Fréttablaðið - 26.05.2012, Page 10
26. maí 2012 LAUGARDAGUR10
TÆKNI Franska herskipið Monge
liggur nú við bryggju í Reykjavík.
Þar verður skipið fram á miðviku-
dag á meðan birgðir eru endur-
nýjaðar.
Jaques Riviére, skipherra
Monge, segir að skipverjar séu
nú í fríi á Íslandi, en hafi verið
við rannsóknir á hafinu í kring-
um landið að undanförnu.
Monge er svokallað mælinga-
og prófunarskip en tæknilegur
útbúnaður skipsins er einstakur.
Á því eru til dæmis þrír gríðar-
stórir ratsjárdiskar, sá stærsti er
60 tonn að þyngd, firnaöflugur
sjónauki, sem hægt er að nota til
að skoða stjörnur, jafnvel að degi
til, og geisli sem notaður er til að
greina lofthita, loftraka og vind í
tuga kílómetra hæð.
„Yfirleitt er okkar helsta verk-
efni að fylgjast með eldflaugatil-
raunum, en við erum hér á hafinu
umhverfis Ísland til að fylgjast
með mögulegum aðskotahlutum
á braut um jörðu,“ sagði Riviére
skipherra spurður um verkefni
Monge.
Hann segir að búnaður Monge
sé notaður, í samvinnu við geim-
vísindastofnun Frakklands, til að
fylgjast með slíkum hlutum til að
forða því að þeir lendi á gervi-
hnöttum og þvílíku.
„Við fáum beiðnir um að
fylgjast með ákveðnum hlut úti í
geimnum og ef okkar mat er að
hætta sé á að hann lendi til dæmis
á gervihnetti með tilheyrandi
skemmdum, er gervihnötturinn
færður úr leið hlutarins. Þetta
gerist svo til á hverjum degi hjá
okkur.“
Sjaldgæfara er svo að stærri
hlutir falli til jarðar úr geimnum,
en þó hafa tvö slík tilvik komið
upp síðustu mánuði. Geimvísinda-
stofnanir heimsins nota meðal
annars mælingar frá Monge til
að reikna út feril og mögulegan
lendingastað þeirra.
Mælitækin eru gríðarlega
nákvæm og geta meðal annars
greint hlut á stærð við 100 krónu
pening í 800 kílómetra fjarlægð
frá Jörðu, og stærri hluti í allt að
5.000 kílómetra fjarlægð.
Fátt má út af bera við slíka
nákvæmnisvinnu enda er Monge
sérútbúið að öllu leyti. Meira að
segja litur skipsins er hugsaður í
því tilliti, en hvítt dregur síður í
sig sólarljós en aðrir litir og því
þenst skrokkur skipsins síður
út sólarmegin, en það dregur úr
skekkju í mælingum.
Eftir nokkurra daga afslöppun
hér á landi halda skipverjar heim
á leið með viðkomu í Færeyjum.
Heimahöfn Monge er í borginni
Brest, en skipið er jafnan á ferð
um Norður-Atlantshafið við mæl-
ingar þriðjung ársins.
thorgils@frettabladid.is
Risaratsjár Monge
forða geimárekstrum
Franska skipið Monge liggur við Reykjavíkurhöfn. Það er einstaklega vel tækj-
um búið og fylgist meðal annars með eldflaugatilraunum og aðskota hlutum í
geimnum. Getur numið hlut á stærð við 100 krónu mynt í 800 km hæð.
■ Smíðað 1991 og tekið í notkun
árið eftir.
■ Nefnt eftir vísindamanninum
Gaspard Monge (1746-1818).
■ Fjórir ratsjárdiskar í Evrópu geta
fylgst með fallandi hlutum í
neðra lagi lofthjúpsins, einn er í
Þýskalandi, hinir þrír eru á þilfari
Monge.
■ Stærsti diskurinn, Normandie,
er 62 tonn á þyngd og 14
metrar í þvermál. Hægt er að
snúa honum í heilhring á 10
sekúndum.
■ Áhöfnin telur um 200 manns.
Nú eru þar 124 sjóliðar og 78
tæknimenn.
■ Skipið er afar orkufrekt og er
rafmagnsnotkun þess á við
20.000 manna bæ í Frakklandi.
Um Monge
ÖFLUG TÆKI Jaques Riviére, skipherra Monge, á þilfarinu þar sem ratsjárdiskarnir
öflugu eru. Tækjabúnaðurinn á Monge er gríðaröflugur og aðeins eitt annað
sambærilegt skip er til í heiminum, en það er í eigu Kínverja. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Í STJÓRNSTÖÐINNI Tæknimenn um
borð í Monge eru með afar fullkomna
aðstöðu í líkingu við það sem gerist hjá
geimvísindastofnunum.
KYNLEG FLEYTA VIÐ KAJANN Monge
er einstakt skip bæði hvað varðar
tæknilega getu og ekki síður útlit. Hefur
það enda vakið verðskuldaða athygli við
Skarfabakka.
Til viðbótar við ríkulegan staðalbúnað
í Volkswagen Passat Comfortline Plus
er nú fullkomið leiðsögukerfi með
Íslandskorti ásamt bakkmyndavél.
www.volkswagen.is
Ratvís og
víðsýnn
Volkswagen Passat EcoFuel
Komdu og reynsluaktu Volkswagen Passat
Passat Comfortline Plus
sjálfskiptur kostar aðeins
4.590.000 kr.
Faxaflóahafnir sf.
Bjóða íbúum Reykjavíkur til göngu-
ferðar um Gömlu höfnina í Reykjavík
undir leiðsögn Hjálmars Sveinssonar
formanns hafnarstjórnar laugardaginn
26. maí 2012.
Á undanförnu ári og fram á árið 2012 hefur stýrihópur á
vegum Reykjavíkurborgar unnið að rammaskipulagi Gömlu
hafnarinnar í Reykjavík í samvinnu við Graeme Massie
arkitekta í Skotlandi. NÚ þegar þeirri vinnu er að mestu lokið
vill hafnarstjórn gefa almenningi kost á að kynna sér
SKIPULAGIÐ OG RÆÐA ÞAÐ.
Lagt verður af stað í gönguna frá styttu Ingólfs Arnasonar
á Arnarhóli stundvíslega kl 11:00, gengið verður um
austur höfnina og út á Grandagarð að Sjóminjasafninu Víkin
þar sem formaður mun
KYNNA ÞÆR HUGMYNDIR SEM UNNIÐ ER AÐ.
Eina sjónvarpsstöðin í heiminum sem helguð er sönnum sakamálum
ID: INVESTIGATION DISCOVERY ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS