Fréttablaðið - 26.05.2012, Síða 98

Fréttablaðið - 26.05.2012, Síða 98
26. maí 2012 LAUGARDAGUR58 Hljómsveitin Thin Jim var að senda frá sér nýtt lag sem heit- ir Fjólubláar sóleyjar. Þetta er fyrsta lagið sem hljómsveitin sendir frá sér með íslenskum texta. Lagið er sungið af Margréti Eiri og Þór Breiðfjörð, sem hefur farið á kostum í söngleiknum Vesal ingunum i Þjóðleikhúsinu. Margrét og Þór unnu fyrst saman í Hárinu árið 1994. Næstu tónleikar Thin Jim verða á Café Rosenberg í kvöld þar sem Þór ætlar að koma og syngja dúettinn með Margréti. Aðal gestur kvöldsins verður Páll Rósin krans sem ætlar að syngja ný lög með hljómsveitinni. Fyrsta lagið á íslensku NÝTT LAG Fyrsta lag Thin Jim á íslensku er komið út. Það hefur komið gamanleikar- anum Will Ferrell mjög á óvart hversu margir vilja taka þátt í framhaldsmyndinni Anchorman 2. Stutt er síðan Ferrell tilkynnti að hann ætlaði að endurtaka hlut- verk sitt sem fréttaþulurinn Ron Burgundy í myndinni. Að sögn Ferrells er handritið enn í vinnslu og hefjast tökur snemma á næsta ári. „Fullt af fólki hefur sent okkur tölvupóst og hringt í okkur og sagt: „Ég skal gera hvað sem er í þessari mynd.“ Það er ótrúlega mikið hrós og það er virkilega gaman að fá svona góð viðbrögð við þessari framhaldsmynd.“ Anchorman mjög vinsæl WILL FERRELL Leikarinn er ánægður með áhugann á Anchorman 2. NORDICPHOTOS/GETTY Will.i.am úr hljómsveitinni Black Eyed Peas þarf á hjálp tölvutækninnar að halda þegar hann syngur lög í hljóðveri. Vegna þess að hann hefur lítinn tíma og rödd hans er ekki alveg nógu góð notast hann við forritið Auto-tune til að aðstoða sig. „Ég nota Auto-tune vegna þess að ég bæði sem og tek upp. Ég er oft einn í hljóðverinu og enginn vinnur jafnmikið og ég geri. Tölvan hjálpar mér að búa til tónlist með eigin söng í stað þess að bíða eftir að aðrir komi að syngja fyrir mig,“ sagði Will.i.am en bætti við að hann sé einnig að vinna í því að bæta söngrödd sína. Tölvan lagar röddina ÓFEIMINN Will.i.am er ófeiminn við að notast við tölvutæknina. Zac Efron segir að það hafi verið krefjandi að leika í myndinni The Paperboy og að hlutverkið sé öðru- vísi en fólk eigi að venjast frá honum. Hinn 24 ára leikari er þekktastur fyrir High School Musical-mynd- irnar. Í dramanu The Paperboy leikur hann á móti Nicole Kidman og Matthew McConaughey og við- urkennir að það hafi verið gaman að sýna á sér nýja hlið. „Ég er mjög ánægður með það sem ég hef gert hingað til en þetta var nýtt fyrir mér og ótrúlega gefandi. Þetta var draumur í dós og vonandi get ég haldið áfram á þessari braut,“ sagði Efron á Cannes-hátíðinni. Í myndinni er hann mikið á nær- buxunum og viðurkennir að það hafi verið óþægilegt að taka upp þau atriði. „Ég held að mér hafi ekkert átt að líða vel. Persónan er að læra inn á lífið og tilveruna og það getur verið mjög óþægilegt en það er líka mjög spennandi.“ Kidman hafði gaman af því að fækka fötum í myndinni og segir að það hafi verið áskorun. „Sem leikkona var ég búin að leita í nokkurn tíma að einhverju hráu og hættulegu eins og þessu.“ Leik- stjóri myndarinnar er Lee Daniels sem síðast sendi frá sér hina vel heppnuðu Precious. Óþægilegt á nærbuxunum KREFJANDI Zac Efron á frumsýningu The Paperboy í Cannes. Hann segir að hlutverkið hafi verið mjög krefjandi. NORDICPHOTOS/GETTY Hljómsveitin Retro Stefson hefur sent frá sér sjö tommu vínylplötu með laginu Qween. Á B-hlið plötunnar er að finna endurhljóðblandaða útgáfu af laginu eftir Hermigervil. Hann er einmitt að aðstoða sveitina við upptökur á næstu plötu hennar, eins og Fréttablaðið hefur greint frá. Áætlað er að hún komi út í lok sumars. Sjö tomman er gefin út í takmörkuðu upplagi, aðeins þrjú hundruð eintökum. Þetta er fyrsta plata Retro Stefson undir merkjum útgáfunnar Record Records. Sjö tomma frá Retro RETRO STEFSON Hljómsveitin hefur gefið út sjö tommu með laginu Qween.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.