Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 32
6 • LÍFIÐ 25. MAÍ 2012 inga? Það var tilviljun. Ég var svo heppin að fá að sitja fund hjá Thor- valdsensfélaginu, sem er ákaflega merkilegt kvenfélag, um of feit börn á Íslandi og meðferð þeim til handa, niðurstöður og rannsóknir. Þarna var ég óvænt dottin inn á fyrirlest- ur og mér brá því ég vissi ekki að staðan væri eins slæm og hún er. Ég vissi ekki að um 2.500 börn á Íslandi væru of feit og um 9.000 of þung. Ég vissi ekki að lítið sem ekk- ert markvisst væri gert fyrir þau af hálfu hins opinbera. Ég áttaði mig á að þau eiga sér ekkert stuðn- ingsfélag eins og börn sem þjást af einhverju öðru. Þau eiga sér engan málsvara og fá úrræði eru þeim til handa. Verst fannst mér þó sú til- hugsun að sennilega væri fólk al- mennt ekki nógu vel upplýst um þennan vanda. Mig langaði virkilega að gera eitthvað í málinu, verða að gagni. Ég er vissulega ekki sérfræð- ingur en ég kann þó allavega eitt- hvað í að búa til sjónvarp og flytja fréttir svo ég hugsaði með mér að kannski væri það lóð á vogarskál- arnar í glímunni við þetta vaxandi heilsufarsvandamál, að taka saman þær upplýsingar sem eru til, grafa svolítið dýpra og gera úr því heim- ildarmynd. Ef við erum upplýst um vandann þá held ég að það séu meiri líkur á að við getum tekist á við hann. Við leysum ekki vanda sem er falinn og fáir vita um. Þannig fór ég af stað og hringdi í Einar Árnason vin minn og mynda- tökumann og bað hann um að vera með. Hann vildi það og við erum búin að vera síðan að mynda og taka viðtöl og garfa og rannsaka þetta mál í vetur. Við erum komin með tugi viðmælenda og efnið orðið miklu viðameira en mér datt í hug í upphafi að það gæti orðið. Niðurstaðan er fjögurra þátta röð þar sem er ekki einasta fjallað um börn heldur okkur öll því við getum ekki einskorð- a ð u m f j ö l l - unina við börn. Þau eru aðeins í rauninni ein birtingarmynd þ e s s m i k l a samfélags- galla er veld- ur þeim breyt- ingum á holda- fari þjóðarinnar sem raun ber vitni. Í fyrsta þætti verður offituvandinn kynntur til sögunnar og rætt við tvær ungar en mjög ólíkar manneskjur sem báðar hafa glímt við vandann alla sína ævi. Þær lýsa hvor á sinn hátt vandamálunum, fordómunum, bar- áttunni, orrustunum og því hvernig þær virðast alltaf tapa. Annar þáttur er helgaður börn- um. Skoðað er hvað yfirvöld hafa gert, og ekki gert, í málefnum feitra barna og sögð saga 17 ára drengs sem var 120 kg fyrir tveimur árum. Við heyrum hvernig hann tókst á við lífið sem feiti strákurinn í skólanum og tölum einnig við foreldra hans. Að lokum skoðum við mötuneyti grunnskólanna, sem hafa feng- ið mikla gagnrýni síðustu misser- in, og förum með máltíðir þaðan í efnagreiningu. Í þriðja þætti verður sykurinn aðalatriðið ásamt þeim menning- arlegu ástæðum sem taldar eru vera orsök vand- ans. Við skoðum muninn á matn- um fyrr og nú og lærum að lesa utan á umbúð- ir, fara heilbrigð- ar leiðir inni í búð- inni, kaupa inn án þess að fylla körfuna af sykri o.s.frv. Síðasti þáttur- inn er hugsað- ur út frá lausnum, meðferðum og forvörnum; hvað er hægt að gera í málinu. Við sýnum frá maga- hjáveituaðgerð og heimsækjum Reykjalund, beinum sjónum okkar að því sem gert er þegar öll úrræði eru á þrotum. Hverju viltu áorka með þáttun- um? Við viljum upplýsa, leita skýr- inga og slá á fordóma. Það hjálp- ar engum að líta niður á fólk með of mörg aukakíló. Við sýnum fram á að hjá mörgum er dæmið mun flóknara en að hreyfa sig meira og Inga Lind Karlsdóttir, frétta- og sjónvarpskona, hefur undanfarið ár unnið að heimildaþáttaröð um offitu Íslendinga sem verður sífellt stærra og umfangsmeira vandamál hér á landi. INGA LIND KARLDSDÓTTIR HVER ER KONAN? Ég er Garðbæingur, ættaður að vestan og úr Borgarfirði. ALDUR: 36 ára. BÖRN: 5 börn (3ja, 10, 11, 15 og 19). HJÚSKAPARSTAÐA: Gift. ÁHUGAMÁL: Á sumrin er það veiði, á veturna badminton og allt árið tennis og lestur góðra bóka. Fyrir utan allt það skemmtilega sem lífið hefur upp á að bjóða. UPPHAFSSÍÐA: apple.com. HVERNIG SINNIR ÞÚ ANDLEGU HLIÐ- INNI? Með því að nota hvert tækifæri sem gefst til að hitta vini og eiga með þeim góðar stundir. SÍÐASTA SMS SEM ÞÚ FÉKKST (OG FRÁ HVERJUM)? „Plís ekki segja LOL. Aldrei aftur mamma.“ (frá 15 ára dóttur minni) Hvar ertu búin að vera undanfar- in ár frá því að fréttirnar á Skjá einum voru lagðar niður árið 2010? Ég hef verið í hinum og þess- um verkefnum síðan þá og tekið því frekar rólega. Það hefur stundum verið átak fyrir mig þar sem ég hef verið á frekar miklum hraða með öll mín mál, alla mína starfsævi, en ég hef haft gott af þessu. Ég skellti mér í nokkra kúrsa í HÍ og nam þar list- fræði á hægu róli, skipti mér ofurlít- ið af skólamálum í gegnum Hjalla- stefnuna og Fjölbrautaskólann í Garðabæ og vasaðist í einu og öðru óformlegu hér og þar. Af hverju ákvaðstu að demba þér í þáttagerð um offitu Íslend- Þegar upp er staðið þá er valið í hönd- unum á hverju og einu okkar í hvaða stöðu sem við erum. MEÐVITAÐRI EN ÁÐUR Ef við erum upplýst um vandann þá held ég að það séu meiri líkur á að við getum tekist á við hann, segir Inga Lind.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.