Fréttablaðið - 26.05.2012, Síða 26
26. maí 2012 LAUGARDAGUR26
Ég er ekki
viðkvæm
fyrir því að
taka hlut
sem hefur
verið sam-
félagslega
stimplaður,
eins og sjálft
orðið klám,
og snúa
honum upp
í eitthvað
jákvætt.
K
onur ímynda sér alla
mögulega hluti, þykist
ég vita. Ég á von á öllu
og ég vil að fantasíurnar
séu sannar. Þess vegna
er ég að gera þetta,“
segir lögfræðingurinn og varaborgar-
fulltrúinn Hildur Sverrisdóttir sem
hyggst í lok sumars gefa út bók þar
sem íslenskar konur deila sögum af
kynferðislegum fantasíum sínum með
öðrum. Með það að markmiði hefur
Hildur opnað heimasíðuna Fantasíur.
is, þar sem konur geta sent inn sýnis-
horn úr kynferðislegum hugarheimi
sínum án þess að mögulegt sé að rekja
sögurnar til sendenda. Tekið er á móti
slíkum sögum fram til 17. júní.
„Ég er í raun að biðja konur um
sögurnar þeirra, sem þær þekkja afar
vel og hafa ótal sinnum farið yfir í
huganum, til að aðrar konur geti notið
þeirra. Ætli megi ekki segja að við
séum, í krafti leyndarinnar, fjöldans
og samstöðunnar meðal kvenna, að
blikka hver aðra,“ segir Hildur.
Konur flóknari kynverur
Hver voru tildrögin að þessu verkefni?
„Ég hef verið að velta þessari hug-
mynd fyrir mér í nokkur ár. Þegar ég
var í laganámi gegndi ég stöðu fram-
kvæmdastjóra V-dagsins, sem snerist
meðal annars um að berjast gegn kyn-
ferðisbrotum. Þá var sjónum beint að
mikilvægi þess að konur noti réttu
orðin yfir kynfæri sín og skammist
sín ekki fyrir að segja þau, því slíkt
valdi til dæmis erfiðleikum við að til-
kynna um kynferðisbrot. Í fram haldinu
fór ég að velta því fyrir mér hvort í
raun væri hið sama upp á teningnum
varðandi kynferðis legar fantasíu-
hugsanir kvenna. Hvers vegna ættu
konur að skammast sín fyrir þær? Í
nokkur ár vann ég ásamt öðrum að því
að festa þau skilaboð í sessi að ábyrgð
í kynferðisbrotamálum sé a lfarið
gerendanna og ég held að sú vinna
hafi skilað sér út í samfélagið, sem er
gott, en hvaða skilaboð eru fólgin í því
að ofbeldisbrot séu fyrirferðarmest í
opinberri umræðu um konur og kyn-
líf? Ég vil taka fram að með þessu
er ég á engan hátt að draga úr mikil-
vægi umræðu um ofbeldi gegn konum,
en ég tel afleitt hversu margar konur
skammast sín fyrir svo eðlilegan hlut
sem kynferðislegar fantasíur. Hvers
vegna ríkir meira samþykki fyrir slíku
þegar karlmenn eiga í hlut? Konur eru
alveg jafn miklar kynverur og karlar
og að mörgu leyti mun flóknari kyn-
verur. Þær eru vandfýsnari. Karlmenn
eru háðari sjónrænni þáttum, en konur
kunna að meta uppbyggingu og stemn-
ingu. Þess vegna held ég að svona bók,
með kynferðislegum fantasíum í smá-
sagnaformi, henti konum mjög vel.“
Hugtakið klám er óljóst
Verður bókin þá klám fyrir konur?
„Ef ég svara sem lögfræðingur, þá
flokkast þessar sögur ekki undir klám
heldur kynþokkalist eða erótík. Á hinn
bóginn er áhugavert að velta fyrir sér
hugtakinu klám, hvað það þýðir og
hvar það stendur. Ég leyfi mér að efast
um að allir í samfélaginu séu með-
vitaðir um hvað er klám og hvað er
ekki klám, því hugtakið er óljóst. Þetta
þykir mér áhugavert. Ég er ekki við-
kvæm fyrir því að taka hlut sem hefur
verið samfélagslega stimplaður, eins
og sjálft orðið klám, og snúa honum
upp í eitthvað jákvætt. Til dæmis á for-
sendum kvenna. Gæðaklám, gert fyrir
konur og af virðingu fyrir konum.“
Býstu við að framtakið mæti gagn-
rýni einhvers staðar að?
„Ég geri fastlega ráð fyrir umræðu
um bókina, því efnið er þess eðlis. En
ég hefði ekki lagt út í þetta án þess að
hafa hugsað verkefnið út í öll horn. Ég
veit að þetta er skrítið og framandi og
ber virðingu fyrir því að þetta gæti
farið í taugarnar á fólki við fyrstu sýn.
Til dæmis finnst mörgum að kynlíf sé
nánast komið inn í eldhús til allra og
þykir nóg um. En ég trúi á þetta verk-
efni. Það skiptir máli að konur geti
notið kynferðislegs efnis á sínum for-
sendum og ekki neinna annarra. Svo
má auðvitað ekki gleyma því að þetta
er stórskemmtilegt og hresst. Ég held
að útkoman gæti komið skemmti-
lega á óvart og eflt okkur konurnar,
að minnsta kosti smávegis. Ég sé í
það minnsta ekki hvernig þetta getur
skaðað nokkurn.“
Bið bara um heiðarleika
Nú hefurðu unnið forvinnu, talað við
margar konur um þessi mál og kynnt
þér algengustu kynferðisfantasíur
kvenna samkvæmt mörgum rann-
sóknum. Á hvaða forsendum kemurðu
til með að velja sögur í bókina?
„Ég hef mínar hugmyndir um það,
en núna fyrst í stað hef ég ákveðið að
segja sem minnst um þær aðferðir
sem ég hyggst nota til að velja fant-
asíurnar því ég vil ekki gefa tóninn,
meðvitað eða ómeðvitað. Það eina sem
ég bið um er að konurnar sem senda
mér fantasíur verði einlægar, hispurs-
lausar og deili sögunum sem hafa
verið verndaðar innan ímyndunar-
afls þeirra. Rannsóknir hafa sýnt
fram á ýmis algeng atriði í kynferðis-
fantasíum kvenna sem ég yrði hissa
ef ekki yrði minnst á í sögunum, eins
og löngunina til að vera með annarri
konu, kynlíf með mörgum, að hafa
áhorfendur og ýmislegt fleira, en ég
bið bara um að sögurnar séu sagðar
af heiðarleika. Hver og ein kona tekur
svo verkefninu eins og hún skilur það
og fær vonandi úr því það sem hentar
hverri og einni.“
Þú segist vonast eftir heiðarlegum
sögum. Hvernig geturðu tryggt að
fantasíurnar sem þú færð sendar séu í
raun og veru frá konum?
„Sögurnar verða valdar út frá for-
sendum kvenna. Ef einhverjir karlar
vilja endilega semja sögur sem svo
passa við þær forsendur er það bara
fallegt.“
Þegar rætt er um kynlífsfantasíur
kvenna er algengt að minnst sé á að
hjá mörgum innihaldi slíkar fantasíur
nauðgun eða nauðung af einhverju
tagi.
„Já, það er rétt að þessi umræða
kemur alltaf upp. Gjarnan er talað um
„nauðgunarfantasíuna“, en það er ekki
Hleypir fantasíum kvenna út
Hildur Sverrisdóttir lögfræðingur vinnur nú að bók þar sem íslenskar konur deila sögum af kynferðislegum fantasíum sínum
með öðrum. Hún sagði Kjartani Guðmundssyni frá mikilvægi þess að konur geti notið kynferðislegs efnis á sínum forsendum.
FANTASÍUR Þrátt fyrir að Hildur safni nú sögum af kynferðislegum fantasíum íslenskra kvenna segist hún sjálf fremur feimin og eiga ekki auðveldara með að ræða slík
mál en hver annar. Sú staðreynd hafi öðrum þræði verið kveikjan að bókinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Í þremur efstu sætunum á metsölulista
Amazon um þessar mundir situr erótíska
trílógían Fifty Shades of Grey, Fifty
Shades Darker og Fifty Shades Freed
eftir breska rithöfundinn E.L. James, sem
inniheldur meðal annars grafískar og
djarfar lýsingar á áhugaverðu kynlífssam-
bandi ungs fólks í Bandaríkjunum.
„James er bresk úthverfamamma
sem skrifaði þessar skáldsögur sem
hafa slegið svona rosalega í gegn. Ég
hef ekki lesið þær en skilst að þær
séu ekkert sérstaklega vel skrifaðar.
Það hlýtur að vera ástæða fyrir vin-
sældunum. Konum hlýtur hreinlega að
hugnast umfjöllunarefnið,“ segir Hildur.
ERÓTÍK Í EFSTU SÆTUM
rétta orðið því það sem gerist í þínum
eigin huga er á þínum for sendum, og
það er gerist á þínum forsendum er
ekki ofbeldi. Rannsóknir sýna fram á
að fæstir vilja í raun upplifa fantasí-
urnar sínar. Það gildir um bæði kynin
og allra helst um þessa fantasíu. En
þessi hugmynd, að ímynda sér að vera
tekin með valdi, er vissulega til staðar.
Hún er í raun mjög algeng og hefur
verið rannsökuð mjög mikið. Engin
kona vill verða fyrir nauðgun, en mér
þykir þessi umræða áhugaverð og
trúi því að það sé betra að mæta henni
heldur en þagga hana niður. Það er
mikilvægt að segja frá hlutunum eins
og þeir eru, því annars krauma þeir
undir yfirborðinu og bjóða upp á ýmis
konar hættulega mistúlkun.“
Ekki minni tepra en hver annar
Ef við veltum fyrir okkur steríótýpum
um lögfræðinga, er þá ekki harla ólík-
legt að innan þeirra rúmist vinna við
bók um kynlífsfantasíur?
„Jú, kannski. En ég vil ekki vera
steríó týpa. Sjálfri finnst mér ekkert
auðvelt eða þægilegt að ræða þessi
mál. Ég er að mörgu leyti dálítið feimin
og hef alltaf verið. Hugsanlega var
það hluti af ástæðu þess að ég réðst í
þetta verkefni að ég fann að mér þóttu
þessi mál óþægilegt umræðuefni og
fór að velta því fyrir mér hvers vegna
í ósköpunum svo væri. Margir vinir
mínir urðu því mjög hissa þegar ég
sagði þeim að ég ætlaði að hella mér út í
þetta. En verkefnið snýst ekki um mig.“
En varla þarf að spyrja að því hvert
umræðuefnið verður þegar þú hittir
ókunnugt fólk á förnum vegi næstu
vikur og mánuði?
„Ég hafði nú ekki hugsað út í það,
en ef fólk vill spjalla við mig um kyn-
lífsfantasíur er það bara hið besta mál.
Það er hægt að lenda í verri hlutum en
að spjalla um slíkt á barnum. Þó er ég
ekkert minni tepra en hver annar, sem
er kannski dálítið fyndið.“