Fréttablaðið - 07.06.2012, Síða 28

Fréttablaðið - 07.06.2012, Síða 28
7. júní 2012 FIMMTUDAGUR28 timamot@frettabladid.is „Það má segja að þetta sé drauma- verkefni fyrir mig að takast á við. Bæði vegna þess að ég er nýútskrifuð úr myndlist í Listaháskólanum og líka því ég er frá Rifi og ólst þar upp. Þess vegna finnst mér frábært að geta boðið listamönnum og gestum á staðinn til að vinna að verkefnum og njóta þeirra. Það verður gaman að sjá hvernig fólk tekur í þetta,“ segir Helga Páley Frið- þjófsdóttir, stjórnandi farandlistahá- tíðarinnar Ærings sem í ár fer fram á Rifi í Snæfellsbæ. Þetta er í fyrsta sinn sem Helga Lárey stjórnar hátíðinni, en Æring- ur var fyrst haldinn á Stöðvarfirði sumarið 2010 og árið síðar í Bolungar- vík. Efnt var til þessarar farand- hátíðar af ungu listafólki sem langaði til að skapa og sýna myndlist utan höfuðborgarsvæðisins. Eitt af ein- kennum hátíðarinnar hefur verið vilji stjórnenda til þess að lista mennirnir sem sýna hverju sinni vinni sem mest á staðnum sem valinn er og verkin tengist því bænum sem hýsir hátíðina. Æringur hlaut nýlega tvo styrki, frá Menningar sjóði Vestur- lands og Kultur kontakt Nord, eða Nor- rænu menningar gáttinni, sem gerir aðstandendum hægara um vik að bjóða erlendum listamönnum að taka þátt í hátíðinni og stendur meðal annars straum af flugferðum og uppihaldi. „Í ár taka til dæmis finnski danshöf- undurinn Simo Kellokumpu og franski dansarinn Vincent Roumagnac þátt. Þeir hafa verið að ferðast um heim- inn og vinna að verki út frá staðsetn- ingarpunktum og einn þessara punkta er einmitt Snæfellsnes, svo þeir voru fljótir að sækja um að vera með á hátíðinni þegar þeir fréttu að eitthvað væri að gerast þar. En annars er þetta virkilega fjölbreyttur hópur af fólki, myndlistarfólk, nemar úr Fræði og framkvæmd í Listaháskólanum, forn- leifafræðingur og ýmsir fleiri,“ segir Helga Lárey, en í ár var yfirlýst mark- mið hátíðarinnar að leiða saman mynd- listarfólk og sviðslistafólk með það að markmiði að búa til skemmtilegar og lifandi sýningar. Æringur er haldinn í samstarfi við Snæfellsbæ og Frysti- klefann á Rifi, leikhús sem var stofnað árið 2010 af Kára Viðarssyni. Opnun Ærings fer fram þann 7. júlí næstkomandi og stendur hátíðin yfir út júlímánuð. Listamennina fer að drífa að á Rifi í kringum 27. júní og ljóst að Æringur mun lífga upp á bæjarlífið í nokkrar vikur í sumar. kjartan@frettabladid.is HELGA PÁLEY FRIÐÞJÓFSDÓTTIR: STJÓRNAR FARANDLISTAHÁTÍÐ Á RIFI Æringur er draumaverkefnið Þennan dag árið 1954 kynnti Dwight Eisenhower Bandaríkjaforseti til sögunnar dómínókenninguna svokölluðu, sem gekk út á að ef kommúnistar kæmust til valda í Indókína (síðar Víetnam) myndu önnur ríki í Suðaustur-Asíu einnig falla þeim í skaut. Kenningin átti eftir að verða pól- stjarnan í bandarískri utanríkisstefnu næsta áratug. Árið 1954 var ljóst að Frakkar gætu ekki endur- heimt nýlendustjórn sína í Indókína, sem þeir höfðu tapað í hendur Japana í seinni heims- styrjöld. Víetnömskum þjóðernissinnum hafði vaxið ásmegin undir handleiðslu Ho Chi Minh og voru á barmi þess að vinna sigur á Frökkum. Banda- ríkjamenn óttuðust afleiðingar þess ef kommúnistar kæmust til valda og til að ná hylli almennings hélt Eisenhower frægan blaðamannfund hinn 7. júní árið 1954. Þar talaði hann um dómínókenninguna í fyrsta sinn og sagði að hvert ríkið á fætur öðru í Suðaustur-Asíu myndi falla eins og dómínókubbar kommúnistum í skaut. ÞETTA GERÐIST: 7. JÚNÍ 1954 Eisenhower setur fram dómínókenninguna ÆRINGI Helga Páley Friðþjófsdóttir stýrir farandlistahátíðinni Æringi sem hefst á Rifi í Snæ- fellsbæ þann 7. júlí næstkomandi. Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KJARTANS ÞÓRS INGVARSSONAR Ásbraut 3, Kópavogi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjartadeildar 14E og blóðskilunardeildar Landspítalans við Hringbraut fyrir hlýhug og góða umönnun. Bjarndís Helgadóttir Helga Kjartansdóttir Ármann Snjólfsson Yngvi Þór Kjartansson Vedrana Kjartansson Héðinn Kjartansson Margrét Þráinsdóttir Kolbrún Kjartansdóttir Friðþjófur Í. Sigurðsson Ingveldur Kjartansdóttir Kolbeinn Reginsson afa- og langafabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HLÍF ÓLAFSDÓTTIR Bollagötu 3, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 30. maí verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag, fimmtudaginn 7. júní kl 15.00. Magnús Hallgrímsson Hörður Magnússon Hallgrímur Magnússon Linda Björk Þórðardóttir Elín Sig. Sigurðardóttir Óskar Magnús Harðarson Snædís Hallgrímsdóttir Ásta Hlíf Harðardóttir Magnús Snær Hallgrímsson Halldís Ylfa Hallgrímsdóttir Tvöfalt áttræðisafmæli Hjónin Ása Árnadóttir og Guðlaugur Atlason Egilsgötu 11, Vogum, eru áttræð um þessar mundir. Af því tilefni hafa þau opið hús í Tjarnarsal Stóru-Vogaskóla, Vogum, laugardaginn 9. júní frá kl. 15.00 – 18.00 og vonast til að sjá sem flesta af fjölskyldumeðlimum, frændfólki og vinum. Afmælisg jafir eru vinsamlegast afþakkaðar en söfnunarkassi fyrir „Ljósið“ verður á staðnum. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA FRIÐRIKSDÓTTIR (DÚDDA) verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 8. júní klukkan 13.30. Anna Lilja Sigurðardóttir Inga Hrönn Sigurðardóttir Eiríkur Óskarsson barnabörn og langömmubörn. Skúli mennski heldur tón- leika á Café Rosenberg í kvöld, fimmtudaginn 7. júní. Skúli kemur fram með hljómsveit sem er skip- uð þeim Eiríki Rafni Stef- ánssyni á trompet, Hall- dóri Smárasyni á píanó, Kristni Gauta Einarssyni á trommur og Valdimar Olgeirssyni á bassa, en sjálfur leikur Skúli á gítar og syngur. Þeir félagar eru með bæði gamalt og nýtt efni á dagskrá, bæði af plötunum Skúli mennski og Grjót og búgí!, auk þess sem ný og áður óspiluð lög fá að líta dagsins ljós. Þar eru á ferð- inni lög í blúsaðari kantin- um sem stendur til að taka upp í sumar og gefa út með haustinu. Næst á dagskrá hjá Skúla mennska og félögum er að spila á tónlistarhátíðinni Við Djúpið á Ísafirði þann 21. júní næstkomandi og búgídansleik á Flateyri tveimur dögum síðar. Skúli mennski á Café Rosenberg BÚGÍ Skúli mennski og hljóm- sveit leika meðal annars ný lög á Café Rosenberg í kvöld. MYND/JULIA STAPLES 1654 Lúðvík fjórtándi er krýndur konungur Frakklands. 1904 Íslandsbanki, hinn eldri, tekur til starfa og hefur einkarétt á seðlaútgáfu. Bankanum var lokað 1930. 1945 Hákon Noregskonungur snýr heim til Óslóar eftir fimm ára útlegð. 1951 Minnismerki um 212 breska hermenn sem féllu hér í síð- ari heimsstyrjöldinni er afhjúpað í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík. 1975 Sony kynnir til sögunnar Betamax-vídeókassettuna. 1992 Nýr Herjólfur kemur til Vestmannaeyja, 70 metra langur, með getu til að flytja 480 farþega og 62 fólksbíla. Merkisatburðir AFMÆLISBÖRN TOM JONES söngvari er 72 ára í dag. ANNA KOURNIKOVA tenniskona er 31 árs í dag. LIAM NEESON leikari er sextugur í dag. ALLEN IVERSON körfuboltamaður er 37 ára í dag. Margrét Bóasdóttir og Chalumeaux-tríóið koma fram á Gljúfrasteini sunnudaginn 10. júní klukkan 16. Á efnisskrá tónleikanna eru þrjú stutt verk eftir bar- okktónskáldin Bach, Graupner og Heinichen í umritun fyrir klarínettutríó auk íslenskra sönglaga við ljóð Jónasar Hall- grímssonar og Halldórs Lax- ness. Margrét Bóas- dóttir söngkona hefur áður komið fram með Chalumeaux-tríóinu á tónleikum víða um landið en tríóið skipa Ármann Helgason, Kjartan Óskars- son og Sigurður Ingvi Snorrason. Heildardagskrá stofutónleika sumarsins má sjá á heimasíðunni Gljúfrasteinn.is. Bach, Graupner og Heinichen TÓNLEIKAR Margrét Bóasdóttir kemur fram með Chalemeux-tríóinu á Gljúfrasteini á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON TÓNLISTARMAÐURINN PRINCE á afmæli í dag. „Þegar ég vil heyra góða tónlist þá sem ég hana sjálfur.“ 54

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.