Fréttablaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 48
7. júní 2012 FIMMTUDAGUR40
bio@frettabladid.is
> ÁSTFANGIN AF GEIMVERU
Mila Kunis hefur tekið að sér að leika í
spennutryllinum Jupiter Ascending en upp-
haflega átti leikkonan Natalie Portman að
fara með hlutverkið. Myndarinnar er beðið
með nokkurri eftirvæntingu en þetta er
fyrsta leikstjórnarverkefnið sem Lana
og Andy Wachovski taka að sér síðan
þau gerðu Matrix-myndirnar. Mikil
leynd hvílir yfir söguþræðinum en
Mila Kunis mun leika konu sem
verður ástfangin af geimveru, sem
Channing Tatum leikur.
Það er margt um fína drætti
þegar kemur að leikkonum í
kvikmyndinni LOL, sem var
frumsýnd í bíóhúsum í gær.
LOL er alvöru gelgju-
mynd þar sem líf unglings-
stúlkunnar Lolu, alltaf
kölluð LOL, hrynur þegar
kærastinn hennar hættir
með henni. Hún er þó ekki
lengi að leita sér huggunar
í örmum myndarlegs vinar
síns en lendir í erfiðleikum
með að blanda rómantík
saman við vinasamband
þeirra. Sem betur fer
hlýtur hún þó hjálp vitra
vinkvenna sinna sem benda
henni á staðreyndir eins og þá
að kyssi strákur hana á munninn
sé hann að láta vita að hann sé
tilbúinn í ástarsamband. Net-
samskipti nútímans leika stórt
hlutverk í myndinni sem gefur
áhorfendum innsýn í flókinn, en
þó svo einfaldan raunveruleika
unglinga dagsins í dag.
Demi Moore leikur móður
Lolu, sem er leikin af ung-
stirninu Miley Cyrus. Helsti
keppinautur Lolu er svo leikinn
af Twilight-stjörnunni fallegu
Ashley Greene. Þetta er sannar-
lega mynd sem engin alvöru
gelgja má láta fram hjá sér fara.
- trs
Gelgjumyndin LOL í bíó
LOL Unglingsstúlkan Lola tekst á við flókin ástamál í gelgjumyndinni
LOL..
Danski leikarinn Mads Mikk-
elsen hefur tekið að sér að leika
mannætuna Hannibal Lecter í
nýrri bandarískri sjónvarps-
seríu. Mikkelsen fetar þar með
í fótspor Anthony Hopkins
sem gerði garðinn frægan sem
fjöldamorðinginn. Það er banda-
ríska sjónvarpsstöðin NBC sem
ætlar að sýna seríuna á næsta
ári en tökur hefjast í næsta
mánuði. Breski leikarinn Hugh
Dancy leikur FBI-fulltrúann
Will Graham en ekki er vitað
hvort Clarice Starling, sem
Jodie Foster og Julianne Moore
hafa leikið, verði með í sjón-
varpsþáttunum.
Mikkelsen vann nýlega verð-
laun sem besti leikarinn á Can-
nes-hátíðinni fyrir leik sinn í
myndinni The Hunt.
Mikkelsen í fótspor
Anthony Hopkins
Vísindatryllirinn Prome-
theus í leikstjórn Ridleys
Scott var heimsfrumsýnd
á Íslandi í gær í þrívídd. Í
myndinni uppgötva land-
könnuðir vísbendingu um
uppruna mannsins á jörð-
inni og leggja upp í ferða-
lag um myrkustu afkima
alheimsins.
Í Prometheus snýr Ridley Scott sér
aftur að sérdeild sinni vísindaskáld-
skap og er myndin sögð sjálfstæð
forsaga kvikmyndarinnar Alien.
Leikstjórinn er hvað þekktastur
fyrir hana ásamt vísindatryllinum
Blade Runner, sem kom út fyrir
þrjátíu árum.
Geimveran ógurlega úr Alien
kemur þó ekki við sögu í þessari
nýju mynd. Þvert á móti skapar
Scott nýstárlega goðsögn þar sem
hópur geimfara uppgötvar vísbend-
ingu sem gæti leitt þá að uppruna
mannsins á jörðinni. Vegna þessarar
skyndilegu vitneskju sinnar verða
þeir að ferðast um óhugnanlegustu
staði alheimsins og heyja skelfilegan
bardaga til að bjarga framtíð mann-
kynsins.
Kvikmyndin var frumsýnd í Bret-
landi 31. maí við góðar undirtektir.
Gagnrýnendur Hollywood Repor-
ter og Time Out London létu keim-
lík ummæli falla. Þeir sögðu hana
myndrænt áhrifamikla og magnaða
tæknilega séð en kvörtuðu yfir
fyrir sjáanlegum söguþræði.
Flestir fóru fögrum orðum
um leikarana og þá sérstaklega
frammistöðu Michaels Fassbender.
Hann er þó ekki eina stjarna kvik-
myndarinnar en þau Noomi Rapace,
Charlize Theron, Guy Pearce, Pat-
rick Wilson og Idris Elba fara með
önnur aðalhlutverk. Haft var eftir
Theron að með þessari kvikmynd
hefði langþráður draumur orðið að
veruleika. „Alla leikara dreymir um
að vinna með ákveðnum leikstjóra
og hjá mér var það Ridley,“ sagði
hún. hallfridur@frettabladid.is
MYRKUSTU AFKIMAR ALHEIMSINS
ÍSLAND Í PROMETHEUS
Íslensk náttúra á stóran þátt í sjónarspili Prometheusar. 200 manna
tökulið kom til landsins í júlí í fyrra og var við tökur á Suðurlandi, þar á
meðal við Heklu, og við Dettifoss fyrir norðan í rúmar tvær vikur.
● Mikið var um stjörnufans á tökustað en Charlize Theron, Michael
Fassbender og Noomi Rapace heimsóttu Ísland ásamt leikstjóranum
þekkta.
● Ridley Scott sagði íslenska náttúru hafa sérstæðan karakter og vera
villtari en annars staðar og að það hefði skipt sköpum.
● 160 Íslendingar fengu vinnu við myndina og nam framleiðslukostn-
aður hér á landi hundruðum milljóna íslenskra króna.
● Leikstjórinn sagðist reikna með að íslenskt umhverfi kæmi áhorfend-
um myndarinnar fyrir sjónir í sirka 15 mínútur.
ÓGNVEKJANDI
Charlize
Theron og Idris
Elba í hlut-
verkum land-
könnuðanna í
Prometheus.
VERÐUR HANNIBAL Mads Mikkelsen leikur Hannibal í nýrri bandarískri seríu um
mannætuna.
★★★★★
PROMETHEUS
„Umgjörðin er glæsileg og andrúms-
loftið þrælmagnað. Þess vegna
á Prometheus skilið svo miklu
vandaðra handrit.“
★★★★★
TYRANNASAUR
„Erfið en hrikalega eftirminnileg
mynd.“
★★★★★
MEN IN BLACK III
„Afbragðs tímaflakk. Svartklæddu
mennirnir hafa engu gleymt.“
★★★★★
SAFE
„Aðdáendur órakaða ólátabelgsins
verða himinlifandi, en realistar ættu
að halda sig fjarri.“
★★★★★
DARK SHADOWS
„Nokkuð góð skemmtun sem
skrifast að stórum hluta á Johnny
Depp.“ - hva
KVIKMYNDARÝNI
Tónlistarkonan Janet Jackson
er að framleiða heimildarmynd
um transfólk og líf þess. Myndin
ber heitið Truth þar sem trans-
fólki úti um allan heim er fylgt
eftir og staða þess í samfélaginu
skoðuð. Jackson verður ekki bara
framleiðandi því hún tekur líka
viðtöl í myndinni. Sjálf segir
Jackson að myndin eigi eftir að
breyta viðhorfi fólks til kynjanna
að eilífu. „Við viljum stöðva alla
fordóma og minna fólk á að sýna
öðrum skilning.“ Tökur á mynd-
inni hefjast í sumar.
Heimildar-
mynd um
transfólk
FRAMLEIÐIR Janet Jackson framleiðir
heimildarmynd um transfólk.
NORDICPHOTOS/GETTY
Borgartún 31 - 105 Reykjavík - www.fjarfesting.is - fjarfesting@fjarfesting.is
Pétur Þ. Sigurðsson hrl.
löggiltur fasteignasali
Óskar Þór Hilmarsson
L ggilt r fasteignasali
BREKKUHÚS 3 – Endaraðhús
Opið hús í dag á milli 17 og 17:30
Sérlega fallegt lítið endarað-
hús með sérverönd að
Brekkuhúsum 3 í Grafarvogi.
Glæsilegar hvítlakkaðar sér-
smíðaðar innréttingar og gran-
ít borðplötur. Falleg gólfefni;
eikarparket og flísar. Skipulag;
Anddyri, hol, eldhús, stofa,
svefnherbergi, baðherbergi
og þvottahús/vinnuherbergi. Sameiginlegt þvottahús og sameiginleg
geymsla. Verð 19,9 millj. Óskar sýnir húsið í dag, fimmtudag, á milli
17 og 17:30. Uppl. í síma 822-8750.
OP
IÐ
H
ÚS