar Logi Einarsson 6 - Jó- hannes Karl Guðjónsson 6, Mark Doninger 5, Arnar Már Guðjónsson 4 - Jón Vilhelm Ákason 4 (62., Garðar Bergmann Gunnlaugsson 7), Ólafur Valur Valdimarsson 4 (46., Dean Edward Martin 7), Gary Martin 4 (89., Andri Adolphsson -) * MAÐUR LEIKSINS Stjörnuvöllur, áhorf.: 1.237 Guðm. Ársæll Guðm. (8) 1-1 1-0 Árni Freyr Guðnason (13.), 2-0 Árni Freyr Guðnason (44.), 2-1 Matthías Guðmunds- son (45.), 3-1 Davíð Þór Ásbjörnsson (85.) Skot (á mark): 12-12 (5-7) Varin skot: Bjarni 6 - Sindri 2 FYLKIR (4-3-3): B Bjarni Þórður Halldórsson 7 – Andri Þór Jónsson 6, David Elebert 6, Hjörtur Her- mansson 7 (53., Kjartan Ágúst Breiðdal 6), Ásgeir Eyþórsson 6 - Finnur Ólafsson 7 (75., Oddur Ingi Guðmundsson), Davíð Þór Ásbjörnsson 7, Ásgeir Börkur Ásgeirsson 6 - Ingimundur Níels Óskars- son 6 , Árni Freyr Guðnason 7* (83., Björgólfur Takefusa), Tómas Þorsteinsson 6. VALUR (4-5-1): B Sindri Snær Jensson 5 - Andri Fannar Stefánsson 2, Atli Sveinn Þórarinsson 5, Halldór Kristinn Halldórsson 4 , Úlfar Hrafn Páls- son 4 - Guðjón Pétur Lýðsson 4(57., Hafsteinn Briem 5), Haukur Páll Sigurðsson 5, Rúnar Már Sigurjónsson 6 - Ásgeir Þór Ingólfsson 5 , Hörður Sveinsson 5 (69., Atli Heimisson 4), Matthías Guð- mundsson 6. * MAÐUR LEIKSINS Fylkisvöllur, áhorf.: ? Kristinn Jakobsson (8) 3-1 STAÐAN ÍA 5 4 1 0 9-5 13 KR 5 3 1 1 10-7 10 FH 5 3 1 1 6-3 10 Stjarnan 5 2 3 0 10-6 9 Keflavík 5 2 1 2 8-5 7 Selfoss 5 2 1 2 8-8 7 Fylkir 5 1 3 1 7-6 6 Fram 5 2 0 3 6-7 6 Valur 5 2 0 3 5-6 6 Breiðablik 5 1 1 3 1-6 4 ÍBV 5 0 2 3 4-7 2 Grindavík 5 0 2 3 8-16 2 NÆSTU LEIKIR ÍBV - Stjarnan 29. maí kl. 18.00 Selfoss - Breiðablik 31. maí kl. 19.15 Valur - Keflavík 31. maí kl. 19.15 FH - Fylkir 2. júní kl. 14.00 Fram - KR 2. júní kl. 16.00 Grindavík - ÍA 2. júní kl. 16.00 PEPSI-DEILDIN GOLF „Það verður nóg að gera í sumar og þetta verður spennandi ár,“ sagði Birgir Leifur Hafþórs- son atvinnukylfingur úr GKG en ætlar að vera með á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem hefst í dag á Hólmsvelli í Leiru. Birgir, sem hefur fjórum sinn- um fagnað sigri á Íslandsmótinu í höggleik mun leggja höfuðáherslu á mótin sem honum standa til boða á áskorendamótaröð Evrópu, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð- in í Evrópu. „Með því að skrá mig í mótið er ég að koma mér í keppniseinbeit- inguna sem hefur aðeins skort upp á. Það verður markmiðið að fara í Keflavík og halda einbeitingunni þrátt fyrir að veðrið verði kannski brjálað,“ sagði Birgir Leifur Haf- þórsson. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili í Hafnarfirði er á meðal bestu kylfinga landsins og hún byrjaði keppnistímabilið með miklum látum um s.l. helgi á unglingamótaröð Arion banka. Guðrún, sem er 18 ára, setti nýtt vallarmet á Garðavelli á Akranesi þar sem hún lék á 66 höggum eða 6 höggum undir pari. Guðrún er til alls líkleg á Eimskipsmótaröðinni í sumar en hún er á meðal keppenda á Hólmsvelli í Leiru um helgina. „Ég er með skýr markmið fyrir sumarið en ég ætla að halda þeim fyrir mig. Ég ætla að reyna að halda þeirri forgjöf sem ég er með í dag. Það hefur verið markmið að komast niður fyrir 0 í forgjöf. Það gekk nánast allt upp á hringnum á Garðavelli þar sem ég setti vallar- metið,“ sagði Guðrún Brá en hún sigraði á fyrsta stigamóti ársins í fyrra. Alls eru 113 kylfingar skráð- ir til leiks í karlaflokknum og 26 í kvennaflokknum. Sú nýbreytni verður á Eimskipsmótaröðinni í sumar að öll höggleiksmótin verða 54 holur og verður keppendum fækkað að loknum öðrum keppn- isdegi. Þessi breyting er gerð til þess að mótin telji til stiga á heims- lista áhugakylfinga. - seth Eimskipsmótaröðin í golfi hefst í dag – Guðrún Brá Björgvinsdóttir er líkleg til afreka í kvennaflokki: Held markmiðum sumarsins fyrir sjálfa mig GUÐRÚN BRÁ Verður væntanlega öflug á mótum sumarsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SUND Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér í gær sæti í úrslita- sundinu í 200 metra bringusundi á EM í 50 metra laug í Debrecen í Ungverjalandi. Hrafnhildur synti á 2:28,99 mínútum og varð áttunda inn. Hún var aðeins frá Íslandsmeti sínu (2:28,87 mín.) og þarf að bæta sig um þrjár og hálfa sek- úndu í úrslitasundinu í dag til að komast á ÓL í London. - óój Hrafnhildur Lúthersdóttir: Í úrslit á EM HRAFNHILDUR LÚTHERSDÓTTIR Stendur sig vel. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Fimm leikir fóru fram í Pepsi-deild karla. Stórleikur gær- kvöldsins var í Garðabæ þar sem Stjarnan tók á móti taplausum Skagamönnum. Stjörnumenn gengu svekktir af velli eftir 1-1 jafntefli gegn topp- liði Skagamanna í Garðabænum í gærkvöldi. Stjarnan leiddi verð- skuldað í hálfleik 1-0 en enn á ný reyndust Skagamenn sterkir í síð- ari hálfleik. Varamaðurinn Garð- ar Gunnlaugsson reyndist hetja þeirra gulklæddu annan leikinn í röð og tryggði gestunum stig. „Ég tel okkur vera það lið í deildinni sem er í besta forminu. Við höldum áfram og játum okkur aldrei sigraða. Enginn reiknaði með þessu gengi okkar en við höfum lagt hart að okkur,“ sagði Englendingurinn Gary Martin sem átti klúður leiksins. Hann skaut þá framhjá frammi fyrir opnu marki og átti von á bröndurum úr öllum áttum í rútunni á leiðinni heim á Skaga. Framarar unnu þægilegan sigur á Breiðablik. Breiðablik hefur aðeins náð að skora eitt mark það sem af er mótsins og sóknarleikur þeirra virkilega bragðdaufur. „Við vorum virkilega þéttir til baka í kvöld og þeir fengu fá færi í leiknum,“ sagði Kristján Hauks- son, fyrirliði Fram, eftir sigurinn í gær. „Hópurinn var ekkert farinn að örvænta eftir slaka byrjun á tíma- bilinu. Við vitum einfaldlega að liðið er mun betra í ár en á síðasta tímabili. Fram á eftir að gera góða hluti í sumar.“ Fylkir sigraði Val í fjörugum leik í gærkvöld. Fylkir byrjaði leikinn af krafti og komst yfir með mörkum frá Árna Frey sem fóru langleiðina með að vinna leikinn. Markaskorarinn Árni var kátur í leikslok. „Þetta var það sem við þurftum. Við höfum oft spil- að betur en loksins kom sigurinn og ekki var verra að setja 2 mörk sjálfur.“ Keflvíkingar unnu í gærkvöld óverðskuldaðan sigur á Eyjamönn- um. Leikurinn var tilþrifalítill en Keflvíkingum tókst að setja bolt- ann í markið á 68. mínútu. Þar var að verki Jóhann Birn- ir Guðmundsson eftir hræðileg mistök Abel Dhaira í marki Eyja- manna. Nokkuð fjaraði undan leiknum eftir markið en Hilmar Geir Eiðsson fékk svo að líta rauða spjaldið undir leikslok. Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV var ómyrk- ur í máli í leikslok og sagði að árangur liðsins í upphafi móts væri ekki ásættanlegur. ,,Þetta er óásættanlegur árang- ur hjá okkur í fyrstu umferðunum. Við ætluðum okkur meiri hluti en menn verða bara að horfa í eigin barm. Við þurfum bara að undir- búa okkur fyrir baráttu á öðrum enda.“ Grindvíkingar komu til baka og tryggðu sér 3-3 jafntefli á Selfossi með því að skora tvö mörk í lok leiksins í leik liðanna í 5. umferð Pepsi-deild karla. Óli Baldur Bjarnason skoraði jöfnunarmark- ið í uppbótartíma en Selfyssing- urinn Jón Daði Böðvarsson skaut í stöngina rétt áður en leikurinn var flautaður af. Það stefndi allt í sigur Selfoss og þar með hundraðasta sigur þjálfar- ans Loga Ólafssonar í efstu deild þegar skammt var eftir af leiknum en Alexander Magnússon minnk- aði muninn í 3-2 á 87. mínútu áður en Óli Baldur jafnaði á annarri mínútu í uppbótartíma. - ktd, sáp, kós, shf, óój Skagamenn enn taplausir ÍA tapaði sínum fyrstu stigum í Pepsi-deildinni í gærkvöld en er samt enn á toppnum. Fylkir vann sinn fyrsta leik í sumar og mikil dramatík var á Selfossi þar sem botnlið Grindavíkur nældi í stig í lok leiksins. BJARGVÆTTURINN Garðar skorar hér fyrir Skagamenn og tryggir þeim stig. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.