Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 25.05.2012, Blaðsíða 36
10 • LÍFIÐ 25. MAÍ 2012 HAMINGJUHORNIÐ Magnea Guðmundsdóttir kynningarstjóri Bláa Lónsins RÆKTAR HUGANN MEÐ GÓÐRI BÓK BRÍET ÓSK GUÐRÚNARDÓTTIR GEFUR GÓÐ RÁÐ Sumarið er tíminn og með sumrinu koma litirnir. Nú í ár eru litirnir heldur skærari en áður hefur verið. Neon hefur ekki verið áberandi í húsmunum en nú er öldin önnur og Neon kemur sterkt inn á heimilin. Það að mála borðfætur, stólinn, veggi eða jafnvel hurðina getur gefið heimilinu nýtt líf. Endalausir möguleikar Möguleikarnir eru endalausir. Málning og lakk í þessum litum er tilvalin og sniðug lausn til þess að brjóta upp eða breyta hinu hefðbundna mynstri á heimilinu en hana er hægt að fá t.d. hjá Slippfélaginu. HALLÓ NEON! Bríet Ósk stundar nám í innanhúss- arkitektúr í Barce- lona á Spáni. Regnbogans litir krydda tilveruna vissulega. Hurð sem tekið er eftir. Hvernig væri að mála borðið bleikt í sumar? Sjáið hvað neon grænn gerir heilarmyndina skemmtilega. Neonlituð hnífapör. Hvað gerir þú til að tæma hugann eftir erfiða vinnuviku? Ég er heima- kær og eftir annasama vinnuviku er fátt betra en að elda góðan mat og eiga góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Á sumrin er frábært að fara á golfvöllinn í góðum félags- skap og njóta útiverunnar. Hvernig hleður þú batteríin? Ég er svo heppin að vinna við eitt af 25 undrum veraldar sem er jafn- framt eitt flottasta spa í heimi og finnst alltaf jafn gott að fara í Bláa Lónið til að endurnýja kraftana. Spa meðferð í Lóninu sjálfu gerir kraftaverk og er mitt uppáhalds dekur. Mér finnst einnig ómiss- andi að fara í góða göngu eða hjóla með sjónum. Ég er búsett í Reykjanesbæ og strandleiðin sem er um 10 km löng er afar falleg og er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Hugleiðir þú eða notast þú við aðrar aðferðir til að rækta hug- ann? Ég hef alla tíð lesið mikið og að líta í góða bók er eitt það besta sem ég veit til að rækta hugann. Viltu deila með okkur uppáhalds hamingjumolanum þínum/tilvitn- un? „Og þetta er hamingjan sjálf: að bíða í eftirvæntingu komandi dags.“ Þessi setning sem er úr Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Lax- ness er í uppáhaldi hjá mér, en hamingjan felst ekki hvað síst í því að fagna nýjum degi. HALTU BRÚÐKAUPSAFMÆLIÐ HÁTÍÐLEGT! Það er ekki síður mikilvægt að halda upp á brúðkaupsafmælið eins og sjálfan brúðkaupsdaginn. Hægt er að skapa skemmtilegar hefðir og gera sér glaðan dag með ýmsum leiðum. Sum hjón nota til- efnið til að fjárfesta í munum fyrir heimilið sem tengj- ast jafnvel þema brúðkaupsafmælisins á meðan aðrir ferðast eða njóta samverustundar með fjölskyldunni. Hér má sjá yfirlit yfir brúðkaupsafmælin. 1 ár – Pappírsbrúðkaup 2 ár – Bómullarbrúðkaup 3 ár – Leðurbrúðkaup 4 ár – Blóma- eða keramikbrúðkaup 5 ár – Trébrúðkaup 6 ár – Sykurbrúðkaup 7 ár – Ullarbrúðkaup 8 ár – Bronsbrúðkaup 9 ár – Leirbrúðkaup 10 ár – Tinbrúðkaup 11 ár – Stálbrúðkaup 12 ár – Silkibrúðkaup 13 ár – Knipplingsbrúðkaup 14 ár - Fílabeinsbrúðkaup 15 ár – Kristalsbrúðkaup 16 ár – Mánabrúðkaup 19 ár – Granítbrúðkaup 20 ár – Postulínsbrúðkaup 23 ár – Túlípanabrúðkaup 24 ár – Karatbrúðkaup 25 ár – Silfurbrúðkaup 30 ár – Perlubrúðkaup 35 ár – Kóral- eða jaðibrúðkaup 40 ár – Rúbínbrúðkaup 45 ár – Safírbrúðkaup 50 ár – Gullbrúðkaup 55 ár – Smaragðsbrúðkaup 60 ár – Demantsbrúðkaup 65 ár – Króndemanta- brúðkaup 70 ár – Járnbrúðkaup 75 ára – Atóm- eða Gim- steinabrúðkaup Brúðkaupsártöl 4 ár Brúðkaup Bubba Mort- hens og Hrafnhild- ar Hafsteinsdóttur fór fram á Reynivöllum í Kjós árið 2008. Séra Pálmi Matthíasson gaf þau saman. 7 ár Logi Berg- mann og Svanhildur Hólm giftu sig árið 2005. VIÐUR-KENNTAF EFSA Mind Xtra 1.000 • 2.000 2 VERÐ Erum við hliðina á Herra Hafnarfirði á 2. hæð. Verslunin lokar vegna breytinga. Opið til 17:00 á laugardag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.