Fréttablaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 12
7. júní 2012 FIMMTUDAGUR12 12
hagur heimilanna
Þjófar brjótast inn jafnt að
degi sem nóttu. Með ein-
földum aðgerðum er hægt
að draga úr líkunum á því
að þeir geti látið greipar
sópa um heimilið. Ekki er
skynsamlegt að tilkynna
á samskiptasíðum hvenær
allir í fjölskyldunni eru að
heiman. Góðir grannar geta
veitt mikilvæga aðstoð.
Hörður Jóhannesson aðstoðarlög-
reglustjóri segir allan gang á því
hvenær brotist sé inn. „Það fer
alveg eftir því hverjir eru á ferð
á hverjum tíma. Hins vegar er
ástæðulaust að auka áhættuna með
því að hafa allt opið þegar farið er
að heiman.“ Hann leggur áherslu á
að verðmæti séu ekki höfð á glám-
bekk, hvorki inni á heimilum né í
bílum.
Innbrotsþjófar reyna oft að kom-
ast leiðar sinnar í gegnum garðinn
og þess vegna þurfa gluggar og
dyr þeim megin að vera læst innan
frá með krækjum. Þjófar leita í
skápum og skúffum í öllum her-
bergjum og jafnvel í þvottakörfum
telji þeir sig hafa nægan tíma til
leitarinnar. Verðmæta skartgripi
og mikilvæg skjöl ætti þess vegna
að geyma í bankahólfi. Þau verð-
mæti sem höfð eru heima ætti að
skrá og mynda og geyma listann
og myndirnar í bankahólfi eða á
öðrum öruggum stað utan heim-
ilisins. Auk þess að hafa auga með
dularfullum mannaferðum geta
nágrannar, sem eiga fleiri en einn
bíl, hjálpast að með því að leggja
í heimkeyrsluna hjá þeim sem fer
í sumarfrí. Það má jafnvel biðja
nágrannana um að nota rusla-
tunnuna til þess að tóm tunna gefi
ekki þjófum vísbendingu um að
húsráðendur séu að heiman.
Skynsamlegt er að fá einhvern
til þess að fjarlægja póst frá bréfa-
lúgunni og slá grasið.
Það vekur grunsemdir séu ljós
látin loga allan sólarhringinn. Með
tímarofa er hins vegar hægt að
stjórna því hvenær ljós eru kveikt
og slökkt.
Ekki er óalgengt að menn greini
frá því á Facebook að öll fjöl-
skyldan sé á leið í sumarfrí. Slíkar
tilkynningar geta borist til þeirra
sem ekki ættu að frétta af þeim.
Góð þjófavörn er auðvitað að
bjóða þeim sem maður treystir að
búa í íbúðinni þegar maður er að
heiman. ibs@frettabladid.is
Komið í veg fyrir innbrot í sumarfríinu
Í SUMARFRÍI Heimkoma úr góðu sumarfríi er óskemmtileg fyrir húsráðendur þegar þeir komast að því að brotist hefur verið inn á
heimili þeirra.
Verslanir Tiger vara við fylgihlutum með
trékubbum í fötu með vörunúmerinu
1701073, að því er segir á vef Neytendastofu.
Kubbarnir eru í poka ofan í fötunni og er
pokinn bundinn saman. Tiger varar við því að
bandið og lokunin/klemman á pokanum
geti verið varasöm fyrir lítil börn og
valdið hættu á köfnun. Tiger biður
þá sem hafa keypt þessa vöru að
fjarlægja pokann strax og setja
kubbana beint í fötuna eða skila
vörunni og fá endurgreitt.
■ Leikföng
Verslanir Tiger vara við
fylgihlutum með leikfangi
Ef sólarvarnarkremið frá því í fyrra hefur
skipt um lit þarf það ekki að þýða að það sé
ónothæft. Þetta er haft eftir norskum húð-
sjúkdómalækni á vef norska ríkisútvarpsins.
Læknirinn, Bjørn E. Bondevik, tekur það hins
vegar fram að ef vond lykt er komin af sólar-
varnarkreminu sé það ónothæft því að þá sé
fitan í því yfirleitt orðin þrá. Hafi kremið skilið
sig veitir það ekki jafna vörn og þá þarf að
fleygja því. Brenni maður í sólinni þrátt fyrir
notkun sólarvarnarkrems sem maður telur
ekki of gamalt er ástæða til þess að kaupa
nýtt.
■ Húðvörur
Kanna þarf hvort gamalt
sólarvarnarkrem er nothæft
HÆKKUN HEFUR orðið á verði brauðs og kornvara frá maímánuði
2008 samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands.47%
PI
PA
R\
TB
W
A
\
S
ÍA
1
21
55
5
Moderators: Professor Guðmundur Þorgeirsson and Professor Tómas Guðbjartsson
10.00–10.10 Welcome. Dr. Kristín Ingólfsdóttir, Rector of the University of Iceland.
10.10–10.20 Address by the Minister of Education, Science and Culture, Katrín Jakobsdóttir.
10.20–10.35 The first recipient of a tissue engineered synthetic tracheal transplant.
Case presentation and follow-up.
Tómas Guðbjartsson, MD, PhD, Professor, Department of Surgery, Faculty of
Medicine University of Iceland.
10.35–11.15 Lessons learned from stem-cell based airway transplantation.
Paolo Macchiarini, MD, PhD, Professor, Advanced Center of Translational
Regenerative Medicine (ACTREM), Karolinska Institutet, Division of Ear, Nose,
and Throat (CLINTEC), University Hospital, Stockholm, Sweden.
11.15–11.35 Coffee break.
11.35–11.50 The epithelial stem cell. Role in regeneration and cancer.
Þórarinn Guðjónsson, PhD, Associate Professor, Department of Anatomy &
Stem Cell Research Unit, Faculty of Medicine, University of Iceland.
11.50–12.05 Modeling human airway development in vitro.
Magnús K. Magnússon, MD, Professor, Department of Pharmacology and
Toxicology, Stem Cell Research Unit, Faculty of Medicine, University of Iceland.
12.05–12.25 Panel discussions.
Stem Cells and Surgery
Symposium hosted by the University of Iceland
on June 9th at 10AM – The Main Aula of the University of Iceland
Rúgbrauð er ríkt af næringarefnum og trefjum sem metta vel og lengi, að því er
danski læknirinn Bente Klarlund segir á vef danska blaðsins Politiken. Læknir-
inn vísar í rannsókn sem leiddi í ljós að rúgur mettar betur en
hveiti. Þátttakendur í rannsókninni sem borðuðu rúgbrauð
í morgunmat borðuðu 16 prósentum minna af mat yfir
daginn en þeir sem ekki gæddu sér á rúgbrauði á
morgnana. Á vefnum er greint frá rannsóknum sem
gáfu til kynna að dagleg neysla rúgbrauðs verndaði
gegn krabbameini í blöðruhálskirtli. Jafnframt er
greint frá því að aðrar rannsóknir hafi gefið til kynna
að rúgbrauð væri vörn gegn brjóstakrabbameini.
■ Heilsa
Rúgbrauð á morgnana dregur
úr áti yfir daginn
GÓÐ HÚSRÁÐ Veljið box með glugga
Hvernig geyma á matarafganga
Fátt er betra en að
sleppa við eldamennsku
kvöldsins og gæða sér
á afgöngum. Afgangar
vilja þó gleymast inn í
ísskáp. Gott ráð er því
að geyma afganga í
íláti með glæru loki, því
þannig blasa krásirnar
frekar við.