Fréttablaðið - 26.05.2012, Síða 40

Fréttablaðið - 26.05.2012, Síða 40
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 26. MAÍ 20124 Padova er falleg borg sem er staðsett norðarlega á Ítalíu, um 40 km vest-an við Feneyjar. Þar búa um 214 þús- und íbúar. Margar fornminjar má sjá í borg- inni. Erna Svala var fús til að svara nokkr- um spurningum um líf sitt á Ítalíu. Hvað ert þú að gera á Ítalíu? Njóta lífsins. Mig dreymdi alltaf um að búa á Ítalíu og við létum drauminn rætast. Hvernig er að búa á Ítalíu? Frekar nota- legt en örugglega allt öðruvísi en fólk held- ur. Það er eitt að heimsækja land í sumarfríi og annað að búa þar. Eru Ítalir al- mennilegir í dagleg- um samskiptum? Já, þeir eru mjög hjálp- legir og notalegir en enskukunnátta þeirra er frekar tak- mörkuð sem setur pressu á mann að læra ítölskuna. Hvað hefur komið þér á óvart? Hvað Ítalir eru ótækni- væddir og á vissan hátt gamaldags. Einnig hvað þeir þurfa að tala mikið um allt og ekkert. Til dæmis eftir að stóri jarðskjálftinn reið yfir aðfaranótt sunnudagsins síðasta ruku allir nágrannar okkar út a stétt og ræddu málin í þaula í að minnsta kosti hálftíma. Hvaða staðir eru mest spennandi í kring- um þig? Flestir mundu eflaust segja Feneyj- ar en mér finnst litlu bæirnir i kring áhuga- verðastir. Eru skemmtilegar göngu- eða hjólaleiðir í nágrenni við þig? Maður veit nú varla hvort á að mæla með því að vera mikið á reiðhjóli eins og Ítalir aka bílum, mótorhjólum og vespum. Reyndar er auðvelt að finna litla stíga og vegi með fram öllum þeim aragrúa síkja og áveituskurða sem liggja út og suður í og kringum Padova og alveg niður að sjó. Hvað gönguleiðir varðar þá má mæla með svæðinu við hæðirnar vestur af Padova (Eugaene) og einnig í vínræktarhéruðum í kringum Gardavatnið, norður af Verona. Eru góðir veitingastaðir í kringum þig? Það eru svo margar góðar Trattoriur og Osteri- ur hérna í kring að listinn er langur. Einn af uppáhaldsveitingastöðunum okkar heit- ir Osteria Al Guerriero og er í Arqua Petr- arca. Svo er annar hérna í Padova sem heit- ir Kofler, fyrrverandi vöruhús en í dag mjög flottur staður sem skiptist niður í bar, kaffi- hús og veitingahús þar sem hægt er að sitja úti í garði á sumrin. Er gott að versla í borginni? Ítalía er þekkt fyrir fallega hönnun, bæði hvað varðar hús- gögn og fatnað. Mér finnst skemmtilegast að versla mat, fara á markaðinn og kaupa alls kyns ferskt grænmeti og ávexti, kryddjurt- ir og blóm. Síðan kem ég við hjá slátraran- um á leiðinni heim og kaupi kjöt og osta. En auðvitað kem ég af og til við í nokkrum skó- búðum. Hefur þú ferðast um landið? Við höfum ferðast heilmikið hérna. Padova er mjög mið- svæðis sem þýðir að það tekur bara tæpa tvo tíma að aka að Gardavatni, rúma klukku- stund til Verona, tæpa þrjá tíma niður til Flórens og Sienna og fjóra tíma til Rómar. Feneyjar eru stutt frá og sömuleiðis Albana Terma sem er þekktur sumarleyfisstaður með spa-hótelum og alls kyns lúxus. Það er eitthvað nýtt að skoða um hverja helgi. Hvernig eyðir þú frítímanum? Við notum frítímann vel með því að skoða nærliggjandi svæði. Við förum á alls kyns söfn, tónleika og fleira. Fórum t.d. á stórt jarðarberja-festi- val fyrir stuttu og komum heim með stór- an kassa af glænýjum jarðarberjum, yndis- legt. Um síðustu helgi skoðuðum við lítinn, skemmtilegan dýragarð þar sem við upplifð- um að stórt tígrísdýr skellti hrömmunum á stóra glerrúðu beint fyrir framan okkur og öskraði ógurlega. Það skemmtilega var að við náðum þessu á vídeó. Stundum erum við bara heima, bjóðum vinum í mat eða röltum um Padova sem er mjög fallegur gamall háskólabær og Prato della Valle er eitt stærsta torg í Evrópu, um- kringt 78 styttum af frægum ítölum, þó ekki Berlusconi. elin@365.is Spjölluðu úti á götu eftir stóra skjálftann Erna Svala Ragnarsdóttir býr með fjölskyldu sinni í Padova á Ítalíu. Hún segir að sér líði vel þar í landi, enda alltaf dreymt um að búa á Ítalíu. Um síðustu helgi varð mikill jarðskjálfti nálægt borginni sem Erna Svala og fjölskylda hennar fundu vel fyrir. Erna Svala Ragnarsdóttir býr í Padova á Ítalíu og líkar mjög vel þar. Padova er falleg borg með mörgum merkilegum minjum, Padova er gamall háskólabær. Stutt er frá Padova til Veróna, Feneyja, Flórens og fleiri spennandi staða á Ítalíu. * Innifalið: Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn (háð lágmarksþátttöku). Verð miðast við að bókað sé á netinu. Prentað með fyrirvara um villur. Ferðaskrifstofa ÚRVAL ÚTSÝN | LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK | SÍMI 585 4000 | FAX 585 4065 | INFO@UU.IS | WWW.URVALUTSYN.IS á mann m.v. 2 fullorðna í tvíbýli. 569.900kr.*Verð á mann frá: SÉRFERÐ UM INDLAND 17. OKT - 3. NÓV 2012 Fararstjóri er Soffía Halldórsdóttir Innifalið: Flug til og frá Indlandi og innanlandsflug skv. dagskrá. Gisting með morgunverði á 4 stjörnu hótelum á norður Indlandi. Gisting með morgunverði á 5 stjörnu hóteli á Goa. Hádegis og kvöldverðir í 10 daga ferð um norður Indland. Kvöldverður á lokakvöldi. Allur akstur á Indlandi. Skoðunarferðir skv. dagskrá. Íslensk fararstjórn. Innlendur fararstjóri í öllum ferðum. Ferðin hefst í höfuðborginni Delhi en þaðan verður haldið af stað í hefðbundna menningarferð um gullna þríhyrningin, til Jaipur, Agra, Khajuraho og Varanasi. Í lok ferðar er haldið til suður Indlands þar sem dvalið verður í 5 daga við hina guðdómlegu strönd Goa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.