Fréttablaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 18
7. júní 2012 FIMMTUDAGUR18 Umsjón: nánar á visir.is MILLJARÐAR KRÓNA var afgangur af vöru- skiptum á fyrstu fimm mánuðum ársins.28,2 Litlir tappar eru varasamir ... fyrir litla tappa Ung börn, sérstaklega yngri en 3 ára, eiga það til að setja hluti upp í munninn. Skrúftappi á Fjörmjólk, D-vítamínbættri mjólk og á Stoðmjólk er af þeirri stærð að hann gæti verið varasamur ungum börnum. Við viljum biðja forráðamenn smábarna að hafa þetta hugfast. E N N E M M / S IA • N M 52 46 4 Áhætta íslenska fjármálakerfisins hefur minnkað frá því í fyrra. Helstu áhættuþættir sem steðja að því eru losun hafta, staða alþjóð- legs efnahagsástands, yfirvofandi endurfjármögnun erlendra skulda annarra aðila en ríkissjóðs, laga- áhætta vegna gengislánadóma og hugsanlega áhrif stjórnmála- ákvarðana á fjármálafyrirtækin og lánasöfn þeirra. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar seðla- bankastjóra þegar Fjármálastöðug- leiki 2012 fyrra hefti, sem Seðla- bankinn gefur út, var kynnt í gær. Sigríður Benediktsdóttir, fram- kvæmdastjóri fjármálastöðug- leikasviðs Seðlabankans, kynnti helstu niðurstöður ritsins á kynn- ingarfundi í gær. Í máli hennar kom fram að hagvöxtur, kaup- máttur ráðstöfunartekna, einka- neysla og atvinna hefðu aukist í fyrra á sama tíma og atvinnu- leysi dróst saman. „Þetta eru allt jákvæð teikn og má segja að efna- hagsbatinn sé hafinn, en ekki að hefjast,“ sagði Sigríður. Hins vegar hafi verðbólguhorfur versnað og skuldsetning heimila og fyrirtækja sé enn mikil. Sigríður benti einnig á að van- skilahlutföll séu mjög há hérlendis, þó þau hafi dregist töluvert saman frá árslokum 2009. Skuldir heimila hafa minnkað um átta prósent af landsfram- leiðslu frá lokum fyrsta ársfjórð- ungs 2011. Þrátt fyrir að lang- stærstur hluti lána landsmanna sé verðtryggður kemur fram í ritinu að hlutur óverðtryggðra lána hafi aukist verulega. Þau eru nú um 15 prósent allra lána sem heimili landsins hafa tekið en voru um sex prósent þeirra í upphafi árs 2009. Þá eru gengisbundin lán nær horfin, enda annaðhvort búið að dæma flest þeirra ólögmæt eða breyta þeim yfir í annars konar lán. Sigríður sagði að búið væri að afgreiða nánast alla þá sem eiga rétt á að fara í gegnum 110 prósent leiðina og einungis fjórðungur sé eftir af þeim sem eiga rétt á sér- tækri skuldaaðlögun. Auk þess tvö- faldaðist fjöldi þeirra mála sem er lokið hjá Umboðsmanni skuldara frá áramótum og fram í apríl. Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eru þó enn með því hæsta sem gerist í heiminum. Það hlutfall lækkaði þó í fyrra og Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að það lækki enn frekar í ár vegna hækkandi ráðstöfunar- tekna. Skuldir fyrirtækja lækkuðu um 30 prósent á milli ára og afskriftir af skuldum þeirra hafa aukist gríð- arlega frá árslokum 2010. Sigríður sagði íslensk fyrirtæki þó enn mun skuldsettari en gerist í löndunum í kringum okkur. thordur@frettabladid.is Efnahagsbati og áhætta dregst saman Áhætta fjármálakerfisins að minnka. Enn stórir áhættuþættir sem geta haft neikvæð áhrif. Seðla- bankinn kynnti Fjármálastöðugleikarit sitt í gær. SEÐLABANKASTJÓRI Már Guðmundsson sagði áhættu fjármálakerfisins í heild hafa minnkað frá því á sama tíma á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Samkvæmt gildandi lögum á að afnema fjármagnshöft á Íslandi í lok árs 2013. Í Fjármálastöðugleikaritinu segir að ein helsta hindrun í vegi þess að hægt sé að afnema þau skjótt séu hinar svokölluðu aflandskrónur. Seðlabankinn áætlar að þær nemi um 425 milljörðum króna um þessar mundir. Seðlabankinn áætlar að útgreiðslur úr þrotabúum föllnu bankanna til erlendra aðila í íslenskum krónum geti aukið þá stöðu um 190 milljarða króna. Miðað við það næmi stofn aflandskróna um 615 milljörðum króna. Til viðbótar er óvíst með hvaða hætti verður greitt fyrir 170 milljarða króna hlut erlendra kröfuhafa í nýju bönkunum þremur. Síðan höftin voru sett á hafa 182 milljarðar króna af aflandskrónum skipt um hendur. Þar af voru 120 milljarðar króna hluti af hinu svokallaða Avens-samkomulagi. Seðla- bankinn hefur auk þess, með gjaldeyrisútboðum og beinum viðskiptum, haft milligöngu um að 62 milljarðar aflandskróna hafa skipt um hendur. Már Guðmundsson sagði bankann ekki hafa miklar áhyggjur af því að þessar leiðir væru ekki að skila nægilega miklum árangri. „Við erum ekki að fara á taugum yfir því hvernig þau [útboðin] eru að ganga.“ Ekki að fara á taugum vegna útboða Í starfskjarastefnu Íslandsbanka, sem var samþykkt á síðasta aðalfundi bankans, er liður sem veitir honum heimild til að setja upp árangurskerfi fyrir starfsmenn sína. Það kerfi er ekki eiginlegt kaupaukakerfi þar sem beinn eignarhlutur í bankanum myndar stofn að kaupaukakerfi, líkt og er hjá Landsbankanum, en það gerir Íslandsbanka kleift að tengja greiðslur til starfsmanna sinna við starfsárangur þeirra. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að Íslandsbanki væri ekki með neitt kaupaukakerfi á teikniborðinu. Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi bankans, segir það rétt að bankinn sé ekki með sambærilegt kaupaukakerfi í pípunum og Landsbankinn. „Hins vegar var starfskjarastefna bankans samþykkt á síðasta aðalfundi en undir henni er liður sem veitir bankanum heimild til að setja upp árangurskerfi. Það kerfi er að fullu í samræmi við reglur sem FME hefur sett í þeim málum en enn sem komið er hafa engar ákvarðanir verið teknar um innleiðingu slíks kerfis hjá bankanum.“ -þsj Starfskjarastefna Íslandsbanka heimilar bónusgreiðslur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.