Fréttablaðið - 07.06.2012, Page 2
7. júní 2012 FIMMTUDAGUR2
Hemmi, voru leikmenn mikið
að brjóta af sér í leiknum?
„Ég hef aldrei orðið vitni að eins
prúðmannlegum leik og það gegn
svona grimmum andstæðingum.
Kristinn Jakobsson milliríkjadómari
þurfti engan að bóka eða kæra.“
Hemmi Gunn stýrði úrvalsliði fótbolta-
manna til sigurs gegn liði fanga í vígslu-
leik á nýjum gervigrasvelli við Litla-Hraun
á mánudag.
SPURNING DAGSINS
lax
með strengjabaunum,
tómötum og kryddjurtasósu
Farðu inn á gottimatinn.is til að fá alla uppskriftina
og hugmyndir að fleiri girnilegum réttum.
HEILBRIGÐISMÁL Notaðar sprautunálar fundust við
göngustíg í Hafnarfirði í gær. Í næsta nágrenni við
fundarstaðinn eru leikskólinn Arnarberg, Iðnskólinn í
Hafnarfirði og íþróttamiðstöðin Björk.
Tveir bæjarstarfsmann sem unnu við slátt og
rakstur fundu sprauturnar, þeir Hlynur Darri Brynj-
ólfsson, sautján ára og Örlygur Sturla Arnarson, 19
ára. Þeir voru sammála um að andstyggilegt væri að
rekast á svona hluti á víðavangi. „Svo var líka glær
vökvi í annarri sprautunni,“ segir Örlygur Sturla.
Göngustígurinn er baka til milli bílskúra en mikil
umferð ungmenna vegna nálægðar við skóla og
íþróttaaðstöðu. „Já blessaður vertu, hér eru alltaf ein-
hverjir krakkar á ferðinni,“ segir Örlygur. „Skömmu
áður en við fundum sprauturnar var hér kona með
lítið barn. Það hljóp inn í eina grashrúguna til að
sækja fífil, en samt ekki sömu hrúgu og við fundum
sprautu í,“ bætir hann við.
Ólafur G. Emilsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn,
segir fólk helst eiga að kalla til lögreglu þegar það
rekst á sprautunálar og viðlíka hluti. „Við sækjum
þetta og setjum í sérstaka dalla,“ segir hann og bætir
við að fólk eigi helst að láta vera að koma við þessa
hluti. Lögreglumenn séu hins vegar allir með gúmmí-
hanska með sér og búnir til að verjast smiti.
„En það er svo sem ekki óalgengt að þetta sé að
finnast,“ bætir hann við og segir mikið hringt frá
leikskólum vegna muna sem þar finnist, sér í lagi
eftir helgar. - óká
VORU VAKANDI Hlynur Darri Brynjólfsson og Örlygur Sturla
Arnarson fundu notaðar sprautur þar sem þeir voru við störf í
Hafnarfirði í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Kalla á til lögreglu og láta vera að koma við sprautur sem finnast á víðavangi:
Fundu sprautur í nágrenni leikskóla
NEYTENDAMÁL Íslenskum framleið-
endum í textílgeiranum, sem láta
framleiða vörur sínar erlendis,
er ekki skylt að láta merkja vörur
sínar með upprunalandi.
Þórunn Anna Árnadóttir, sviðs-
stjóri neytendaréttarsviðs hjá
Neytendastofu, segir hins vegar
mikilvægt að
þær upplýsingar
sem fylgi vörun-
um séu réttar.
Villandi merk-
ingar varði við
lög.
„Það gildir
a l men nt um
vörur, hvort sem
það er textíll eða
eitthvað annað,
að ef fólki er
talin trú um að varan sé fram-
leidd annars staðar, getur verið um
villandi viðskiptahætti að ræða.“
Í kjölfar frétta Fréttablaðsins
um merkingar á íslenskum lopa-
peysum, ætlar Neytendastofa að
skoða merkingar á peysunum og
í framhaldi ákveða hvort málið
verði tekið til frekari meðferðar.
Ásmundur Einar Daðason,
þingmaður Framsóknar flokksins,
segir mikilvægt að ís lenskar
l opapeysur séu framleiddar hér-
lendis.
„Íslenska lopapeysan á náttúru-
lega að vera framleidd á Íslandi.
Menn eiga ekki að vera að fara
í kringum þetta og reyna með
óljósri markaðssetningu að aug-
lýsa íslenska vöru sem ekki er
framleidd á Íslandi.“
Ásmundur segist ætla að kanna
málið frekar.
„Ég er að láta skoða þetta
með lögfræðingum þingsins
og vil athuga hvort það sé með
einhverjum hætti hægt að skerpa
á reglunum í kringum þetta,“ segir
Ásmundur.
Ásmundur er ósáttur við að
lopapeysurnar séu framleiddar
erlendis.
„Íslenska lopapeysan er eitt
helsta auglýsingamerki okkar
Íslendinga. Þetta er íslensk
hönnun, framleidd á Íslandi með
aldagamla íslenska sögu og gerð
af íslenskum konum til bæja og
sveita.“
„Mér finnst það miður að menn
skuli vera komnir á þá braut að
vera að láta framleiða þetta í Kína
og skuli þar með hverfa frá þeirri
hugsun sem hefur verið á bak
við þetta síðustu áratugi,“ segir
Ásmundur. katrin@frettabladid.is
ÁSMUNDUR EINAR
DAÐASON
Vill peysurnar heim
Lagalega séð skiptir engu máli hvar íslenskar lopapeysur eru framleiddar, bara
ef merkingarnar eru réttar og ekki villandi. Ásmundur Einar Daðason telur
mikilvægt að íslenskar lopapeysur verði framleiddar á Íslandi.
SVEITARSTJÓRNARMÁL Fulltrúar
Sjálfstæðisflokks í minnihluta
borgarstjórnar vilja að stjórn
Orkuveitu Reykjavíkur (OR) geri
opinberar fjárhæðir allra fjárfest-
inga, fjárframlaga og lána fyrir-
tækisins til Gagnaveitu Reykja-
víkur ehf. og Línu.nets hf. Bókun
þar að lútandi var lögð fram á
síðasta fundi borgarstjórnar.
Upplýsingarnar voru birtar
stjórn OR í trúnaðarskjali for-
stjóra 25. apríl síðastliðinn. Skjalið
var svar við fyrirspurn Kjartans
Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokks.
Í tilkynningu
borgarstjórnar-
f lokks Sjálf-
stæðisflokksins
er sagt óvið-
unandi hvern-
ig umbeðnum
upplýsingum
sé haldið frá
almenningi þrátt
fyrir að starf-
semi Gagnaveit-
unnar sé fjármögnuð af almannafé.
„Því miður er Gagnaveitan ekki
eina málefnið, sem meirihluti Sam-
fylkingar og Besta flokksins hefur
unnið að með óeðlilegum hætti og
sveipað leyndarhjúp,“ segir þar
jafnframt og bent er á vinnubrögð
vegna sölu Perlunnar sem unnið
hafi verið að „mánuðum saman án
þess að stjórn OR væri haldið upp-
lýstri með tilhlýðilegum hætti.“
Stofnað var sérstakt félag um
rekstur Gagnaveitunnar, sem þó er
að fullu í eigu Orkuveitunnar, eftir
ákvörðun Póst- og fjarskiptastofn-
unar um fjárhagslegan aðskilnað í
starfseminni árið 2006. Stofnunin
staðfesti svo um áramót 2010-11 að
staðið hafi verið við aðskilnaðinn.
- óká
Vilja upplýsingar um fjárfestingu Orkuveitunnar í fjarskiptastarfsemi síðustu ár:
Segja fleiri dæmi um leyndarhjúp
KJARTAN
MAGNÚSSON
EGYPTALAND, AP Heilsu Hosni
Mubaraks, fyrrverandi forseta
Egyptalands, hefur hrakað veru-
lega eftir að dómur var kveðinn
upp yfir honum og tveimur sonum
hans á mánudag.
Læknar segja Mubarak, sem
orðinn er 83 ára, vera í lífshættu,
hann hafi fengið áfall, eigi erfitt
með að anda og blóðþrýstingur sé
of hár. Þeir þurftu að gefa honum
súrefni nokkrum sinnum í gær og
kalla þurfti á sérfræðinga.
Hann hlaut lífstíðarfangelsi
fyrir að hafa ekki komið í veg
fyrir að lögreglan dræpi mótmæl-
endur á Tahrir-torgi á síðasta ári.
- gb
Heilsu Mubaraks hrakar:
Sagður hafa
fengið áfall
HOSNI MUBARAK Fyrrverandi forseti
Egyptalands sagður í lífshættu.
NORDICPHOTOS/AFP
LÖGREGLUMÁL Feðgar ruddust inn
á lögmannsstofu við Lækjartorg
í gær, brutu innanstokksmuni og
höfðu í hótunum við lögmann.
Hann hefur kært árásina til lög-
reglu.
Feðgarnir hafa átt í persónu-
legum erjum við lögmanninn eftir
að þeir keyptu saman fasteign í
Vogahverfinu. Deilan snýst um
tvær milljónir sem báðir deilu-
aðilar telja að hinn skuldi. Lög-
maðurinn fullyrðir að sonurinn
hafi tekið sig hálstaki en sá neitar
að hafa ráðist á lögmanninn. - sh
Deilt um tvær milljónir:
Réðust inn á
lögmannsstofu
LOPAPEYSA Í kjölfar frétta Fréttablaðsins um merkingar á íslenskum lopapeysum
ætlar Neytendastofa að taka málið til skoðunar.
VIÐSKIPTI Lykilstjórnendum Eim-
skipafélagsins mun bjóðast að
eignast hluti í félaginu á umtals-
vert lægra gengi en reiknað er
með að verði
fyrir hendi
þegar félagið
verður skráð á
markað í sept-
ember.
Miðað við
heildarvirði
félagsins,
eins og það
hefur verið
kynnt fyrir
hlut höfum að undanförnu, gæti
virði þeirra hluta sem lykilstjór-
nendum býðst að kaupa numið
allt að 1,4 milljörðum króna.
Sumir þeirra hafa nú þegar
tryggt sér kauprétt, en óljóst er
hverjir þeirra. Heimildir herma
að forstjóri félagsins, Gylfi Sig-
fússon. sé í hópi þeirra sem fá að
eignast bréf.
Stjórnendurnir munu geta
eignast um 700 þúsund hluti í
félaginu, sem eru þrjú og hálft
prósent af heildarhlutafé. - mh
Lykilstjórnendum umbunað:
Fá að kaupa á
mjög lágu gengi
ALÞINGI Enn hefur ekkert verið
ákveðið um hvenær Alþingi mun
ljúka störfum. Óformlegar þreif-
ingar hafa verið um málið á milli
þingmanna og formanna þing-
flokka en þær hafa ekki skilað
niður stöðu enn sem komið er.
Frumvarp sjávarútvegs-
ráðherra um veiðigjald var til
umræðu á þingi í allan gærdag,
þriðja daginn í röð. Tugir annarra
mála bíða afgreiðslu og stjórnar-
andstæðingar hafa talað fyrir því
að kvótafrumvörpin verði sett á ís
og unnin betur svo að önnur mál
komist að. - sh
Enn rætt um veiðigjald:
Ekkert ákveðið
enn um þinglok
GYLFI SIGFÚSSON
Síbrotamaður í fangelsi
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
dæmt mann um þrítugt í átta
mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir
ítrekaðan þjófnað úr matvöruversl-
unum, að framvísa fölsuðum lyfseðli í
apóteki og gripdeild í fatabúð. Maður-
inn er síbrotamaður og því þótti ekki
unnt að skilorðsbinda refsinguna.
DÓMSTÓLAR
Einar laus úr varðhaldi
Einar Ingi Marteinsson, fyrrverandi
leiðtogi Hells Angels, hefur verið
látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Hann
hefur sætt varðhaldi frá því fyrir
jól, grunaður um að hafa skipulagt
hrottafengna líkamsárás á konu.
Dómur verður kveðinn upp í því
máli á næstu vikum. Einar hætti sem
leiðtogi Hells Angels eftir deilur við
aðra félagsmenn.
Íslenska lopapeysan
á náttúrulega að vera
framleidd á Íslandi.
ÁSMUNDUR EINAR DAÐASON
ÞINGMAÐUR