Fréttablaðið - 26.05.2012, Page 2
26. maí 2012 LAUGARDAGUR2
SPURNING DAGSINS
Kristján, voru þetta klaufa-
legar lagasmíðar?
„Ég hef nú lengi komið fram ásamt
hljómsveit undir nafninu Kristján
Hreinsson og hljómsveitin Hans.
Ætli ég sé þá ekki Hans klaufi?“
Kristján Hreinsson, Skerjafjarðarskáld,
samdi flest lögin á væntanlegri plötu
kántrísveitarinnar Klaufanna. Fyrsta lagið,
Lífið er ferlega flókið, er nýkomið í spilun.
FULLKOMINN FERÐAFÉLAGI!
SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð
Hafnarfjarðar ætlar að greiða
Orlofsnefnd húsmæðra í bænum
rúmar 2,5 milljónir króna vegna
húsmæðraorlofs eins og nefndin
gerði kröfu um með vísan í lög.
Eins og fram hefur komið í
Fréttablaðinu borguðu bæjar-
yfir völd greiðslu ársins 2011
ekki fyrr en í janúar á þessu
ári en ekki í maí 2011 eins og
orlofsnefndin taldi rétt.
Bæjarráð ítrekaði hins vegar
bókun sína frá 26. ágúst 2010
um að lögin um orlof húsmæðra
séu úrelt og „ekki í samræmi
við gildandi lög um jafna stöðu
og jafnan rétt kvenna og karla,
nútíma jafnréttissjónarmið
og jafnréttisáætlun Hafnar-
fjarðar.“
Bæjarráð skoraði á Alþingi
og Samband íslenskra sveitarfé-
laga að beita sér fyrir því lögin
verði felld úr gildi.
- gar
Orðið við kröfu húsmæðra:
Borga orlofið
með semingi
EGYPTALAND, AP Mohammed Morsi,
forsetaefni Bræðralags múslima,
hafði í gær tryggt sér flest atkvæði
í fyrri umferð forsetakosninganna
í Egyptalandi. Hann verður því í
kjöri í seinni umferð forsetakosn-
inganna, sem haldin verður helgina
16. og 17. júní.
Síðdegis í gær var búið að telja
mikinn meirihluta atkvæða, en þó
var ekki orðið endanlega ljóst hvort
Ahmed Shafik eða Hamdeen Sabahi
yrði í öðru sæti. Í seinni umferðinni
verður kosið á milli þeirra tveggja
frambjóðenda, sem flest atkvæði
fengu í fyrri umferðinni.
Shafik virtist þó ætla að hafa
vinninginn, en hann er fulltrúi
gömlu valdastéttarinnar. Hann var
síðasti forsætisráðherra Hosni Mub-
araks forseta, tók við embættinu
nokkrum vikum áður en Mubarak
hrökklaðist frá völdum snemma á
síðasta ári og sat þangað til bráða-
birgðastjórn hersins tók við.
Sabahi er hins vegar vinstri
maður, veraldlega sinnaður og þótti
lengi vel eiga litla möguleika á sigri.
Bræðralag múslima hefur boðað
það að íslömskum lögum verði
komið á í landinu. Þetta óttast hóf-
samari múslimir ekki síður en
verald lega sinnaðir Egyptar, og
svo kristni minnihlutinn í landinu.
Bræðralag múslima eru voldug
samtök íslamista, sem upphaflega
voru stofnuð í Egyptalandi árið 1928
en eru nú fjölþjóðleg samtök með
öfluga hreyfingu í flestum mús-
limaríkjum.
Þau hafa staðið fyrir hryðju-
verkum og voru lengi vel bönnuð í
Egyptalandi, en nutu engu að síður
mikilla vinsælda, ekki síst vegna
linnulausrar baráttu þeirra fyrir
réttindum og velferð múslima.
Morsi nýtur því verulegs fylgis
meðal heittrúaðra múslima en á sér
að sama skapi marga andstæðinga.
Sömu sögu er að segja af Shafik,
sem vissulega hefur tekist að afla
sér furðu mikils fylgis en á sér ekki
síður harða andstæðinga, ekki síst
meðal þeirra sem börðust hvað
harðast gegn stjórn Mubaraks á
sínum tíma. - gb
Forsetaefni Bræðralags múslima keppir við fulltrúa gömlu stjórnarinnar:
Andstæðar fylkingar mætast
MOHAMMED MORSI OG AHMED SHAFIK
LÖGREGLUMÁL Sérstakur sak sóknari
var meðvitaður um fyrirætlanir
þeirra Guðmundar Hauks Gunnars-
sonar og Jóns Óttars Ólafssonar
um að hefja störf sem sjálfstæðir
rannsakendur eftir að þeir létu af
störfum hjá embættinu. „Rannsak-
endur hér hafa vitaskuld ákveðna
þekkingu og reynslu sem hægt er að
taka með sér í aðra starfsemi. Við
áttum hins vegar alls ekki von á að
sú staða kæmi upp að þeir myndu
liggja undir grun um að hafa not-
fært sér gögn úr rannsóknum þeirra
hjá embættinu,“ segir Ólafur Þór
Hauksson, sérstakur saksóknari.
Embætti sérstaks saksóknara
hefur kært þá Guðmund og Jón
til ríkissaksóknara fyrir brot á
þagnar skyldu í starfi. Þeim er gefið
að sök að hafa selt upplýsingar, sem
þeir urðu sér úti um í störfum fyrir
embættið, til þrotabús Milestone.
Tvímenningarnir unnu meðal
annars sautján blaðsíðna skýrslu
fyrir þrotabúið um gjaldþol Mile-
stone veturinn 2007 til 2008. Það
flækir málið að þrotabúið hefur átt
heimtingu á að fá aðgang að stórum
hluta þeirra gagna um starfsemi
Milestone sem sérstakur sak sóknari
hefur undir höndum.
Í yfirlýsingu frá Grími Sigurðs-
syni, skiptastjóra þrotabúsins, kom
þannig fram að hann teldi að þrota-
búinu hefði verið heimilt að fá öll
þau gögn sem afhent voru á grund-
velli rannsóknar tvímenninganna
fyrir þrotabúið.
Eftir því sem Fréttablaðið kemst
næst var skýrslan unnin, í það
minnsta að hluta, á sama tíma og
mennirnir störfuðu fyrir sérstakan
saksóknara. Þeir létu endanlega af
störfum fyrir embættið í febrúar á
þessu ári en störfuðu þó um tíma
sem verktakar eftir að hafa hætt
formlega um áramótin. - mþl
Sérstakur saksóknari var meðvitaður um fyrirætlanir fyrrum starfsmanna um að starfa sjálfstætt:
Átti ekki von á að grunur um brot kæmi upp
„Við áttum hins vegar alls ekki von á að sú staða kæmi
upp að þeir myndu liggja undir grun um að hafa notfært
sér gögn úr rannsóknum þeirra.“
ÓLAFUR ÞÓR HAUKSSON
SÉRSTAKUR SAKSÓKNARI
FÓLK „Ég hef verið að leggja hart að
mér og reyna að gera mitt besta,“
segir Auður Lóa Guðnadóttir, nítján
ára gamall dúx Fjölbrautarskólans
í Breiðholti, spurð hvort árangur-
inn hafi komið henni á óvart. Auður
Lóa fékk 9,05 í meðaleinkunn en
hún lauk stúdentsprófi af listnáms-
braut skólans á þremur árum. Hún
hlaut að auki fjölda verðlauna fyrir
námsárangur í einstökum greinum
á útskriftarathöfninni, sem fór fram
í Háskólabíói í gærdag.
Auður Lóa segist ekki hafa verið
ákveðin í því frá upphafi að klára
námið á þremur árum. „Nei, ég var
búin að taka eitthvað smá í ensku
í fjarnámi áður og svo ákvað ég
eftir fyrsta árið að það væri jafnvel
bara skemmtilegra að taka þetta á
þremur árum því myndlistarbrautin
er í sjálfu sér bara þrjú ár.“
Fyrr í vikunni fékk Auður Lóa
bréf þess efnis að hún hefði komist
inn í myndlistardeild Listaháskóla
Íslands, og þar hefur hún nám í
haust. „Ég hélt eftir viðtalið að ég
myndi ekki komast inn, mér fannst
ég alveg klúðra því, en svo fékk
ég bréf fyrr í vikunni,“ segir hún.
Fjöldi nemenda hefur farið af list-
námsbrautinni yfir í Listaháskólann
og Auður Lóa segist þekkja nokkra
aðra af brautinni sem hafi sótt um
nú. Allir komust inn. Hún segir
að námið veiti mjög góðan undir-
búning.
Fréttablaðið náði tali af Auði Lóu
stuttu eftir að útskriftarathöfninni
lauk. Hún fagnaði með veislu seinni
partinn í gær. En hvað tekur svo við
fram að náminu í Listaháskólanum?
„Í sumar ætla ég að fara með fjöl-
skyldunni til Parísar í þrjár vikur.
Annars verð ég að vinna í Fossvogs-
kirkjugarði.“ thorunn@frettabladid.is
Nítján ára dúx á leið
í Listaháskólann
Auður Lóa Guðnadóttir dúxaði í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti, en útskriftar-
athöfnin var í gær. Auður Lóa tók stúdentspróf af listnámsbraut á þremur árum
og komst í vikunni inn í BA-nám í myndlistardeild Listaháskóla Íslands.
MEÐ FULLT FANG AF VIÐURKENNINGUM Auður Lóa var verðlaunuð fyrir margvíslegan
árangur við skólaslitin og útskriftina í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
STJÓRNMÁL Ástþór Magnússon
og Hannes Bjarnason skiluðu í
gær til innanríkisráðu neytisins
endanlegum undirskriftar-
listum vegna framboðs til emb-
ættis forseta
Íslands. List-
arnir voru vott-
aðir af kjör-
stjórn, þó með
fyrirvara hvað
Ástþór snertir
vegna meintra
falsana undir-
skrifta í Norð-
austurkjör-
dæmi. Fjöldi
nafna á lista Ástþórs í kjördæm-
inu mun vera 171 sem er fimm
fleiri en tilskilið er. Hins vegar á
eftir að draga frá fölsuðu nöfnin
sem talin eru tuttugu til þrjátíu
talsins, svo sterkar líkur eru á
að Ástþór sé úr leik.
Í dag geta frambjóðendurnir
skoðað og gert athugsemdir við
listana í innanríkisráðuneytinu.
Ráðuneytið hefur frest fram á
fimmtudag til að yfirfara gögnin.
- gar
Sjö frambjóðendur í spilinu:
Ástþór enn á
tæpasta vaði
ÁSTÞÓR
MAGNÚSSON
KOSNINGAR Ólafur Ragnar
Grímsson mælist með 45 pró-
senta fylgi í nýrri skoðana-
könnun Gallup. Þóra Arnórs-
dóttir mælist með 37 prósent.
Ólafur hefur því níu prósenta
forskot á Þóru.
Ari Trausti Guðmundsson
mælist með 9 prósenta fylgi en
aðrir frambjóðendur með mun
minna.
1350 manns voru spurðir í
könnuninni sem fór fram 18.
til 25. maí. Svarhlutfall var 59
prósent.
MMR birti einnig nýja könnun
í gær. Þar mælast Ólafur og
Þóra jöfn, með rúmlega 41 pró-
senta fylgi. Sú könnun var gerð
21. til 24. maí og svöruðu 856
einstaklingar henni. - þeb
Kannanir frá Gallup og MMR:
Ólafur með for-
skot í könnun
ÞJÓNUSTA Mikil vonbrigði eru á
þeim stöðum á landsbyggðinni þar
sem Landsbankinn hefur tilkynnt
um lokun útibúa. Ýmsir núverandi
og fyrrverandi sveitarstjórnar-
menn vilja jafnvel að heimamenn
hætti í viðskiptum hjá bankanum
sem kveðst loka útibúunum í
sparnaðarskyni.
Íslandspóstur sagðist í gær
þurfa að gera ýmsar breytingar
á starfsemi sinni á þeim stöðum
þar sem fyrirtækin hafa sam-
eiginlega afgreiðslu. Samkvæmt
bráðabirgðaáætlun Íslandspósts
er fyrst og fremst um styttingu á
opnunartíma að ræða. - gar
Hliðaráhrif af lokun útibúa:
Skemur opið
hjá Póstinum