Fréttablaðið - 07.06.2012, Side 40
7. júní 2012 FIMMTUDAGUR32
Herdís seldi málverk til að
fjármagna heimildarmynd
32
menning@frettabladid.is
Félagar myndlistarmannsins
Georgs Guðna í listamannahópn-
um Gullpenslinum opnuðu um
síðustu helgi í Stúdíói Stafni við
Ingólfsstræti sýninguna Tileinkun
– Í minningu Georgs Guðna Hauks-
sonar 1961-2011, en Georg Guðni
varð bráðkvaddur á síðasta ári.
Georg Guðni var frábær listamað-
ur sem mikil eftirsjá er að. Hann
hafði mikil áhrif í íslenskri mynd-
list og hefur verið kallaður „frum-
kvöðull í endurreisn landslagsmál-
verksins með nýstárlegri túlkun
formrænt og hugmyndalega“.
Félagar Gullpensilsins eru nú
þrettán talsins og eiga allir verk
á sýningunni, eitt eða fleiri. Fyrir
fram var ákveðið að verkin á sýn-
ingunni ættu öll að vera unnin
á pappír og þau ætti að tileinka
Georg Guðna og/eða verkum
hans. Vert er að benda einmitt
sérstaklega á fjölbreytt tök lista-
mannanna á pappírnum sem efni-
viði á sýningunni.
Um sýninguna í heild sinni má
segja að þar skiptist á tregablandin
hugmyndafræðileg verk, ein faldar
náttúrustemmur og tjáningar-
ríkari verk, eins og portrett Hall-
gríms Helgasonar af Georg Guðna.
Orðin á myndinni: „Söknum þín“,
segja kannski allt sem segja þarf.
Hugmyndafræðin kemur fram
í verkum eins og Tómt eftir JBK
Ransu. Við fráfall manneskju
skapast tóm og þögn, og þangað
leiða þessi verk mann. Verkin eru
hluti af stærri seríu þar sem Ransu
hefur meðal annars verið að velta
því fyrir sér hvort fjarvera verks
sé áhugaverðari en verkið sjálft,
sbr. söguna af því þegar aðsókn
að Louvre-listasafninu í París
margfaldaðist eftir að Mónu Lísu
eftir Leonardo Da Vinci var stolið
þaðan. Menn flykktust að til að sjá
staðinn sem verkið hafði hangið á.
Eftirsjáin, eða tómið, birtist
einnig í verki Sigtryggs Bjarna
Baldvinssonar Heimsendi. Þar
ræður kyrrðin ríkjum, og sama
má segja um verk Eggerts Péturs-
sonar. Blýantsteiknuð blóm fylla
út í blaðið og er verkið ekki síðra
en máluð blómaverk listamannsins
sem margir þekkja.
Holan og hóllinn, grafíkverk
Jóhanns Ludwigs Torfasonar, er
einnig snoturt og persónulegt
verk, og þrykkið sjálft vel unnið.
Hugmyndalega er verkið flóknara
eða meira krefjandi en mörg
önnur á sýningunni, enda staðset-
ur listamaðurinn sig sjálfan inni á
myndunum. Í myndunum er gömul
textalýsing af náttúru Íslands, sem
er einkar vel viðeigandi á þessari
sýningu sé litið til tengsla Georgs
Guðna við náttúru landsins.
Þorri Hringsson er á ljóð rænum
nótum og nóttin er að færast yfir
„holu“ og „hól“. Það er bjartara
yfir verkum Birgis Snæ bjarnar
Birgissonar, enda hann hvað
þekktastur fyrir að mála ljóshært
kvenfólk. Ég heyrði það út undan
mér að ef grannt væri skoðað
mætti sjá að þarna væri á ferðinni
passíuhár fjölda ljóshærðra
kvenna. Hvert og eitt pensil far
er eins og landslagsmynd, þar
sem liturinn er þéttastur neðst og
minnir á hól eða hæð. Laglegt verk
hjá Birgi, hvort sem maður velur
fyrri eða seinni túlkunina.
Sigríður Melrós gerir sína til-
einkun á hvað „einfaldastan“ máta.
Þrykkir textann „Þetta ávala fjall“
í pappírinn. Tilvísun í viðfangsefni
Georgs Guðna og hann sjálfan
jafnvel líka, enda var hann orðinn
kennileiti í íslenskri myndlist –
fjall til að klífa. Þóroddur Bjarnason
Niðurstaða: Sýning með fallegum
undirtóni og ríkri efniskennd, til minn-
ingar um góðan myndlistarmann.
Tómið og kyrrðin
Myndlist ★★★ ★★
Tileinkun
Stúdíó safn
Samsýning í minningu Georgs
Guðna „Gróðureyðing er eitt alvar legasta umhverfisvandamál samtímans
og það er löngu orðið tímabært
að taka það föstum tökum,“ segir
Herdís Þorvaldsdóttir leikkona
um heimildarmyndina Fjallkonan
hrópar á vægð, sem frumsýnd var
í Bíó Paradís í gær.
Myndin, sem var forsýnd á
Skjaldborgarhátíðnni um þar-
síðustu helgi, fjallar um gróður-
eyðingu og stöðvun lausagöngu
búfénaðar á Íslandi en sá mála-
flokkur hefur lengi verið Herdísi
hugleikinn.
„Ég hef barist fyrir þessum
málum í um 30 ár, skrifað óteljandi
greinar og reynt að vekja athygli
á málinu. Svo heyrði ég setningu,
„mynd segir meira en þúsund orð“,
og þá rann upp fyrir mér að auð-
vitað þyrfti ég að gera heimildar-
mynd og sýna fólki nákvæmlega
hvernig ástandið er. Ég vatt mér
strax í það og það hefur tekið mig
síðastliðin tvö ár meira eða minna.
Ég átti líka mjög mikið af efni til
að moða úr.“
Herdís fjármagnar myndina
úr eigin vasa en til að fjármagna
hana seldi hún málverk eftir Gunn-
laug Scheving, sem maður hennar
heitinn, Gunnlaugur Þórðar son,
gaf henni í brúðkaupsgjöf fyrir 50
árum.
„Það hittist nú líka þannig á að
ég var að flytja í minni íbúð en ég
átti þessa fallegu mynd eftir Gunn-
laug Scheving og datt í hug að selja
hana til að borga myndina, sem hún
gerði að miklu leyti.“
Auk þess að framleiða myndina
skrifar Herdís handritið ásamt
barnabörnum sínum, þeim Ólafi
Agli Egilssyni og Hörpu Fönn
Sigur jónsdóttur, en Jón Karl Helga-
son leikstýrði.
Spurð hverju hún vonist til að
áorka með þessari mynd segist
Herdís vona að almenningur fari
að vakna til vitundar um hversu
alvarlegt vandamál gróðureyðing
er og farið verði að stemma stigu
við ofbeit sauðfjár.
„Þetta er óhemjuvitlaust kerfi
þar sem við borgum fyrir að láta
skemma landið. Skattgreið endur
borga bændum fyrir að fram-
leiða þessar skepnur, sem eru
alltof margar og valda miklum
skaða, sem Landgræðslan þarf
að rækta upp. Það kostar auðvitað
sitt. Lausaganga búfjár er úrelt
miðaldafyrirkomulag, sem nánast
allar nágrannaþjóðir okkar eru
búnar að leggja niður. Við erum
bara að velta vandanum á undan
okkur.“
Fjallkonan hrópar á vægð
verður verður sýnd í sjónvarpi nú
í haust en barátta Herdísar um
stöðvun lausagöngu heldur einnig
áfram á heimasíðunni Stodvum-
lausagongu.is.
bergsteinn@frettabladid.is
HERDÍS ÞORVALDSDÓTTIR Hefur barist gegn gróðureyðingu áratugum saman og
fannst tímabært að hnykkja á boðskapnum með heimildarmynd sem hún fjár-
magnar sjálf.
ÓPERUSÖNGVARI GEFUR ÚT LJÓÐABÓK Út er komin ljóðabókin Mynd af tíma eftir Svein
Dúu Hjörleifsson óperusöngvara. Bókin samanstendur af fjórum ljóðaflokkum, Tilraun 2 til landnáms á
Grænlandi, Þeir sem hingað horfa, Frost og Mynd af tíma. Þetta er fyrsta bók Sveins Dúu. Höfundur veltir
fyrir sér tilvistinni frá ýmsum sjónarhornum og út frá atburðum líðandi stunda í sínu lífi og annarra.
Saga til næsta bæjar nefnist yfir-
litssýning sem opnuð verður í
Hönnunarsafni Íslands í dag. Á
sýningunni er leitast við að veita
innsýn í vöruhönnun, mótun hennar
og þróun undanfarinn áratug eða
frá því kennsla í vöru hönnun hófst
við Listaháskóla Íslands.
Sérstök áhersla verður lögð á
samstarfsverkefni vöruhönnuða,
sem oftar en ekki eru þver fagleg.
Á sýningunni eru yfir 50 verk eftir
fjölda íslenskra vöruhönnuða, auk
þess sem sagt verður frá sam-
starfsverkefnum sem nú standa
yfir.
Hlín Guðlaugsdóttir vöruhönn-
uður er sýningarstjóri. Í texta
sýningarskrár segir hún að Saga
til næsta bæjar sé saga líðandi
stundar, gefi innsýn í barnæsku
fagsins á Íslandi á umbrotatímum
og feli í sér ferðalag sem sé hvergi
nærri lokið. „Tilraunir og leit að
nýjum leiðum taka á sig ýmsar
myndir í umhverfi án hefð bundins
iðnaðar og jafnvel markaðar. Við
hrífumst af fagurfræði og ljóð-
rænu yfirborðsins en undir niðri
krauma draumar um betri heim og
sannfæring um hönnun sem afl til
raunverulegra breytinga.”
Sýningin verður opnuð klukkan
17 í dag og stendur fram í október.
Innsýn í æsku vöruhönnunar
SÝNINGARSTJÓRI Hlín Guðlaugsdóttir
vöruhönnuður er sýningarstjóri yfirlits-
sýningarinnar sem opnuð verður í dag.