Fréttablaðið - 25.05.2012, Page 36
10 • LÍFIÐ 25. MAÍ 2012
HAMINGJUHORNIÐ
Magnea Guðmundsdóttir
kynningarstjóri Bláa Lónsins
RÆKTAR HUGANN MEÐ
GÓÐRI BÓK
BRÍET ÓSK GUÐRÚNARDÓTTIR GEFUR GÓÐ RÁÐ
Sumarið er tíminn og með sumrinu koma litirnir. Nú í ár eru
litirnir heldur skærari en áður hefur verið. Neon hefur ekki
verið áberandi í húsmunum en nú er öldin önnur og Neon
kemur sterkt inn á heimilin. Það að mála borðfætur, stólinn,
veggi eða jafnvel hurðina getur gefið heimilinu nýtt líf.
Endalausir möguleikar
Möguleikarnir eru endalausir. Málning og lakk í þessum
litum er tilvalin og sniðug lausn til þess að brjóta upp eða
breyta hinu hefðbundna mynstri á heimilinu en hana er
hægt að fá t.d. hjá Slippfélaginu.
HALLÓ NEON!
Bríet Ósk stundar
nám í innanhúss-
arkitektúr í Barce-
lona á Spáni.
Regnbogans litir krydda tilveruna vissulega.
Hurð sem tekið er eftir.
Hvernig væri að mála borðið bleikt í sumar?
Sjáið hvað neon grænn gerir heilarmyndina skemmtilega.
Neonlituð hnífapör.
Hvað gerir þú til að tæma hugann
eftir erfiða vinnuviku? Ég er heima-
kær og eftir annasama vinnuviku er
fátt betra en að elda góðan mat og
eiga góðar stundir með fjölskyldu
og vinum. Á sumrin er frábært að
fara á golfvöllinn í góðum félags-
skap og njóta útiverunnar.
Hvernig hleður þú batteríin? Ég
er svo heppin að vinna við eitt af
25 undrum veraldar sem er jafn-
framt eitt flottasta spa í heimi og
finnst alltaf jafn gott að fara í Bláa
Lónið til að endurnýja kraftana.
Spa meðferð í Lóninu sjálfu gerir
kraftaverk og er mitt uppáhalds
dekur. Mér finnst einnig ómiss-
andi að fara í góða göngu eða
hjóla með sjónum. Ég er búsett í
Reykjanesbæ og strandleiðin sem
er um 10 km löng er afar falleg og
er í sérstöku uppáhaldi hjá mér.
Hugleiðir þú eða notast þú við
aðrar aðferðir til að rækta hug-
ann? Ég hef alla tíð lesið mikið og
að líta í góða bók er eitt það besta
sem ég veit til að rækta hugann.
Viltu deila með okkur uppáhalds
hamingjumolanum þínum/tilvitn-
un? „Og þetta er hamingjan sjálf:
að bíða í eftirvæntingu komandi
dags.“ Þessi setning sem er úr
Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Lax-
ness er í uppáhaldi hjá mér, en
hamingjan felst ekki hvað síst í því
að fagna nýjum degi.
HALTU BRÚÐKAUPSAFMÆLIÐ HÁTÍÐLEGT!
Það er ekki síður mikilvægt að halda
upp á brúðkaupsafmælið eins og sjálfan
brúðkaupsdaginn.
Hægt er að skapa skemmtilegar hefðir og gera sér
glaðan dag með ýmsum leiðum. Sum hjón nota til-
efnið til að fjárfesta í munum fyrir heimilið sem tengj-
ast jafnvel þema brúðkaupsafmælisins á meðan aðrir
ferðast eða njóta samverustundar með fjölskyldunni.
Hér má sjá yfirlit yfir brúðkaupsafmælin.
1 ár – Pappírsbrúðkaup
2 ár – Bómullarbrúðkaup
3 ár – Leðurbrúðkaup
4 ár – Blóma- eða
keramikbrúðkaup
5 ár – Trébrúðkaup
6 ár – Sykurbrúðkaup
7 ár – Ullarbrúðkaup
8 ár – Bronsbrúðkaup
9 ár – Leirbrúðkaup
10 ár – Tinbrúðkaup
11 ár – Stálbrúðkaup
12 ár – Silkibrúðkaup
13 ár – Knipplingsbrúðkaup
14 ár - Fílabeinsbrúðkaup
15 ár – Kristalsbrúðkaup
16 ár – Mánabrúðkaup
19 ár – Granítbrúðkaup
20 ár – Postulínsbrúðkaup
23 ár – Túlípanabrúðkaup
24 ár – Karatbrúðkaup
25 ár – Silfurbrúðkaup
30 ár – Perlubrúðkaup
35 ár – Kóral- eða
jaðibrúðkaup
40 ár – Rúbínbrúðkaup
45 ár – Safírbrúðkaup
50 ár – Gullbrúðkaup
55 ár – Smaragðsbrúðkaup
60 ár – Demantsbrúðkaup
65 ár – Króndemanta-
brúðkaup
70 ár – Járnbrúðkaup
75 ára – Atóm- eða Gim-
steinabrúðkaup
Brúðkaupsártöl
4 ár
Brúðkaup Bubba Mort-
hens og Hrafnhild-
ar Hafsteinsdóttur fór
fram á Reynivöllum í
Kjós árið 2008. Séra
Pálmi Matthíasson gaf
þau saman.
7 ár
Logi Berg-
mann og
Svanhildur
Hólm giftu
sig árið
2005.
VIÐUR-KENNTAF EFSA
Mind Xtra
1.000 • 2.000
2 VERÐ
Erum við hliðina á Herra Hafnarfirði
á 2. hæð.
Verslunin lokar vegna breytinga.
Opið til 17:00 á laugardag.